Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1929, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1929, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27 hennar. Hann dásamaði fyrir henni, hvað sjálfsafneitnfi væri fögur ogr hve fagrurt það væri að starfa að heill mannkynsms. Og ffrefiia tav ráðin í því að lielga guði starf áitt Og gerast trúboði. Hún var þá fimtán ára. Svo fór hún tií Minneapolis. Konsúllinn þar kom henni í trú- boðsskóla. Þaðan fór hún til Lin- eoln í Nebraska og gekk þar á annan skóla, en vann altaf fyrir sjer. Him vann vinnukonustörf kvelds og morgna og varð að fara á fætur klukkan tvö á nóttunni til þess að lesa. Nú átti hún ekki annað eftir af frúboðanáminu en að nema hjúkr- unárfræði. Hún fór því sem nem- andi til heílsuhælísins í College Víew í Nebraska. En þar breytt- ist fifstefna hennar. Þar trúlofað- ist hún John Kurtz, sem líka var nemandi, og ætlaði sjer að verða læknir. Þegar þau útskrifuðust giftu. þau sig. Kurtz átti nokkurt fje. Hann fór með brúði sína vestur til Col- orado og settist þar í háskólann. I fyrsta. skifti síðan í barnæsku, átti Hrefna nú heimili. 1 einn eða tvö mánuði var hún svo ánægð, að hún gleymdi öllu öðru. Þá veikt- ist Kurtz og eigur þeirra gengu til þurðar. Hrefna tók þá að sjer hjúkrunarstörf, og hjvikraði jafn- framt bónda sínum. En svo misti Inin hann eftir átta mánaða sam- búð. Hún var ekki með sjálfri sjer lengi á eftir. En það var ekki um annað að gera en fara að vinna, því að hún átti aðeins 60 dollara til í eigu sinni. Gerðist hún mx hjúkrunarkona í hinu fræga heilsu hæli í Battle Creek, og þegar þang að kom, komst hún að raun um það, sjer til mikillar undrunar, að læknirinn þar var kona. „Þjer getið líka orðið læknir, ef þjer viljið,“ sagði læknirinn. — „Læknar hafa eins háleita köllun og trúboðar. Ekkert starf krefst meiri sjálfsafneitunar og sjálfs- fómar.“ Þá mintist hixn þess, að afi henn- ar hafði verið læknir á íslandi og að systur hennar höfðu sagt henni, að þegar hann dó, hefði amma þcnnar haldið lækningunum áffam. Hún var afkomandi kvenlæknis og ekkja manns, sem ætlaði að verða læknir. Þetta fanst lienni bending til sín. Hún afrjeð að feta í fót- spor ömmu sinnar. Hún var fjelaus, en hvað gerði það til? Hún hafði verið fjelaus alla æfi. Fvrir meðmæli vinar síns í Lincoln og læknis þar, var hún gerð að yfirhjúkrunarkonu í bæj- arsjúkrahúsinu í Lincoln. Kaupið nægði til þess að greiða skóla- gjald í læknaskóla í borginni, en svo vann hún fyrir sjer með nudd- lækningum fyrsta árið — fjekk fyrir það 1 dollar á viku. Seinasta árið hafði hún nuddlækningastofu sjálf, aðallega fyrir kvenfólk, og tók þar í móti sjúklingum, sem læknar sendu til hennar. Þegar hún hafði lokið læknisprófi opn- aði hún lækningastofu í Chicago. en fjekk enga sjúklinga og var komin í dauðann. Fór hxxn þá til Lincoln aftur. Þar var systir henn- ar. Með hennar ábyrgð f jekk Hrefna 50 dollara lán í banka til að kaupa sjer lækningaleyfi í Ne- braska og leigja sjer lækninga- stofu. Kunningi hennar ljeði henni stól og annar beltk. Það voru einu húsgögnin, og á bekknum svaf hún á nóttunni. En það fældi sjúblinga frá, hvað þarna var fátæklegt. Hún gat ekki annað gert en biðið þess, að sjúklingar kæmi og beðið guð að styrkja sig. Þá var það, að hún sá brjefspjaldið í bókabúðar- glugganum. Hún fór heim og baðst fyrir — bað guð að gefa sjer kjark. Hún lá enn á bæn, þegar barið var að dvrum og gamall kunningi hennar kom inn og fjekk henni 100 dollara seðd. „Lagaðu til hjá ]>jer,“ mælti hann. „Fáðu þjer húsgögn svo að hjer líti út eins og á lækninga- stofu. Kærðu þig ekkert um, hvað- an þessir peningar eru. Þú getur borgað þá þegar þú hefir efni -a því.“ Hún hló og grjet í senn og enn í dag er hvxn viss um, að guð hafi bænheyrt sig og sent sjer þennan vin. Nú fór að ganga betur. Sjúkling ar streymdu til hennar og hún fjekk fljótt álit. Og svo giftist hún McGraw lögfræðingi. Skömmu seinna veiktist hún og var flutt sjúkraflutningi til Roch- ester í Minnesota. „Það er of- þreyta, sem að henni gengur,“ sögðu læknarnir. Henni batnaði aftur, en á hverju ári fjekk him sainskonar kast; það var illkynjuð inflúensa. 1917 fjekk hún seinasta og versta kastið og lá milli heims og helju f marga mánuði. Laun manns hennar hrukku ekki fyrir útgjöldum og þau voru öreigar. Þegar henni var að skána, kom til hennar sjúklingur frá McPhersons County. „Hvers vegna komið þjer ekki til okkar?“ sagði hann. „Við höf- um að vísu hvorki rafmagnsljós nje gufukraft, en hvergi í heimi er jafngott loft og vatn, og nóg er andrúmsloftið þar. Það er enginn læknir hjá okkur og þó er sár þörf fvrir lækni.“ „Jeg festi í minni það, sem hann sagði,“ mælfi Hrefna. „Einu frjettir, sem jeg hafði liaft af Mc PhérSons County, voru þær, að þar væri þorp, sem Tryon nefndist. — Nafnið sjálft fanst. mjer hvöt fyrir mig — Trvon*. Jeg gat ekki slept þessu úr Imga. mjer. Um hádegi kom maðurinn minn heim. Jeg sagði honum frá Tryon. — Vertu ekki að hugsa um Try- on, sagði hann. Við höfum ákveð- ið að fara til Kaliforníu. — Við eiguin nú alt sumarið fyrir okk- ur, sagði jeg. Jeg get reynt að vera í Tryon í sumar og svo för- um við fil Kaliforníu i vetur. Það er enginn læknir í Tryon og jeg fæ nóg að gera þar. — Hann ljet mig ráða. Jeg fór til Tryon en ætl- aði ekki að setjast þar að. Þetta hjerað fjekk mjer skelfingar, þeg- ar jeg sá það í fyrsta sinni, og mjer lá við að hverfa aftur. Jeg var hrædd um, að jeg mundi fær- ast. of mikið í fang, að jeg treysti mjer of vel — því að mjer mátti aldrei mistakast. Það reið á lífi mínu. En svo settist jeg hjer að og fann það brátt, að hjer var mín þörf og að hjer fann jeg eitthvert, hið besta fóllc, sem jeg hefi fyrir hitt um æfina. Og svo settist jeg hjer að fvrir fult og alt. Lofts- * Orðaleikur í ensku. Try on =* reyndu aftnr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.