Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1929, Blaðsíða 2
266
.... Allir flokkarnir stóðu sig
prýðilega (í Forum) — mundu þó
ekki ísleudingar vera eftirlætis-
goðin („Favoriteme“) á þessu
rnóti!
(A. E. í 'Sorö Amtstidende).
.... íslendingar byrjuðu, og
var söngur (,Tolkning‘) þeirra svo
sjerstæður og einkennilega hríf-
andi, að ekkert af því, sem á eftir
kom, olli dýpri fegurðaráhrifum.
(H. S. í Politiken).
.... ísiandskórinn reyndist enn
frábær úrvalsflokkur með yndis-
legum sópranhreim og næmum þýð
leik í meðferð verkefna („intim
musikalsk Porm‘ ‘).
(K. E. í Berl. Tidende).
.... Kór hvers lands söng út af
fyrir sig nokkur lög, eins og í kgl.
leikhúsinu, og veittu menn sjer-
staka eftirtekt hreimnum hjá ís-
lendingum og Pinnum.
(M. Bj. í Ekstrabladet).
.... íslendingar byrjuðu. Með
breinum, krystalskærum röddum
og fáguðum flutningi („kultiveret
Poredrag“) unnu þeir stórsigur.
.... Það voru á ný Islendingar,
Finnar og Svíar, sem gengu með
sigur af hólmi (í Porum).
(H. Q. í B. T.).
.... Viðfangsefnin, yoru mjög
fögur og eins meðferðin á þeim,
sakir hljómgæða og nákvæmrar
þjálíunar. Var fagur svipur yfir
söngnum.
(J. P. í Kristel. Dagblad).
.... Með skýru hljóðfalli og fín-
um, skáldlegum blæ sungu þeir (þ.
e. íslendingar) söngva ættlands
síns og hlutu að launum hjartan-
legt þakklæti.
(A. P. í Dagens Nyheder).
.... Prá íslandi kom söngfje-
lag, 50 manns, er stofnað hafði
verið vegna söngmótsins, ágætur
fíokkur („ypperlig ensemble“).
.... En jeg er á næsta augna-
bliki reiðubúinn til þess að skipa
íslendingum fremst með sinni
hressaudi, glitrandi („strálende“)
hljómfyllingu — hinar tindrandi,
daggarlireinu sópranraddir voru
sjerstaklega tilkomumiklar.
T. B. í Ttonekunst, Organ for
Nox-ges tíangex-lag).
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
.... Þessi fámenni ílokkur vakti
almenna undrun („slog alla xned
hápnad") yfir hinurn framúrskar-
andi raddblæ, vandaða samsöng
og fáguðu efnismeðferð. íslending-
ar, ásamt Sigíúsi Einarssyni, á-
unnu sjer þegar frá byrjun sterka
samúð.
(M. S. í Vár Sáng, Officielt
Organ för Sveriges Körförbund) .*
Að siðustu leyfi jeg mjer að
birta orðrjett kafla úr brjefi, er
lá fyiúr mjer, þegar jeg kom heini
úx utanförinni. Brjefritarinn er
Vilhelm Poulsen, sá er stofnaði
hinn nafnkunna „Bel Canto ‘-söng-
lliokk og hefir stjórnað honum í
22 ár. Jeg hirði ekki um að txna
þau orð úr, sem sne-rta mig per-
sónulega, og mega menn dæma um
það eins og þeim sýnist.
.... „Jeg föler Trang til at
sige Dem en varm og oprigtig Tak
for hvad De yxlede med Deres
prægtige Kor. Islændei-nes Sang
blev for mig simpelthen en Op-
levelse. Korets Klang var ualmin-
delig skön, Stemmerne fiut egali-
serede og den kunstneriske Porm,
hvor i Korets samtlige tíange frem-
förtes vidner höjt lom Deres be-
tydeligt Herredömme over Sang-
ei-ne saavel som onx Sangernes dy-
be Interesse for og Opgaaen i deres
Kuust. Takket væré Dem og De-
res Kor indlagde Island sig stor
Hæder ved Daltagelse i det Nor-
diske Stævne. Jeg fakker Dem
derfor og beder Dem hilse Deres
Kor, som beredte mig og alle her-
nede saa megen Skönhed og Glæ-
de“. «...
Ofangreindir vitnisburðir gefa
tilefni til ýmsra hugleiðinga. Hjer
skal vikið að því fyrst og fremst,
að þeir virðast vera nokkuð ótví-
ræð bending eða jafnvel sönnun
þess, að hjá oss sjeu nægileg efni
fyrir liöndum í framúrskarandi
söngflokk — blandaðan kór, er
ætti að geta orðið skipgengur hvar
sem væri, eftir tiltölulega stuttan
* Dr. Guðm. Finnbogason lands-
bókavörður hefir farið yfir þýð-
ingar þær, sem tilgreindar eru hjer
fyrir framan og borið þær saman
við frummálin,
tíma. Svo virðist jafnvel líta út,
sem hæfileikar íslendinga sjeu
nxeiri á því svæði, sem hjer um
ræðir, en ílestum öðrum. Eða
hvaða flokkar rnanna eru það í
okkar þjóðfjelagi, er væru líkleg-
ir til þess að geta sjer betri orðstír
og halda nafni íslands glæsilegar
á lofti en úrvalssöngflokkur mundi
geta gert, ef dæma má eftir þeirri
reynslu, senx nú er fengin? Einn
af þeim flokkum, sem utanfarar-
kórinn varð að keppa við, var
finski flokkurinu ,Suomen Laulu',
er nýtur Evrópu-frægðar og hefir
starfað í 25 ár undir stjórn sama
kórmeistara — Klemetti prófessors.
— Slíkar staðreyndir verður að
hafa í huga, er menn ger'a sjer
grein fyrir því, hvað okkar söng-
fólki varð ágengt þann stutta
tíma, sem það hafði til undirbún-
ings og eins fyrir því, hvers vænta
mætti af flokknum eða öðrum úr-
valskór, er lijeldi námi áfram og
fengi rækilega þjálfxm — segjurn
þrjú ár. Allar líkur benda til þess,
að sá flokkur yrði fær í flestan
sjó að þeinx tíma liðnum. — Hefir
nú smáþjóð, eins og vjer íslending-
ar erum, ekkert við slíkan kór að
gera — slíka „auglýsingu“ út á
við? Jú — vissulega. Því, ef satt
skal segja, eru þeir ekki ákaflega
margir þættirnir í okkar menn-
ingu, sem xiá nokkuð að ráði út
fyrir landsteinana.
Iljer hefir verið slept að minn-
ast á þann liluta af starfi væntan-
legs úrvalsflokks, sem iixn á við
snýr. Það er ekki af því, að sá
þátturinn sje í rauninni ómerk-
ari, heldur af hinu, að fulltrúa-
starfið út á við — boðberastarfið
fyrir hina litlu, afskektu og lítt
kunnu menningarþjóð ætti að vera
þessa flokks sjérstaka hlutverk.
Á þeim tima, sem fæi*i í að
þjálfa flokkinn, yrðu að skapast
fjölskrúðugri og listrænni kórbók-
mentir heldur en nú eru hjer yfir-
leitt. Það væri hlutverk tónskáld-
anna, að sjá fyrir því.
Og þau mundu tæplega láta
á sjer standa, ef fyrir hendi væri
jafnágætt og fjölbreytilegt „liljóð-
færi“ eins og íslenskur blandaður
kór mundi verða, skipaður af-
bragðsröddum, er væru fægðar af