Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 403 vinur minn, og eitthvað færðu í munninn, þegar heim kemur, þó að suinum þyki það óþarfa bruðl- unarsemi“, sagði Gunnar hlýlega, lagði taumana upp á makkann, jafnaði þá í höndum sjer og steig á bak. Hann fór ekki hraðara en svo, að kastaði toppi. Hann hafði aldrei í seinni tíð riðið fram hjá Brekku, en nú fanst honum hann ekki hafa skap til þess að gera þar vart við sig. En þegar hann var kominn dálítið upp ineð vallar- garðinum gekk Berljót í veg fyrir hann. Gunnar vatt sjer af baki og tók unnustu sína í fang sjer. Hann sá að hún hafði grátið. „•Jeg bjóst ekki við að þú kæm- i'- heim....ekki að þessu sinni. Jeg1 veit hvað ykkur pabba hefir á milli farið.. . .hann sagði okkur mömmu undan og ofan af því. En hann var svo drukkinn, að hann vissi ekkert hvað hann sagð'i.“ „Jeg fer nærri um það,“ sagði Gunnar og reyndi að vera rólegur. „Og hann var svo vondur við mömm^i, þegar hún var að taka svari þínu.... Og nú vita allir heima um trúlofun okkar.... pabbi hafði svo hátt, að það heyrðist um allan bæ. En nú er mamma búin að hátta hann og koma hon- um í rúmið, og hún sagði mjer að reyna að ná tali af þjer og skila því frá sjer, að hún standi við okkar hlið, hverju sem fram vind- ur.“ „Þakka þjer fyrir,“ sagði Gunn ar og kysti unustu sína. „En jeg veit að pabbi verður okkur erfiður, elsku vinurinn minn“, sagði Bergljót með klökkva í röddinni og hjúfraði sig upp að Gunnari. Svo bætti hún við og röddin skalf þá ekki: „En jeg skal aldrei .... aldrei bregðast þjer!“ „Jeg veit það .... við skulum vera vongóð, vina mín......þetta getur lagast. Það munar um hana mömmu þína, þar sem hún legst á“. — Gunnari var ljettara í skapi eft- ir að hann hafði kvatt unnustu sína. Orð og atlot hennar dróu úr sviðanum, er hann hafði kent undan hrópyrðum föður hennar. Leiðin heim að Skarði var fljót- stigin, enda var Slöngvi ekki aftr- að leggja fram kostina, þar sem götur voru greiðar og sljett undir fæti. IV. Næsti vetur gekk sneinma í garð. I annari vikunni gerði grimd- arfrost, er stóð nokkra daga. en upp úr því kyngdi snjónum nið- ur, svo taka varð sauðfje á gjöf; þó fanst engum ástæða til að hýsa hesta, nema Gunnari á Skarði, enda var Slöngvir kominn í hús og á gjöf, áður en fór að frjósa fyrir alvöru. Með jólaföstunni lagðist Bjarni á Brekku veikur og varð þungt haldinn. Á þriðja degi þótti eng- um vafa undirorpið að hann hefði tekið lungnabólgu og hana svæsna. Á öðrum degi, sem Bjarni lá, breytti um tíð. Gerði þá asahláku með stórviðrisrigningu, er stóð í þrjá daga. Síðasta hlákudaginn, þyngdi Bjarna mjög, svo brugðið var við og sent til læknis. Enginn var þó hestur á járnum og fór maðurinn gangandi, en þangað sem læknirinn átti heima var að minsta kosti 7 stunda gangur og yfir á að fara, sem oft gat verið slæmur farartálmi. En sendimaður sneri brátt aftur og sagði sínar farir ekki sljettar: Dalsá hafði sprengt af sjer ísinn í hlákunni og rutt sig svo langt, sem hann hafði spurnir áf. Belj- aði hún nú áfram yfir alla bakka, óreið' með öllu, að því er kunn- ugir fullyrtu, og hafði tekið með sjer einu bátkænuna, sem ferjað var á þegar áin var í mestri for- áttu á vorin. Þessi tíðindi spurðust að Skarði þegar um kvöldið og jafnhliða frá því sagt, að Bjarna hefði þyngt svo um daginn, að þær mæðgur væru orðnar mjög hræddar um líf hans. Gunnari þóttu þetta slæmar frjettir, þótt hann talaði þar fátt um,- Hann gat skilið að, för þessa sendimanns hefði orðið til mikilla vonbrigða fyrir þær mæðgur og að þeim liði ekki vel. En hann sá ekki fremur en aðrir neina leið tií bjargar, úr því Dalsá hamlaði því að ná læknisfundi. En þegar hann var að kemba Slöngvi eftir kvöldgjöfina, skaut eins og leiftri niður í huga hans: En að jeg reyni sjálfur í fvrra- málið.... reyni að brjótast yfir Dalsá. .. .við höfum fyr strítt við hana, óhemjuna þá, Slöngvir minn og farnast vel.. Manstu í fyrra vor'?....hún var ekki álitleg þá, þar sem hún valt fram kolmórauð og hrokasund landa á milli. Ekki fórst þjer illa þá að halda á mjer yfir um.... Og Gunnar klappaði Slöngvi um brjóstið, strauk fram höfuðið.... beygði sig niður svo að hann gat lagt vanga hestsins undir vanga sinn og gældi svo við hann um stund. Slöngvir var ekki þessum atlotum ókunnur.... Síðan skaust Gunnar heim í kúahlöðuna og valdi góða tuggu úr stálinu, er hann bætti við í stallinn hjá Slöngvi. Þar með var förin ákveðin. V. Gunnar var snemma ferðbúinn. Þá var skift um veður og kominn talsverður frjósandi. Þegar hann var að leggja á Slöngvi á hlaðinu kom Ásrún með mjólkurfötu og setti fyrir klárinn. Það var morg- unnytin úr nýbærunni. Slöngvir kumraði vinalega og teygði sig hýr á svip og hlakkandi niður í föt- una. ‘ „Og svo hnoðaði jeg svolítinn deigbita handa honum.... flaug í hug að honum mundi ekki vanþörf á einhverri hressingu í dag,“ sagði Ásrún hlýlega. Gunnar rendi þakklátum augum til móður sinnar. „Guð fylgi ykkur....og mundu að fara varlega, Gunnar minn!“ Hann lofaði því, kvaddi móður sína glaðlega og sveiflaði sjer í söðulinn. Gunnar reið í hægðum sínum og var með allan hugann á ferðinni fram undan. Hann hafði eiginlega enga grein gert sjer fyrir því, hvaða hættu- för hann var að leggja út í. Nú sá hann betur hvílík fífldirfska það gat orðið, að tefla á tæpasta við Dalsá, um þetta leyti árs. Það var eitthvað annað en á vordegi ....og frostið vaxandi. Framhald á bls. 407.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.