Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1929, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1929, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Rjettvísin í klæðum bannlaganna. Sögnbrot nr Reykjavíkurlífinn. Eftir Gísla Halldórssou. Heilög einfeldni — og þjer læri- sveinar hennar! Dýrð sje yðnr á jörðu og á liimnum. Lof sje drotni að hann gerði yð'ur eigi sem aðra menn. Að hann gaf yður hamingju sjálf- traustsins og fullvissuna um ágæti yðar. Því að hvað er viska spekings- ins annað en lind vansælu og hörmunga? Til hvers er að fálma eftir sannleikanum og leita týndra fjársjóða? Ekki til annars en að glata sjálfum sjer í völundar- hiisi heimskunnar eða draga lop- ann út úr nýju ljósopi hins ægi- lega hellis — að dauða kominn. — Þú lærisveinn einfeldninnar ert ekki sá kjáni, að fórna sjálf- um þjer fyrir málefni. Kenning þín hljóðar: Málefnið á fórnarstallinn. Hún er stutt og laggóð. Þú aflar þjer elds og brennis fyrir samviskuna, eða ann- að, sem þú hefir fengið fyrir lítið. Þú átt eina ósk — að lifa áhyggju- lausu lífi — þ. e. að vera saddur. Þú ert í sannleika sagt öfunds- verður maður. Þú eyðir ekki tíma þínum í ó- þarfa heilabrot eða skáldskap, og þjer verður miklu meir ágengt í lífinu, fyrir bragðið. Þetta sjerðu sjálfur, svo ósköp vel. — Já. O, einfeldningur!, öf- undsvert er hlutskifti þitt....... — í höfuðstað íslands, Reykja- vík, þessum bæ vitmanna og mik- ilmenna — jeg segi mikilmenna, og þjer hljótið að vera mjer sam- mála um þetta atriði — lifa og anda þó nokkrar sálir, sem varla þykja verðar umtals: Fátækir, illa uppaldir, í einu orði: ódannaðir verkamenn og hyski þeirra. Og á meðal þessara mannaumingja, kyntist jeg honum Jónsa — við hátíðleg tækifæri, eins og t. d. jarðarförina, sem stóð ekki alls fyrir löngu, nefndum Jóni Hann- essyni. — Það var fyrir mörgum árum. Jeg var nýorðinn stúdent og hafði skift mínum síðasta eyri fyrir — silkihúfu, með krossi krists og fána föðurlandsins í kollinum. En þó að jeg væri þannig kominn í merkilegra manna tölu — því að það finst flestum stvidentum á sínu fyrsta háskólaári — þá stóð samt ekki hinn ökonomiski status í rjettu hlutfalli við innri verð- leika mína. Er jeg hafði komist að þessari sorglegu og mjög svo tilfinnanlegu niðurstöðu, afrjeð jeg að leita mjer hressingar við líkamleg störf og útiloft og fjekk vinnu á hafn- arbakkanum, við uppskipun. Þjer kæru Reykvíkingar þekkið eflaust hafnarbakkann. Og þó að hann hafi ekki altaf verið stein- lagður og fágaður, eins og hann er nú, (þarna er eitt dæmi upp á framfarirnar), þá hefir hann þó, frá því er jeg man fyrst eftir, verið einskonar alþingi vors kæra bæjar. Já, frá dögum svörtu silkisokk- anna, er kvenfólkið öslaði á hinum spengilegu hælaháu lakkskóm gegn um öklaþykka drulluna og hæstvirtir ráðherrar brettu upp buxnaskálmjunum áður en þeir lögðu á foræðið — fram til þessa tíma, hefir hafnarbakkinn verið samkomustaður bæjarbúa. Yið verkamennirnir ókum þarna okkar vögnum, hlöðnum mjöli, kaffi, sykri, rúsínum og sveskj- um, milli pakkhússins og skips. Við Jónsi ókum oftast saman. Hann á undan, jeg ýtti á. —, Oft hefir mjer dottið í hug, þegar jeg sje þessar nýtísku bensíndrossíur fara með kassastaflana fyrirhafn- arlaust upp í pakkhús, að þarna hefði Jónsi átt að vera kominn. — Það er sem jeg sæi gamla hrukk- ótta andlitið, með gletnisbrosið um munninn, er jeg heilsaði honum. Hann mundi strjúka hægri hendi upp í hrokkna jarpa alskeggið sitt og glampa bregða fyrir í aug- unum, vatnsbláu. Þjer þekkið þessi augu, með kiprum í vikunum — eins og eft- ir óteljandi kýmnisstundir, en með djúpum hrukkum hins reynda og þjáða manns, að umgjörð. „Nei, koniu nú sæll, nafni“, mundi Jón gamli segja, alment kallaður Jónsi, og hann mundi ætla að stöðva trogið sitt, en jeg skyldi hlaupa upp í það hjá hon- um, áður en hann gæti staðnæmst, og taka hann tökum karlangann. — Þá myndi Jón gamli hlæja og blása og bölva mjer — og síðan spyrja mig frjetta. Jeg yrði að kveðja hann fljótlega, en lofa að hitta hann í kaffitímanum, því langt væri liðið í frá síðan síðast. Já — minnast gamalla stunda, rifja upp hitt og þetta, það mvnd- um við Jónsi gera. Aldrei hafði okkur orðið sund- urorða, — ekki einu sinni þegar jeg misti vald á staurnum, sem jeg ætlaði að leggja ofan á presenn- inguna, og hann lenti í höfðinu á Jóni, svo að stór kúla spratt upp, — hann nuddaði bara dálítið með hendinni niður í svitastorkið hár- ið og horfði ásakandi á mig. Mjer rann það meir til rifja, en þó að jeg hefði verið hundskammaður. Ef til vill var það vegna þess, hve hann var góðlyndur og mein- laus, að hann varð aldrei betur efnum búinn, því að Jón var gáf- aður maður. Mjer hefir þess vegna aldrei komið til hugar að kalla Jón einfeldning. Hugsanir hans r.áðu langt út yfir hversdagsstrit og glamur. — Nei, einfeldningur var Jón á engan hátt. En það er, eins og við vitum, hægt að vera ein- feldningur á marga vegu: Fyrst og fremst í orðsins fylstu og vanalegu merkingu: kjáni, síð- an dálítið gáfaðri en svo, að kalla megi kjána. — Þá tegund manna hljótið þið líka að þekkja — marg- ir þeirra eru fantar duglegir, og að því leyti eru þeir hættvdegir sannri menningu að þeir eru álirifameiri — en sjónarsvið þeirra takmarkað af kreddum og fávisku. — Þeir eru líka einfeldningar. Síðastir og verstir eru þeir, sem breyta eins og einfeldningar, vegna sjálfselsku sinnar og metn- aðar. Þeir geta verið gáfaðir og víð'sýnir —: en kænska þeirra býr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.