Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1929, Side 6
270
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
«f fornum Eskiuióa bygðum. En
bvernig á því stendur, að Eskimó-
a-r flýðu ]>essi hjeruð, vita menn
e.igi, því að þó loftslagsbreyting
íiafi orðið, hefir slíkt ekki sv'o
mikil áhrif á afkomu Grænlend-
ing'a, En eftir þeim athugunum,
sem jeg hefi gert þarna norður
frá, er auðsætt, að loftslag í Scor-
esbysund hjeruðunum er hlýrra nú
e» verið hefir á undanförnu tíma-
bili. Koma þær athuganir lieim við
þam athuganir, er dr. Nörlund hef-
ir gert á Vestur-Grænlandsströnd-
inni, að þar sje einnig að hlýna.
Mínar athuganir á því efni byggi
jeg m. a. á því, að til Scoresby-
sund eru nú að koma fuglategund-
ir, sem eigi hafa verið þar áður.
Má m. a. nefna urt og kjóa og
álftir.
Á næstu árum ætlar Alwin Pe-
d%rsen að vinna úr rannsóknaefni
því, sem hann hefir safnað í Sco-
resbysund, en siðar býst hann við
að fara norður til Thule, nýlendu
Knud Rasmussen, sem er nyrsta
iftannabygð á vesturströnd Græn-
lands, og gera þar samsknnar rann-
sóknir og hann hefir gert á austur-
ströndin'ni.
Svíarnir frá Ukrainc
komnir til Svíþjóðar.
í skeytum hingað hefir verið
getið um íbúa sænska þorpsins í
Ukraine, er nýlega .eru komnir til
Sví])jóðar. Saga þeirra er allein-
kennileg.
Það var árið 1781, að nokkrir
sænskir bændur fluttu búferlum til
Rússlands. Það var langt frá, að
þeir færu góðfúslega. Þeir höfðu
blátt áfram verið seldir þangað.
Það var Katrín drotning II., sem
fjekk af Magnúsi Stenbock, er þá
rjeð ríkjum í Svíþjóð, eignarhald
ó eynni Dagöy, gegn því, að hún
greiddi spilaskuld hans. í þá daga
fylgdu bændur jörðum eins og
kvikfje, og Katrínu drotningu
datt því í hug, að nota bændurna
til að rækta blett í Ukraine, en
það hjerað var í mestu niðurlæg-
ingu. Þeim var skipað um borð í
rússneskt herskip, er flutti þá til
Eistlands. Þaðan fóru þeir á kerr-
um, er uxar drógu, til Moskva.
Þar höfðu þeir vetrarsetu. En vor-
ið eftir lögðu þeir af stað aftur
og undir árslok 1782 voru þeir
komnir á áfangastað sinn í Ukra-
ine við ána Dnjepr.
Þeir höfðu mist marga menn á
leiðinni. 1300 talsins höfðu þeir
verið, er þeir fóru frá Dagöy í
Eystrasalti, en 900 vtoru eftir, er á
áfangastað kom. 400 höfðu dáið á
leiðinni af sulti og kulda.
Árið eftir braust út farsótt og
ljest þá nær helmingur útflytjend-
anna. í byrjun 19. aldar voru að-
eins 300 sálir eftir af þeim, er kom
ið höfðu, en lífsþrótturinn var mik
ili, og það sýndi sig brátt, að
nýja kynslóðin þoldi betur lofts-
iagið og umhverfið. Hið merkilega
var, að þeir hjeldu tungu sinni
og siðum og blönduðust mjög lítið
nábúunum. Þeir sem giftust út
fvrir kynstofninn, voru teknir í
tölu Ukrainebúanna og hjelst því
sænski stofninn óblandaður.
Það var.ekki fyr en 1880 að
Svíar fóru að veita þessum lönd-
um sínum athygli. Ljetu þeir þá
byggja handa þeim kirkju og hafa
þeir síðan haft sænska presta.
Einnig hjálpaði heimalandið þeim
til betri mentunarskilyrða. Eigin-
lega líkaði Svíunum þama vel,
enda þótt þeir mistu aldíei endur-
minninguna um heimalandið, en