Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1929, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1929, Blaðsíða 4
84 LE8BÓK MORGUNBLAÐSINS isinn í dönsku sunöunum. Myndin lijer að ofan sýnir, livernig hin miklu ísalög í donsKU sundunum hafa verið. Svörtu skellurnar tálma þykkan lagís, strykuðu svæðin sýra það, hvar verið hefir þunnur lagís, en þau svæði, sem merkt eru með stuttum strykum, sýr.a, hvar rekís hefir verið. Með- fram aliri austurströnd Jótlands, í fjörðunum, Eyrarsundi, Beltunum og Eystrasalti hefir verið ein samanhangandi neíla af þykkum lagis. sínum. Þegar hann helst ekki við lengur í Vestur-Indíum, fór hann austur fyrir Suður-Ameríku og tók þar mörg skip með gullfarmi að herfangi og safnaði þannig ógrynni fjár. Mestan hluta þess faldi hann á Cocos-evju. Seinna var skip hans tekið og hann sjálf- ur og allir menn hans hengdir á ránum á því og skipið síðan brent. Þetta var árið 1820, eða þar um bil. Nú er sagan um hinn fjársjóð- inn: 1 borgarastyrjöldinni í Suður- Ameríku fluttu borgarar og klerk- ar í Lima gull og kirkjugripi í vígið Callas. En svo nálguðust óvinir vígið og þá var gullinu og gersimunum ekki óhætt þar. Var það þá alt flutt um borð í enskt skip. En næstu nótt myrti skipstjóri og menn hans þá Perú- menn, sem fylgdu auðæfununi til þess að gæta þeirra, undu upp segl og sigldu norður á bóginn til Cocos-eyjar. Þar földu þeir fjeð, því að þeim þótti það viss- ara að geyma það þar, þangað til friður væri kominn á. Þess var ekki langt að bíða. Skip, sem sent var til að elta þá, náði þeim, og hengdi þá á skipsránum. Þá fengu þeir frið. Tveir voru þó látnir lifa til þess að vísa á hvar auðæfin væri fólgin. Þeim tókst báðum að strjúka og ná í land á sundi, skamt frá Kap Mata. Þegar í land kom, fóru þeir að deila um hvor þeirra ætti auðæfin, og sá sterk- ari sigraði. Hinn minni máttar ljet hann taka af sjer leiðarvísirinn um það hvar fjársjóðinn væri að finna, án þess að segja eitt ein- asta orð. Hann var löglega af- sakaður, því að hausinn var í molum. Morðinginn hvarf og vissi enginn hvað um hann hafði orðið, en nokkru seinna skaut honum upp í Norðurríkjunum. Þar sagði hann manni nokkrum, sem Pitz- gerald hjet, frá leyndarmáli sínu, og varð Fitzgerald þá svo reið- ur, að hann drap morðingjann og tók af honum leiðarvísirinn. Nú rekur hver glæpurinn ann- an og hvert hermdarverkið öðru hryllilegra. Fitzgerald fekk firma nokkurt í Boston til þess að gera út leiðangur eftir auðæfunum. — Skip var sent á stað og skipstjór- inn var Bogue, faðir liinnar lier- skáu konu, sem áður er nefnd. Fitzgerald og Bogue fóru tveir einir í land á Cocos—ey og fundu fjársjóðinn. Er mælt að þar hafi verið 25 miljónir dollara í myi^- uðu og steyptu gulli. Þetta kvis- aðist á skipinu og hásetar gerðu samsæri. Þeim Fitzgerald og Bo- gue tókst^ að flýja um nótt. Þeir náðu í nokkuð af fjársjóðnum og heldu svo áfram flóttanum. Á leiðinni fóru þeir að rífast um það hvor þeirra ætti gullið, sem þeir voru með, og aftur sigraði hinn sterkari: Fitzgerald. En lífið ljek ekki við hann. — Ofan á það að hann eignaðist 3 konur, var tiann myrtur af manni, sem vildi ná í leiðarvísirinn um fjársjóðinn. En Fitzgerald hafði þá brent leiðarvísirinn, og nú vissi engin framar hvar auðæfin var að finna. Ýmsir tilbvinir leiðarvís- ar hafa þó komið fram og verið seldir auðtrúa hæstbjóðendum. — Morð og manndráp voru daglegt brauð á hinni fögru Cocos-eyju. Af handahófi hafa menn leitað og grafið. Menn geta ímyndað sjer hvað leitin er auðveld, er þeir taka tillit til þess, að eyjan er sundur sprungið fjallaland, vaxið liitateltisgróðri. Þar eru gljúfur og gn, ár og fossar og stærð eyj- arinnar er um 30 ferkilometrar að fJatarmáii. Og þarna á maður með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.