Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Blaðsíða 8
400 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ■'O Sá gicð, sem guf. mjer sýn, og gleymir engri sál, hann einn veit örlög mín og öll mín leyndarmál. Hann veit, hver öðrum ann, hver yrkir dægrin löng, og fyrst skal hylla hann með hörpuslætti og söng. Það friðar seka sál að syngja um hann og þig. þá syng jeg sumarmál og sólskin kringum mig, þá Ijómar loftið blátt, þá leysir fönn og ís. Svo heyr minn hörpuslátt, Hallbera abbadís. Þú heyrir klukknaklið og kaþólsk bænaljóð, og blóðsins bylgjunið, og brim og fossahljóð. Þó sorgin signi mig, jeg sæll til dauðans verð. Að hugsa ufa hann og þig er heilög messugerð. Margt kvæði, sem jeg kvað, var kvein úr skriftastól. Um Ijós jeg blindur bað, og bros þín kveiktu sól. Til vegar viltur spyr. Mjer varð að leita þín. Jeg kraup við klausturdyr og kysti sporin þín. Sú tign að þrá og þjást með þeim, sem krossinn ber, sú tign að eiga ást til alls var gefin þjer. Án þín var trú mín týnd og tár mín hagl og ís. Þú Ijómar kvölum krýnd, þú krossins abbadís. Einn gneisti getur brent hinn gamla Hólastað. Sje barni á bálið hent, mun bæn þín frelsa það. Þann mátt á miskunn þín, svo mikið er þitt vald. þín bæn var blessun mín, þitt böl mitt lausnargjald. Þú berð af öllum ein, ert allra kvénna best. Þú græðir gömul mein. Þú gleðst og hryggist mest, átt trú, sem flytur fjöll og færir vötn úr stað. Þjer lúta Ijóð þau öll, sem Laurentius kvað. Jeg blessa brjóstin þín og blessun þína fjekk, og orðsins vígða vín af vörum þínum drekk. í þinni sál jeg sá hinn sumarlanga dag, sem Ijós og angan á, en ekkert sólarlag. Hver heilög hugsun þín er himneskt fómarbál. öll Ijóðaljóðin mín fá líf frá þinni sál. Sjá, dýrlingsskarti skreytt í skáldsins höll þú býrð. Mjer er sú vegsemd veitt að vitna um þína dýrð. Sá stillir streng sinn hátt, er stefnu rjetta fann. Sá fær hinn mesta mátt, sem mest og heitast ann. Þín ást var endurskírð í allra sorg og hrygð. Nú Ijómar drottins dýrð af dauðans beittu sigð. Á jörð, á himna og höf er heilög speki skráð. Alt líf er guðleg gjöf, öll gæfa himnesk náð. Öll fórn er helg og há, hver hönd, sem vinnur, sterk. Alt, alt, sem augun sjá, er undur — kraftaverk. * Þeim guði, er gaf mjer sýn, þjer, góða, milda sál, skal helguð harpa mín og hjartans dýrðarmál. Þjer flyt jeg þakkargjörð uns þögn á vörum frýs. Heill þjer á himni og jörð, Hallbera abbadís. / r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.