Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1929, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1929, Síða 3
LESBÓK MORQUNBLAÐSINS 83 hann að yfirmanni herforingja- ráðsins. Þegar ófriðurinn mikli skall yfir, fjell þyngsta hlutverkið í Hernum á herðar Higgins. Kona hans var hans önnur hönd. Hún kom upp sjerstakri deild innan Hersins, sem hjálpaði og líknaði konum og börnum hermannanna. Þegar stríðinu lauk stofnaði hún aðra deild „The Pilgrimage of Remei..branee“, sem hjálpar vin- um og vandamönnum til að vitja um grafir ástvina sinna, sem fellu í stríðinu. Þau njóta bæði al- mennrar hylli og hinir óbrej’ttu hermenn munu segja um Higgins: „Hann er einn af oss. Hann hef- ir verið okkur maður. Hann verð- skuldaði að vera kosinn hershöfð- ingi vegna hæfileika sinna.“ Þeir fjelagar komust á, snoðir um það, að á Oocos-eyju hefði sjórænkigjar fólgið mikið fje. Þeir sigldu þá skútu sinni til Cocos- Keeling eyju. Það var fyrsta ó- heppnin. Því, að þegar þeir komu þangað fengu þeir að heyra það, að þeir væri ekki í rjettu hafi. Fjársjóðseyjan væri ekki í At- lantshafi, heldur í Kyrrahafi, norð- an við Galapagos. Eftir miklar þrautir komust þeir þangað, en þá lágu þar fyrir fjögur önnur gullleitarma'nnaskip. Þeir áttu ekki von á neinu góðu og fóvu vel vopnaðir í land, en á þtim sannaðist það, sem skáldið kvað: En jeg fann ekki neinn (stað) jeg er orðinn of seinn, þar er alsett af lifandi' og dauðum. Kúlur hvinu við eyrun á þeim. Þar gengu varðmenn hinna gull- leitarmannanna, sem áður höfðu barist innbyrðis, en höfðu nú gert með sjer bandalag gegn nýjum að- skotadýrum. En þeir Wilkins og Rasmussen voru engir viðvaningar í stríði. Þeir sáu að það var heimskulegt af leitarmönnum að berast á banaspjót. Þeir drógu upp hvítan fána og kvöddu hina á ráðstefnu. Eitfhvað 12 menn, þar á meðal ein kona, slógu hring um þá. Voru þau alvopnuð og með fingur á byssugikkunum. Konan var fyrirliði eins leiðangursins. — Hún var stór og hinn mesti svarri og með alvæpni. Hún er dóttir Bogue skipstjóra, sem var myrtur út af fjársjóðnum, og hún veit alt viðvíkjandi fjársjóðnum, eða öllu heldur fjársjóðunum, því að ]ieir eru tveir. Þessi saga er um annan þeirra: Sá, sem hafði safnað honum var íeglulegur sjóræningi, með klút bundinn um hausinti, hringa í eyrum, hníf á milli tannanna, marghleypur í beltinu og sverð við hlið. Þegar hann náði ein- hverju skipi, ]jet, hann brytja mennina niður, skifti svo'herfang- inu í tvo ójafna hluta með sverði sínu, hinn minni handa mönnum sínum, hinn handa sjálfum sjer. Og svo drakk sig fullan . í klefa ——-------- Gnlll eitendur. Eftir Willi Steinert. Grein þessi, sem tekin er eftir þýska blaðinu Die Griine Post«, á við sannsögulega atburði að styðjast, enda þótt hún sje fœrð dálitið i stilinn. Annar þeirra heitir Wilkins, hinn Rasmussen. Andlit þeirra eru eins og á'þeim hefði verið liáðúr hildarleikur, höggvin, stungin og sundurtætt. Það hefir verið skorið út úr öðru munnvikinu á Wilkins og munnurinn lengdur svo, að Wilkins getur hvíslað leyndarmál- um í sjálfs sín eyra.Sennilega hefir nefið verið rifið af honum, því að hann er með pjáturnef, málað með náttúrlegum litum. Það er mjög einkennileg sjón. Og á göngulagi hans má sjá það, að hægri fótur- inn muni vera gerfifótur. Rasmus- sen er með hlustarstýft og hálftaf — hann hefir aðeins hálft eyra, og hann er nefbrotinn. Annað aug- að er blátt og eins og það kom frá náttúrunnar hendi; hitt er svart, og ]>að er gerfiauga. Umhverfið er eftir þessu: „Grand Hotel de France“ í Punta Arenas er ótnilega óþrifalegur hjallur; það er úr timbri og ein- lyft. Dvr eru víðar og kemur mað- ur þar fyrst inn í stóran skála, „patio“, en í kring um hann eru gestaherbergin að spönskum sið. Menn nota sjaldnast inngangs- dyrnar, heldur stíga beint af götu inn um gluggana, og ef hlerar eru fyrir þeim, þá brjóta menn þá, því að hlerarnir eru fúnir. í almenn- ingnum er fjelegur söfnuður sain- an kominn. Flestir eru drukknir, öskra svngja og eru líkastir ræn- ingjum. Wilkins og Rasmussen hafa með gætni athugað það, hvort jeg muni hafa nokkurt fje á mjer. En þegar þeir komast að þvi að jeg er frá „Memphis“, þá verða þeir skrafhreyfnir og ljetta á samvisk- um sínum. Þeir hafa fengist við öll hugsanleg óþrifaverk. Seinast höfðu þeir verið mannaveiðarar á nýju Hebridum, Nýju Caledoníu og víðar. Það er að segja: Þeir rændu Svertingjum og seldu ]iá sem vinnumenn á ræktunarsvæð- unum á Kyrrahafsej jum. Þegar Svertingjar vildu ekki ráða sig góðfúslega í vinmu, ])á báðu þeir höfðingja þeirra að lána sjer n okkra menn um borð til þess að ná kössum upp úr lestarrúmi og bera þá upp á þiljur. Kassana höfðu þeir áður neglt niður. Svert- ingjar rjeðust á kassana með mikl- um dugnaði, en meðan þeir voru að bisa við þá, lokuðu þessir heið- ursmenn lestinni og sigldu á burt með þá, Ekki varð þetta til að auka vinsældir þeirra, og einu sinni voru þeir komnir í hann krappan, því að Svertingjar ætl- ’uðu að hefna sín á þeim og drepa þá. Rasmussen tók þá úr sjer vitlausa augað og sýndi þeim. Yarð Svertingjum svo við, að þeim fjellust hendur um stund og þeir fjelagar flýðu. En Svertingjar átt- uðu sig skjótt og eltu þá að nýju og náðu þeim. Þá greip Wilkins af sjer trjefótinn og reiddi hann sem barefli. Þá fjell Svertingjum allur ketill í eld, er þeir sáu slíka fjöl- kyngi — urðu hræddir og þættu árás'nni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.