Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1929, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1929, Qupperneq 1
41. tölublað. Sunnud&ginn 13. október 1929. IV. árgangur. Nátturugripasafnið. Saga þess og framtíðarhorfur. Snemma vors árið 1887 stofnuðu íslenskir stúdentar í Kaupmtnna- höfn til fyrsta fjelagsskapar til eflingar náttúruvísindum á íslandi. Hugmyndina að fjelagsstofnun Jíessari átti Björn Bjiarnason, síð- ar sýslumaður í Dölum. Björn hafði ekki fyr fengið hugmynd þessa,, en hann átti tal um hana við Stefán StefánsSon frá Heiði. Beir boðuðu síðan til fundar meðal landa í Kaupmannahöfn og geng- ust fyrir því, að stofnað yrði fje- lag me'ð þeim aðal-tilgangi að koma upp sem fullkomnustu nátt- úrugripasafni á íslandi. Undirtektirnar voru þegar góð- ar. Var ■stofnfundur haldinn þann 14. maí 1887. í stjórn þessa fjelags voru þeir Björn og Stefán, Moritz Halldórsson Friðriksson, Ólafur Davíðsson og Bertel E. Ó. Þorleifs- son. Keyptu þeir fjelagar tals- vert af náttúrugripum á uppboði, sem haldið var í Kaupmannahöfn þá um vorið. Urðu gripir þessir fyrsti vísir tilnáttúrugripasafnsins. En 1. júlí um sumarið fór Björn til íslands og Stefán 1. sept. s.á., er hanu lvafði feúgið kennarastöðu á Möðruvöllum. Tókst þeim fjelög- um, sem eftir voru í Kaupmanna- höfn, eigi að halda verulegu lífi í fjelaginu eftir brottför þeirra beggja forgöngumannannia. En tveimur árum síðar, sumarið 1882 var almennur kennarafundur Bjami Sæmundsson. forstjóri safnsins. haldinn hje'r í Reykjavík. Kom Stefán á þann fund. Fekk hunn m. a. þá í lið með sjer Benedikt Gröndal, Þorvald Thoroddsen, Björn Jensson og J. Jónassen, til þess, að gangast fyrir því, að stofnað yrði náttúrufyæðifjelag hjer í Reykjavík. Var stofnfund- ur hins nýja fjelags haldinn 16. júlí og gengu þegar um 50 menn í fjelagið. Hinn litli vísir til safns, sem Hafnarfjelagið átti, var flutt- ur hingað til Reykjavíkur, og voru munirnir fyrst geymdir hjá Bene- dikt Gröndal og Birni Jenssyni, því að eigi þótti ástæða til 'áð leigja fyrir þá sjerstakt húsrúm. Á fyrsta ári þe'ssa fjelagsskapar urðu fjelagsmenn á anuað hundr- að. Eu þeim fjölgar æði seiiitUþví eftir 25 ára starf eru fjelags- menn ekki fleiri en 168. En greið- legai' gekk með vöxt og viðgang safnsins, því að tvö fyrstu árin, sem fjelagið starfaði, voru þc'ir um 40, sein gáfu því gjafir. Upp frá því varð fjelagið að leigja sjc'r- stakt húsnæði fyrir safn sitt. Fyrst var safni þessu liolað nið- ur í „einu af Thomsenshúsunum úti í Hlíðarhúsastíg, er fekst leigt fyrir^ kr. á mánuði.“ En árið 1892 er safnið flutt á hentugri stað, í hús Kr. O. Þorgrímsson- ar. Þar voru leigð tvö herbergi, ,raunar betri og hentugri staður eu áður, en þó altof rúmlítill, til þess að opna safnið fyrir almenn- ing“, segir í fjelagsskýrslunnL — Varð þó að láta við þetta sitja í nokkur ár. Vorið 1895 er hafist Jranda til þess að bæta úr þessu, því að rúmleysi safnsins og að- búnaður reyndist þeim mun ófull- nægari,. sem munum fjölgaði og safnið óxj en safnið óx árlega af gjöfum fjelagsmanna. Gröndal ritaði grein í ísafold um hinn bága aðbúnað, Hann segir þar m. a., að „etigu verði þar komið fyrir, svo laglega fari, en alt er og hlýt- ur að vera í óreglu eins og í lje- legu geymsluhúsi. Hleypi maður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.