Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1929, Qupperneq 4
268
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Scoresbysund-nýlendan.
Hlwin Pedersen magister segir frd rannsóknum sínum,
veiðskap og hag Eskimóa.
þð nær Santander, eru hæstu f,iöll
Kantabríu, sem heita „Picos de
Europa“. Alt fram að þessu hafa
þau lítið verið rannsökuð vísinda-
lega, en eru af ferðamönnum talin
með tignarlegustu fjöllum á Spáni
og sum þeirra eru yfir 2500 metra
á hæð. A hverju sumri fara þangað
nemendur og prófessorar við sum-
arnámskeiðið í Santander, og er
það einhver indælasta og ódýrasta
(tiltölulega) skemtiför sem hægt
er að hugsa sjer.
Sama má segja um að fai-a til
Altamira. Þangað er farið frá
Santandef um kl. 2 og þó komið
til baka sama dag. Þangað borgar
sig að fara. Þar er nefnilega hinn
frægi hellir frá forsöguöldinni,
sem fomfræðingurinn Salómon
Reinach kallar ,sixtinsku kapellu1
listarinnar á steimöldinni. Á veggi
og loft helfisins eru málaðir vís-
undar og hreindýr með rauðu okri
svo náttúrlega og „sláandi“, að
maður á sannarlega bágt með að
trúa að það sje ekki eftir ein-
hvern „impressionista“ frá síðasta
fjórðungi nítjándu aldar; maður
skyldi halda, að þar væri um sams
konar blekkingar' að ræða og nú
á sjer stað í Glozel. Þó hafa allir
sjerfræðingar lokið upp einum
munni með að teikningamar í
hellinum í Altamira sjeu eftir
steinaldarmenn og einhver allra
fyrstu spor til lista, sem mann-
kynið hafi stigið.
Framh.
í piparsveinaklúbb einum var
lieitið verðlaunum þeim er best
svaraði spurningunni:
— Hvað er líkt. með konunni og
hinum fimm heimsálfum.
Einn meðlimanna svaraði á
þessa leið:
— Tvítug er konan levndardóms
full eins og Asía, þrítug heit eins
og Afríka, fertug hjegómagjörn
eins og Ameríka, fimtug niður-
dregin eifis og Evrópa' og sextug
utan við alt eins og Ástralía.
Hann fjekk verðlaunin.
Þegar Grænlandsfarið „Gustav
Holm“ var hjer á dögunum, hafði
Mgbl. tal af dýrafræðingi einum,
Alwin Pedersen, er var níeð skip-
inu, og verið hafði í Scoresbysund
í tvö ár. Erindi hans þangað norð
ur var að rannsaka dýralífið, eink-
um spendýr og fugla, í hjeruðun-
um kringum liinn stóra Scoresby-
fjörð. Upprunalega ætlaði hann
ekki að vera þar nema eitt ár, og
síðan næsta ár í Anmagsalik, en
ekkert skip kom til Scoresbysund
í fyrra, er gat flutt hann til An-
magsalik, og varð hann því að
dúsa þarna norðurfrá í tvö ár.
Er Alwin Petersen var spurður
um hina litlu nýlendu í Scoresby-
sund, lýsti hann henni * á þessa
leið:
I alt eru þarna norður frá rúm-
lega 100 manns. Þar er nú einn
Dani, er sjer um loftskeytastöðina
og jarðskjálftamælirinn. Nýlendu-
stjórinn Og presturinn eru Græn-
lendingar. Á aðalbóli nýlendunnar
er loftskeytastöð, hús nýlendu-
stjóra, hús fyrir vísindamenn, er
þangað koma, og kirkja, er ný-
lega var bygð. Kirkjuna gaf dansk
ur maður að nafni Uttenthal, eig-
andi herragarðsins „Gl. Estriip
Gaard“. — Hinir grænlensku ný-
iendumenn hafa tekið sjer bólfestn
tvu'i' og +vær fjöLkyldur saman á
02 km. svæði moðfram firðinum.
Er fram líða stundir og nýléndu-
me'.n kynnast bcfur landinu og
veiðiskap þar, eru allar líkur til,
að bygðin dreifist meira. Þ.u, ár,
s'ðan nýlendan var stofnuð, 'ref;v
þarna vcrið gnægð veiðiskapar, og
er óhætt að fullyrða, að nýlendu-
menn eru binir ánægðustu með til-
veruna þarna norður frá. Oðru
máli er að gegna með okkur Ev-
rópumenn. Fæstir okkar mundu
get.-i unað því til lengdar, að hafa
aðsetur í Scoresbysund. Jeg verð
að seg.'a fyrir mitt leyti, að jeg
átti mjög erfitt með að láta mjer
líða sæmilega, t. d. þá tvo mánuði
á veturna, sem þar er algjörlega
dimt; sá tími er fyrir okkur ákaf-
lega ömurlegur. Að vísu er nokkuð
oft bjart tunglsljós. En til dags-
Ijóssins sjer maður ekkert, nema
aðeins ofurlitla dagsbrún við sjón-
deildarhringinn í suðri, rjett um
hádegisbilið. Yeður er oft stilt
Frá Scoresbysund.- Björg í bú, Nýveiddur náhvalur.