Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1929, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1929, Side 8
88 LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS skautum dag eftir dag. í Peneyj- um er hin fræga Markúsarkirkja og Markúsartorg, þar sem hefir verið ótölulegur grúi af dúfum, en í þessum frostum liafa þær flestar fallið. I Berlín tóku menn upp á því, þegar kolaleysið var mest og hvorki var að fá liita í veitinga- húsum nje kvikmyndaliúsum, að þeir þyrptust upp í neðanjarðar- brautarvagna og óku fram og aftur klukkustundum saman, en það eru reglur þar, að menn mega aka eins langt og þá lystir fynr 20 pfennig. Ung stúlka í Berlín gekk all- langa leið þegar frostið var sem mest. Hún var vel dúðuð að ofan, en í stuttu pilsi og silki- sokkum. Það fór mx svo fyrir henni, að liana beinkól á leggj- unum á milli þess, sem pilsin náðu að ofan og stígvjelin að neðan, og bjuggust tæknar við því að t&ka yrði af lienni báða fætur um hnjen. Ulfar settust um þorp nokkurt í Rúmeníu, svo að allar umferðir voru þar bannað’ar. Póstur, seni ekki vissi um þessa úlfafyrirsát, var á leið til þorpsins. Þegar hann sá lilfána tók hann það fangaráð að fórna öðrum hesti sínum. - Kjeðust úlfarnir á hestinn, en með- an þeir voru að rífa liann í sig, keyrði póstixrinn hinn hestinn spor- urn og komst undan við illan leik. í þessu sama þorpi rjeðust úlfarnir inn í fjárhús, sem veit- ingamaður átti og hófst þar ójafn leikur. Veitingamaður hljóp til og ætlaði að bjarga sauðum sínum, en úlfarnir rjeðust þá á hann og átu hann gersamlega upp til agna. Undir sigurboganum í París er gröf hins ókrnina hermanns og log- ar á henni eldur nótt og dag (gas- logi.) Frostunum er um það kent, að gasæðin sprakk og sloknaði loginn. Fanst mönnum mikið til um þetta og var það talinn fyrir- boði þess að eitthvert ólán vofi yfir Frakklandi. Smælki. Fyrir nokkru var flugmaður úr breska hernum, Pearce að nafni, á reynsluflugi hjá Folkstone. —- Flaug hann mjög hátt og var lengi í þeirri hæð. Annar flugmaður, sem líka var á reynsluflugi, flaug lengi samhliða honum, og honum til undrunar ljet Pearce sem hann sæi liann ekki og tók ekki kveðju hans, heldur hallaðist aftur á bak í sæti sínu og sá hmn að hann hafði enga stjórn á flugvjelinni. Að lokunx steyptist flugvjelin til jarðar og brotnaði. Við rannsókn kom það í ljós, að ekkert hafði verið að hreyflinum og er það ætlan manna að Pearce liafi orðið bráðkvaddur í loftinu. Það er mælt, að prinsinn af Wales fái að jafnaði 700 brjef á dag, og Bretakonungur jafn mörg eða flein. Frakklandsforseti verður að láta sjer nægja að fá 600 brjef á dag, Bandaríkjaforseti fær 1200, en páfinn 2000 brjef á dag. Þá má nærri getft, að Musso- lini muni fá nokkur. — Það fylgir vandi vegsemd hverri, og væri það ærið verk fyrir þjóðhöfðingja þótt þeir gerði ekki annað en lesa brjef þau, er þeim berast. En þeir lesa ekkert af þeim, eða, þá sárafá. Það eru skrifarar þeirra, sem lesa brjefin og ráða því hvort þau komast nokkurn tíma fyrir augu viðtakanda, eða brjefunum er stungið tmdir stól. Maður nokkur í Stokkhólmi krafðist nýlega skaðabóta fyrir það, að hann hefði meiðst á hand- legg við bílslys. Fyrir rjetti hjelt lögfræðingur hans langa ræðu og mælti að lokum: — Sýndu nú dómaranum hvað handleggurinn er stirður. Kærandi lyfti handleggnum dá- lítið og með sýnilegum erfiðis- munum. — Getið þjer ekki lyft hand- leggnum hærra? spurði dómar- inn. — Nei, ekki síðan jeg varð fyrir slysinu. — En hvað gátuð þjer lyft hon- um hátt áður? Þá teygði kærandi handlegginn upp yfir höfuð sjer, mjög snarlega. Lögfræðingurimx náfölnaði. Dreugur kemur til tannlæknis: Viljið þjer gera svo vel að draga úr mjer framtönn, svo að jeg geti spýtt langt? Trúboði: Ef þið grípið fram í fyrir mjer einu sinni enn, þá hætti jeg að tala, og þá fáið þið ekkert að vita um þá óttalegu tíma, sem vjer lifum á. Arið 1013 dó gömui kona í Ber- lín, Pfeiffer að nafni. Seinustu árin var hjá henni ekkja, sem Monde lieitir. Gaf gamla konan henni nokkra skartgripi til minja áður en hún dó, en eftir andlát hennar þótti það undarlegt, að ekki fundust neinir peningar í heimili hennar, og v&r hún þó talin rík og menn vissu að hixn hafði oft geymt stórfje heima hjá sjer. Frú Mende var tekin föst, grun- uð um að vera völd að hvarfi peninganna og styrktist sá grun- ur, er hjá henni fundust nokkrir skartgripir, sem Pfeiffer hafði átt. Þó var frú Mende látin laus vegna þess að sannanir vantaði. — Fyrir nokkru keypti forngripasali gam- alt og hrörlegt skrifborð á upp- boði fyrir 10 mörk. Fekk liann tvo menn til þess að flytja það heim til sín. Á leiðinni mistu þeir borðið og það brotnaði, en úr því hrundu óteljandi gullpeningar og dýrindis djásn. Piltarnir voru ófrómir og stungu þessu á sig, en lögreglan komst á snoðir um þctta og iiafði upp á þeim. Kom þá upp xxr kafinu að þetta hafði verið skrifborð frú Pfeiffer. — Mig langar til þess að biðja vður, frú Andersen, um framlag til drykkumannahælisins. — Sjálfsagt — þjer getið feng- ið Andersen! Frú: Jeg ætla að fá keypt eitt sápuspil, sem gerir hörundslit fal- legan. 11 íðarþjónninn: Haldið þjer að yður nægi eitt? fsafoldarprentsmiðja h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.