Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1929, Síða 8
'M
I ^
sinni, er geti gert lýsingarnar eins
og* vera ber. Og þá hryllir við að
lifa upp aftur í endurminningunni
þ.að sem fyrir þá bar.
I 10 ár het'ir þessi óbreytti lier-
n.aður, Eric Maria Kemarque, lif-
«rð með Juinga endurmmninganna í
huga sfnum, uns hann kom sjer að
því að skjalfesta þ}er. En þegar
Inks að hann getqr fengið sig til
þess, þá verða myndirnar svo skýr
ar, sem hann dregur upp af þján-
ingutn, hörmungum og sálavástandi
hermannanna, að svo að segja
allur hinn mentaði heimur undrast
og Htur svo á, að hjer hefi betur
en nokkru sinni fyr verið lýst, hve
ófrrður og vopnaviðskifti eru langt
frá því að vera samboðin siðuðum
þjóðum. Það sem einkennir bók
þessa, er hin látlausa frásögn, sem
er laus við alt málskrúð og gjálf-
ur. Ofriðarófreskjan stendur af-
klædd fyrir hugskotssjónum les-
andans. Sem rithöfundur er höf-
undur bókarinnar settur á bekk
nueð mestu núlifandi snillingum,
og hefir því komið til orða, að nii
þegar á næsta ári verði honum
voitt bókmentaverðlaun Nobels.
En þá kemur annað til greina.
A hann ekki lieldur að fá friðar-
værðlaun Nobels? Þó bókin sje
lærla ]<ýskra bókmenta, er afrek
höfundar ekki meira á því sviði,
að færa þjóð sína og aðrar þjóðir
nær því takmarki, að leggja niður
vopnin? Þetta yfirvega þeir nú,
sem Jiáfa úthlutun Nobelsverðlaun-
anna með höndqm. En það mun
einsdæmi, að maður alóþektur,
skuli á einu ári með einu afreki
hafa orðið þess verðugur að hljóta
tvenn Nobelsverðlaun.
I^ókasafnið í páfagarði.
l’áfinu er, sem kunnugt er, mik-
* ilI bókamaður. Hefir hann látið
gera vandaðri og nákvæmari skrá
heldur en áður var til yfir bóka-
safnið í páfagarði. Síðar hefir
hann ákveðið að láta semja ná-
kvæma skýrslu yfir öll söguleg
skjöl, sem til eru í bókasafninu,
til hægðarauka fyrir sagnfræðinga,
er þar vilja fást' við sögulegar
rannsðknir.
LESBÓK MORGUNBLAÐStNS
Qifti sig 50 sinnum.
Kona ein í Belgíu, Adrienne Gu-
yort, hefir verið kærð fyrir að
hafa gift sig æði mörgum sinnum.
Hún hefir sem sje gifst 50 sinnum,
og eftir því sem tölu verður á
komið, liefir hvin trúlofast — 652
sinnum!
Adrienne er innan við þrítugt.
Er faðir hennar enskur, en móðir
hennar frönsk. Hún er, eins og
nærri má geta, kona fögur ásýnd-
um og á ákaflega auðvelt með að
læra tungumál. Komst hún aðal-
lega í kynni við menn sína á stór-
um gistihúsum í Bandaríkjunum.
Brá hún sjer síðan þaðan með til-
vonandi eiginmenn sína til Skot-
lands, þar sem eigi þarf sjerlega
margbrotin skilríki til þess að geta
gengið i hjónaband. Hún sá altaf
um það, að hún fengi í hendur
nægilega mikla fjárhæð eftir hjóna
vígsluna, til þess að hún gæti
stungið af upp á eigin spýtur, þeg
ar henni bauð svo við að horfa.
Lögreglan komst að þessari „at-
vinnu“ hennar á þann hátt, að eitt
sinn, er hún var að ganga í „heil-
agt hjónaband", bar þar að kirkj-
unni einn af mönnum þeim, sem
hún hafði áður gifst, og hann
kærði hana strax fyrir presti. Ad-
ríenne kvaðst alls ekki kannast við
komumann og ljet í fyrstu sem á-
sakanir hans væru sjer algjörlega
óviðkomandi. Presturinn var þó
ekki alveg grunlaus og sneri sjer
því til lögreglonnar, og þegar hún
skarst í málið, varð Adrienne að
meðganga. Og eftir stutta yfir-
heyrslu afhenti hún lögreglunni
nákvæma dagbók yfir það, sem
hafði á daga hennar drifið.
Hóteleigandinn spyr þjóninn:
— Hafið þjer sjeð Mr. Bruun ?
— Ójú, hann er að tala í símann
við komma sína.
— Hvernig vitið þjer, að það er
konan hans?
— Það sjer maður strax. Nú hef-
ir liann staðið í hálfa stund við
símann án þess þó að hafa sagt
annað en „já“.
Ljósið í myrkrinu.
Hugvitmaðurinn J. í. Baird hef-
ir nýlega fullgert tæki eitt, sem
nothæft er til þess að verða var
við ljós, sem ekki er sýnilegt. —
Áhaldið nefnir hann Noctovisor,
og er því þannig háttað, að ljós-
merki koma á piötu, enda þó að
ljósið sje ekki sýnilegt, á þeim
stað, þar sem áhaldið er. Með
þessu áhaldi er hægt að verða var
við ljós, t. d. frá vitum, án þess
að ljósið sje sýnilegt. Jafnframt
verður það sjeð á áhaldi þessu,
hve löng fjarlægðin er til ljós-
gjafans, þannig verður hægt að
liafa gagu af vitum, emda þótt
eigi sjáist til þeirra fyrir þoku og
dimmviðri. Þykir þessi aýja upp"
götvun rnjög merkileg.
Smœlki*
Frú Jónsson var í heimsókn hjá
frú íáigurðsson og höfðu þær um
mikið saman að tala. Loks varð
þó hlje á samtalinu og hr. Sigurðs-
son rekur höfuðið inn um gættina
og segir:
— Er lnui nú loks fariu, kjafta-
kerlingin sú ama!
í sama bili verður honum litið
þangað sem frú Jónsson var og
verður hvumsa við. En frú Sig-
urðsson var ekki af baki dottin.
Hún segir:
— Ójú, hún er íariu. Og sjáðu,
nú er blessunin húu frú Jónsson
komin.
— Ólafía! Unnustinn yðar bíður
eftir yður úti á eldhúströppunum.
— Hvernig vitið þjer, húsbóndi
góður, að það er unnustinn minn?
— Ójú. - Hann er að reykja
einu af vindlunum mínum.
— Með leyfi, hr. framkvæmdajv
stjóri, má jeg óska yður til ham-
ingju með „júbileum" yðar.
— ???
— Framkvæmdastjórinn hefir
verið húsbóndi minn í 25 ár.
ÍMfold*rpr*ntamlt)Ja k.f.