Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1929, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1929, Blaðsíða 6
30 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Æfintvramaöur. Hann fór meö Byrd til Suöurpólsins — tii þess aö hvíla sig. MaSnr er nefndur Charlie Me Guinness og er íri að ætt. Hann er nú skipstjóri á skipi Byrds í f-'uður-íshafinu. Þegar hann fór frá New York ðg átti von á því að verða marga mánuði suður í pól- arísnum, kvaðst haiin gera það fil þess að hvíla sig. — Jeg hefi setið í fangelsi í mörgum löndum og verið ákærður á mörgum tungumálum, mælti liann. Jeg slepp þó að minsta kosti við þau óþægindi sxiður í íshaf- inu. Hann er aðeins. 35 ára gamall og æfisögu sína segir hann á þessa leið: • — Jeg strauk'að heiman þegar jeg var 15 ára og rjeðist í sigling- ar. Það er sjómannablóð í æðum niínum og faðir minn var skip- stjóri. En hann vildi, að jeg yrði lærdómsmaður. Jeg var sendut til Londonderry á skóla en strauk það an þegar á fyrsta ári. > , Ekki hafði jeg verið lengi í sigl- ingum, er jeg lenti í skipreika. Það var þegar „Puritan“ sökk í Kyrrahafi. Fellibylur kom á okk- ur, framsiglan brotnaði og reiðinn fór fyrir borð, brotsjór reif upp lestarhlerana, afturlestin fyltist og „Puritan“ stakk nefinu upp í loft- ið og sökk niður á endann. Við niistum stýrimann og 8 menn aðra. Hinir komust í björgunarbátana. Sextant og klukku höfðum við með okkur, og nú var stefnt til Tahiti. En brátt urðum við uppi- skroppa að matvælum og vatni. Sumir drukku þá sjó, en urðu bandóðir af þorsta og hitakvölum. Eftir nokkra daga rakst skip á okkur og flutti okkur til Tahiti. Jeg komst nú um borð í perlu- veiðaskip og fór með því til Kína. Svo sigldi jeg á „donk“ milli Hon- kong og Shanghai. En þegar jeg kom heim til Englands, var stríð- ið byrjað og gekk jeg í enska sjó- herinn. Ef jeg hefði komist til Þýskalands,-mHndi jeg liafa geng- jð í þýska sjóherinn og barist gegn Bretum. Við Irar vorum Þjóðverja vinir á þeim dögum, eða öllu held- ur vorum við óvinir Breta. Skipíð, sem jeg var á, var á sveimi í Ermarsuhdi Og Notðursjó. Það var sett til höfuðs þýskum kafbátum og átti að ónýta sfrand- vígi Þjóðverja. En bráti kömust Bretar að þeirri niðurstöðu, að Ir- ar væri ekki nógu tryggir til þess að þeim væri trúandi í þessari þjónustu. Jeg var þá fluttur á ann að skip, og það sigldi til þýsku nýlendanna í Afríku. Jeg var á- samt öðrum sendur á land og barð ist gegn Þjóðverjum. Særðist jeg þá á fæti og var handtekinn. — Þegar Þjóðverjar vissu, að jeg var íri, fóru þeir mjög vel með mig. Og þegar jeg var gróinn -ára minna, fjekk jeg leyfi til að fara til landnemaþorps nokkurs, sem er 350 km. inni í landi. Á þeirri leið elti hljebarði mig lengi og það var heldur óskemtilegt. Jeg þorði tæp- ast að líta við, en jeg hygg, að hljebarðinn hafi verið hræddur við mig líka, því að hann hvarf eftir nokkra daga. Síðan var jeg skipstjóri á flutn- ingabát, sem portúgalska stjórnin átti. Var hann í förum milli Zansi- bar og Durban. Við fengum aftaka veður, báturinn strandaði og sökk eins og steinn. 1 26 klnkkustundir lijelt jeg mjer uppi á rekaldi úr lionum. Svo var mjer bjargað. Eftir það var jeg um tíma í sigl- ingum til Kína. Þá fjekk jeg brjef að heiman, og frjetti það, að írar væri í vanda staddir. Jeg flýtti mjer þá heim til þess að bcrjast gegn Englendingum. í uppreisnarhernum írska var jeg settur yfir flokk af bifhjóla- mönnum. Sú herdeild þrefaldaðist bráðlega. Jeg var gerður að stór- fylkisforingja — það var auðvelt að fá herforingjanafnbætur á þeim dögum! Einhverju sinni rændum við banka í Ardarra — við gerð- um alt hvað við gátvim til þess að spilla fjárhag Breta í landimi — en þá á eftir vorum við umkringd- ir af „Blanck and Tans“ hér'möilö- um. Við fleygðum bifhjólvmum óg hlupum niður að sjó og tókuni oklcur þar stöðu í sandhólum. Jeg skifti mönnum mínum í tvo flokka. En Bretar handtóku alla nema fjóra. Við hlupum frá einum sand- hólnvvm á bak við annan og skut- um sem óðir á óvinina. Þá fjekk jeg skot i lærið. Jeg fjekk’fjelaga vnínum öll skjöl mín, gróf mig nið- ur í sandinn og hjelt áfram að skjóta. Svo fór önnur lmla í gegn- um ha‘gri hendiha á injer. Jeg varð máttlaus af blóðmissi ög Var að lokum handfekinn. Síðan var jeg fluttur í fangelsið í Löndoncíérrý og dæmdur til dauða. En jeg flýði eftir 10 daga veru þar. Kunningjum okkar var heimilt að heimsækja okkur, og vegna þess að jeg var sár bæði á hendi og fæti, var ekki haldinn strang- ur vörður um mig. Sárin voru ekki hættulag og jeg náði mjer brátt. Einn af kunningjum mínum laum- aði til mín járnsög innan í brauði. Það voru margir merkilegir grip- ir fólgnir í brauðum á Irlandi í þann tíma. Jeg hafði dálitla æf- ingu í því að brjótast vvt úr fang- elsi. En það var ekki hlaupvð að því að brjótast vvt þarna. Fangels- ið í Londonderry er eitthvert hið traustasta fangelsi í írlandi, en þó komst jeg þaðan án þess að nokk- v.r yrði var við. Nokkru seinna var haldinu fund- ur í Dvvblin og var jeg þar við- staddur. Menn okkar höfðu alls konar vopn og af ólíkri gerð og það var mestu vandkvæðum bund- ið að útvega skotfæri, sem hæfði í allar byssurnar. Jeg bauðst því til að fara til Þýskalands og kaupa vopn. Jeg hafði yfir 35 þús. pund- vvm að ráða og jeg átti góða vini í Þýskalandi, menn, sem jeg hafði kynst v Austur-Afríku. Og margir voru írlandsvinir í Berlín. Jeg leigði fyrst þýskt fiskiskip. Það var útbúið til veiða og varð því að gera miklar breytingar á því. Yfirvöldin komust á snoðir urn, til hvers skipið ætti að notast. Það var gert upptækt og jeg var dæmdur til þess að greiða nokkur hundrnð marka sekt. Þá leigði jeg jnjer seglskútu og hlóð hana fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.