Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1929, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1929, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 81 500 ára minning Jeanne d’Arc. Hinn 23. febrúar voru liðin 500 ár síðan hin 17 ára gamla bónda- dóttir, Jeanne d’Arc lagði á stað frá Yaucouleurs til þess að heim- sæltja konung í Chinon. — Sex unglingar þaðan fylgdu henni er hún snemma morguns lagði á stað út um borgarhliðið, sem stendur enn í dag og nefnist Frakklands- hlið. Þá var það að hún sagði: „Jeg skal komast á konungsfund, enda þótt jeg verði að ganga mig upp að hnjám.“ 1 tilefni af afinæli þessu verður mikið um dýrðir í Frakklandi. — Hefir verið skipuð sjerstölr nefnd til þess að lialda á þessu ári ýms- ar minningarathafnir um dýrling- inn og rifja upp sögu mærinnar frá Orleans. Á liverjum stað, þar sem sagan segir að hún hafi haft einhverja viðdvöl, verður henni reist minnismerki og hátíð haldin í sambandi við það. Verða það ekki færri en 400 minnismerki sem henni verða reist á þennan hátt óg varða leið hennar frá Vaucou- leurs til bálstaðarins í Rouen. — Verða minnismerkin reist smám saman á tveggja ára tíma. Fyrstu hátíðahöldin fóru fram 23. febrúar í Vaucouleurs i Lot- hringen. — Aukajárnbrautarlest flutti þangað fjölda gesta; voru ]>að aðailega ungar stúlkur frá París og Norður-Frakklandi. Lílt hátíðahöld fóru fram naista dag í Urban, þar sem Jeanne ’dArc hvíldi sig fyrst. Fóru hátíðahöld þessi fram að sveitarsið, en stærstu hátíðahöldin verða í París og Rouen. í sambandi við þessa 500 ára minningu á áð gefa út sjer- stalct frímerki og á að verja ágóð- anum af söJu ]>ess til ]>ess að reisa Jeanne d’Arc kirkju. Myndin hjer að ofan er af há- tíðahöldunum í Vaucouleurs. tungunni á hjeluna, cn hún festist þegar við járnið og gat hann ekki losað sig. Kom nú að múgur manns til þess að reyna að hjálpa honum, og með því að anda á járnið og verma það við eldspýtna loga tókst a4 lokum að ná úr því frostinu svo að drengurinn losn- aði, en þá var hann með kal- sár bæði á tungu og vörum. í Austurríki var glæpamaður nokkur, sem lögreglan hafði ver- ið að leita að í rúmt ár. — Nú gekk hann sjálfur lögreglunni á! vald — kaus heldur að sitja í hlýju fangelsi, heldur en liggja úti í kulda og snjó. Merkurdýr og fuglar hafa hrunið niður iir harðrjetti og kulda víðsvegar um álfuna, en rándýr og ránfuglar gerðust nær- göngulli mannabygðum, en nokkru sinni áður. Gammar hafa komið ofan úr fjöllum og heim á bónda- bæi til að leita sjer að bráð, en hungraðir hirtir komu alla leið inn í Vínarborg. Ulfar hafa víða komið þar sem þeir hafa eltki sjest í manna minnum, svo sem skamt austan við Vínarborg, í Alpinedal í ötyríu, í Rómaborg og í Sljesíu. Þar skaut skógarvörður úlf, dólg mikinn, lþá meter á lengd. Inni í úthverfum Róma- borgar var líka skotinn úlfur. I Albaníu voru 50 hermenn á ferð og rjeðist á þá úlfaflokkur. Voru úlfarnir svo grimmir að þeir höfðu rifið ellefu menn í tætlur áður en tókst að reka ]>á á flótta. Sundin og skurðina í Fencyjuin lagði svo að fólk ljek sjer þar á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.