Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1929, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1929, Blaðsíða 1
1. tölublað. Sunnudaginn 6. janúar 1929. IV. árgangur. Björn Bunnlögsson. Eftir Einar Beneöiktsson. Hann fagnaði nátthimna dýrð eins og degi. Hans d'ragandi þrá var hið alstirnda kveld. Þá skyggndist hans andi um skaparans vegi. Skírður og sýkn vóð hann Ijósberans eld. Aldrei var tengdari hugur hjarta. Háspeki lífs skein af enninu bjarta. Og ísland hann steig undir stjarnasveigi. Sú stórdáð skal aldrei úr minnum feld. Nóttin útræna nam hann í fóstur; og nafn hans er frægt meðan stjarna vor skín. Við fjúkandi mjallir, gadda og gjóstur hans geð tók svip við jöklanna brýn. Náttskáldið háa himnana brúar, höfðingi vits og barn sinnar trúar. Svo kleif hann hjer tinda og tróð vor hrjóstur tröllstór að anda og vallarsýn. Öræfabygðir og eyðigarðar af einherja lands skráðust nær og fjær. Víðáttur Fróns, bæði fjalls og fjarðar, föstnuðu þjóð vorri kot og bær. Heljarverkið unnið af einum undraðist heimur. Hann líktist ei neinum. Nafni hans merkjast minnisvarðar miklir og hjarta fólksins nær. — Vitþyrsta andvakan eilífrar nætur utan víð ljósgeym á nafn ekki til, Hún leitar síns upphafs við lindir og rætur, uns loks rekjast sporin að óskapnaðs hyl. Þar fangvefjast alveldi auðna og kyrrða orðlaus á tungu jarðneskra hirða. Þar finst ekki þel sem gleðst eða grætur, ei gneisti sem færir skímu nje yl. Eldhratt vex framsóknin alheims barna í átt á hin norrænu himnamið. Hvar orka sig fullveit þaV eyðist stjarna. Ódáins veröldum haslað er svið. Utan við geyminn finnst ekkert sem dregur. Alvaldsins skýring er sækjandi vegur. Efnið leitar síns eigin kjarna — svo opnast jarðsálum drottins hlið. Um lífdaginn morgna og sunnusetra skal sonur manns heyja dóm við ský. Þá allt hvað sem klerkar oss lesa og letra líður og hljóðnar í þrumugný. Vjer mókum í ragnarökkvanna draumi, sem regndropi einn í hafdjúpum straumi. En röðlanna belti og brautir vetra byltast í afgrunn og tendrast á ný. Eddunnar skóla ber eilífð að skilja. Á ógrynni himna leggst tala og mál. Vort eðli ber dýpi hæða og hylja. Heilögu vísindin geymdi vor sál. Höfnum ei sjálfdæmi eigin vors anda, um ódáins gruninn þjóða og landa. Vjer skynjum af jarðnesku viti og vilja, þau vje sem oss geymdu hin fornhelgu bál. Höfundur Njólu var göfgur og góður, Gylfa himins hann flutti sinn brag. Svipur hans dvelst með oss, hár og hljóður. Harpa hans flytur oss voldugt lag. Svo knúði hann óttalaus hurðir að hæðum. Hreinn hann varpaði duftsins slæðum. Við reikningsskilin var ríkUr hans sjóður. Svo reis hann frá nóttu í eilífan dag.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.