Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1929, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
143
Sýningar á Spáni. 1 þessum mánuði verða opnaðar tvær stór-
ar sýningar á Spáni, önnur í Bareelona, en hin í Sevilla. Sýn-
ingin í Sevilla á að sýna menningarsamband spönsku þjóðarinn-
ar og hinna spönskumælandi þjóða í Suður-Afríku. Á myndinni
hjer að ot'an sjest aðalsýningarhöllin og er hún ekkert smásmíði.
notaðar á kvenhatta. En negrarnir
í Vestnr-Indíum hafa miklar mæt-
ur á hinu ljúffenga kjiii i lians og
fara því, ekki meir en svo eftir
friðuninni.
Það reýndist því erfitf að vernda
hann á Andros, enda er það skilj-
anlegt, þegar litið er á við hvaða
lrjör negra-grevin eiga að búa. —
Þeir lifa mest á hveiti, hrísgrjón-
um og fiski, og fá sjaldan nýtt
kjöt. Þegar þeir á veiðiförum sín-
nm mæta flamingóflokk, reyna
þeir að láta greipar sópá, enda er
auðvelt að veiða hann. En flam-
ingóinn verpir sjaldan nema einu
eggi á ári, svo að ekki má útrýma
miklu til þess að tilfinnanlegt
verði.
Annars er fuglinn einkennilega
gerður frá náttúrnnar hendi —
Hann er einskonar millistig á milli
vaðfugls og sundfugls; fætur hans
minna á hegra, en sundfitin á gæs,
hálsinn minnir á trönu og röddin
— slík hljóð getur engin vera
á jarðríki gefið frá sjer. Lengi
vafðist. það fyrir fuglafræðingum
í hvaða hóp þeir ættu að skipa
honum, loks ákváðu þeir að láta
hann skipa hóp fyrir sig, og skoð-
uðu hann sem einasta afkomenda
af útdauðri fuglategund.
Svona skepna á bágt með bar-
áttuna fvrir lífinu. — Hún þarfn-
ast verndar mannanna, ef hún á
að hafa nokkra von um að lifa
lengur.
Sá maður, sem best hefir reynst
þessum mállausú meðbræðrum okk
ar, er Elgin W. Forsyth. Verk
hans í þágu fuglanna hefir vakið
aðdáun meðal fuglafræðinga um
allan heim, og heiðursmerkjum
hefir rignt yfir hann, frá nátt-
úrufræðifjelögum, söfnum og há-
skólum. Engin fórn, engin áhætta
hefir verið of mikil fyrir hann, þeg
ar honum reið á að vernda bless-
aða fuglana sína. Hann er alt í
öllu á Andros, hefir á hendi allar
opinberar stöður. Hann er í senn
dómari, lögreglustjóri, póstmeist-
ari og margt fleira. En það skyldi
enginn halda að slíkt sje neitt
sældarbrauð, því að þau hjónin
verða að ferðast 50 km. á sjó, til
að hitta hvíta menn.
í upphafi hafði enginn maður
þugmynd um það, hvar á eynni
flamingóarnir lifðu. Menn voru
að leita á svæði sem skifti þús-
undum ferkílómetra, áður en þeir
fundu heimkynni fuglanna. Fyrsta
árið misti líka einn af samverka-
mönnum Forsvth's lífið — hann
festist í feni og fanst örendur
löngu seinna.
Loks fundu menn samt bústað-
inn á sunnanverðri éyjunni, umgirt
ar. af næstum ófærum mýraflák-
um. Það kom í ljós, að þar lifðu
um 2500 fuglar. Tveir varðmenn
voru settir þar til að vernda fugl-
apa fyrir veiðimönnum.
Á hverju ári skifta fuglarnir
um samastað, og verða menn þá
að leita þeirra á ný. En hvernig
sem þessu nú er varið, þá vernd-
aði Forsyth fuglana sína svo vel,
að tala þeirra tvöfaldaðist. En
I92fi skall á ægilegt óveður. —
Forsyth fekk skipun um að hjálpa
fvrst hinu húsnæðislausa og svelt-
andi fólki í Andros, sem hafði mist
allar eigur sínar í óveðrinu. Eftir
að hann hafði bætt úr ýtrustu
neyðinni, gat hann farið að sinna
fuglunum. Þeir höfðu farist í
hundraðatali. En hann misti ekki
kjarkinn. Nú var um að gera, að
vernda þá vel, sem eftir lifðu, til
af halda þeim við. Og það bar
ekki á öðru, en að þeim ætlaði
að fara að fjölga aftur, en |)á
kom óveðrið í haust, sem svo að
sc gja hefir útrýmt þeim.
. Norskur blaðamaður liitti For-
syth að máli í vetur, er hann var
í Washington, til þess að tala við
stjómardeild þá, er hcjfir með
Yestur-Tndíur að gera.Hann skýrði
frá því, að fuglinn væri einrænn
og vildi helst lifa út af fyrir sig,
með fjölskyldu sinni. Það hafði
liðið langnr tími, áður en hann
kyntist venjum fuglsins. Menn
vissu ekkert um hann, fram yfir
það að menn sáu flamingóa-,ský‘,
heyrðu kvak þeirra, og síðan ekki
söguna meir.
Nú vita menn vel, hvernig þeir
lifa. Með hinu langa, bogna nefi
sínu, Areiða þeir lindýr og smáfisk
úr sjónum, eða mýrarpollum.
Fvrir nokkrum árum voru til
flamingóar á Kúbu, Floridaskaga
og Karaibeyjeunum, en j>ar eru
jséir alstaðar horfnir. Sjeu þeir nú
útdauðir á Andros, þá hefir fugla-
ríkið mist einn af sínum fegurstu
j>egnum.
í Evrópu og í Norður-Afríku
lifir önnur tegund, (Phoenicopter-
us roseus) rauð á lit, en hún er
ekki líkt því eins falleg og ame-
ríksku flamingóarnir.
■—»—<•;«>---------