Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1929, Síða 4
324
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ið rakin saga náttúrugripasafnsins,
alt frá því að íslenskir stúdentar
efndu til hins fyrsta vísis að safni
fyrir rúmum 40 árum og fram á
þennan dag.
Fjelagið, sem staðið ‘ hefir að
safninu og er eigandi þess, hefir
aldrei fjölment verið, og fjárhagur
þess hefir alla jafna verið mjög
þröngur. En yfir safninu hefir
hvílt sú blessun, að fámennur hóp-
ur ntánna, sem utan \;m það hefir
staðið, hefir aldrei mist sjónar á
því markmiði, að safn þetta ætti
að verða þess megnugt, að styrkja
og þroska íslensk náttúruvísindi,
sem yrðu staðgóður grundvöllur
fyrir framþróun atvinnuve'ga
vorra.
Fram til þessa tíma hefir verið
hörgull á mönnum sem lagt hafa
stund á að nema náttúrufræði. —
Námið hefir ekki verið talið líf-
vænlegt. Yegna mannfæðarinnar
í þessum efnum, hafa sumir litið
svo á, að náttúruvísindi væru ís-
lenskum almenningi ekki hug-
leikin.
Saga Náttúrugripasafnsins bend-
ir í alt aðra átt. Fjöldi manna, sem
hefir haft áhuga fyrir því að varð-
veita og ná í giúpi handa safninu^
hefir engrar eða mjög takmark-
aðrar mentunar notið í náttúru-
fræði. Umhvggja þeirra fyrir ís-
lenskum náttúruvísindum er því
sprottin af meðfæddri hneigð fyr-
ir þessi viðfangsefni. Enda mætti
það heita undarlegt fyrirbrigði, ef
ræktarsemi manna til landsins, er
keinur fram með ýmsu móti, sýndi
sig ekki meðal annars í því, að
menn vildu öðlast sem víðtækasta
og .nákvæmasta þekkingu á allri
náttúru landsins.
Hin árlega aðsókn að safninu
hendir og greinilega til þess, að
allur almenningur a. m. k. hjei- í
Reykjavík liafi fullan hug á því,
að kynnast náttúrufræði, að svo
miklu leyti sem það er hægt á
safninu; því gestir safnsins eru
nálega 10 þúsund á ári. — Hefir
Bjarni Sæmundsson komist þann-
ig að orði, að aðsóknin að safninu
sýndi svo mikinn áhuga hjá allri
alþýðu manna, að almenningur
ætti sannarlega skilið betri aðbún-
#ð f^rir safnið, og fjölskrúðugra
og fullkomnara safn, en nú er til
sýnis.
Með ári hverju fjölgar þeim
mönnum, sem sjá og viðurkenna
að fátt er okkur Islendingum
nauðsynlegra en sjálfstæðar vís-
indarannsóknir á náttúru landsins.
Alt, sem gert er þeim til efling-
ar í smáu sem stóru, miðar að því,
að gera land vort byggilegra, og
framtíð atvinnuvega vorra trygg-
ari.
V. St.
■<m>
Lescirkóisafnið
Lesarkasafnið, sem Bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar gefur út,
er áreiðanlega eitt með merkustu
útgáfu fyrirtækjum, sem ráðist
hefir verið í hjer á síðari árum,
enda hefir það þegar á fyrsta ári
náð miklum vinsældum. — Hefir
Morgunblaðið nýlega átt tal við
höfund þess, Jón Ófeigsson, og
fengið hjá honum ýmislegt að vita
um tildrög þess, að hann rjeðist í
að annast um útgáfu safnsins, og
hvernig útgáfunni er og verður
hagað.
Jón Ófeigsson.
Fyrir mörgum árum, segir J. Ó.,
fór jeg að veita því athygli, ^ð
víða e'r það til mikils trafala við
skólaná'm barna óg unglinga, hve
lestrarkunnáttu þeirra er stórkost-
lega ábótavant. Ber á þessu ekki
aðeins í undirbúningsnámi, heldur
og framhaldsnámi unglinganna.
Unglingar, sem eru lítt læsir, eru
látnir glíma við strembnar náms-
greinir, og af þeim. heimtaður
mikill lestur, en þe'gar að er gætt,
vantar hina nauðsynlegustu og
sjálfsögðustu undirstöðu, lestrar-
kunnáttuna. Þykir mjer líklegt,
að tornæmi barna stafi stundum
að eigi litlu leyti af ljelegri lestr-
arkunnáttu.
Árið J926 skrifaði jeg um þetta
í Skírni. Benti jeg þar á, að eina
ráðið til að bæta úr galla þessum,
yæri að leggja meiri rækt við le'str-
arnámið, en gert hefði verið. Þá
stakk jeg upp á því, að gefnar
yrðu út vandaðar og hentugar les-
bækur, ekki aðeins með sögum og
kvæðum, heldur og með fræðiefni
ýmiskonar. Með þe'im hætti þótti
mjer líklegt, að tvent ynnist, lestr-
arkunnátta og undirstöðuþekking
í ýmsum greinum, sem kæmu nem-
endunum að notum seinna á skóla-
skeiðinu, ellegar á lífsleiðinni, að
aflokinni skólagíöngu, og vekti
fróðleikslöngun þeirra.
— Hvernig atvikaðist það, að
þjer tókuð upp það snið, sem er á
Lesarkasafninu?
— Jeg kyntist af tilviljun þýsku
lesarkasafni, og sá þá skjótt, að
með líku sniði ætti leshók ókkar
eða lesbækur að vera. Þýsku les-
arkirnar mætti nota sem fyrir-
mynd að þvi er til hins ytra forms
kæmi, en efnisval alt og niður-
röðun yrði auðvitað að sníða við
hæfi okkar Islendinga.
Kostirnir við þetta form lesbóka
eru meðal annars þeir, að hægt e*r
að haga kaupunum eftir vild,
kaupa litla eða stóra hók í einu
eftir efnum og ástæðum, og hvort.
sem mikið et keypt eða lítið í einu,
þá getur kaupandinn valið úr öllu
safninu, úr einum eða fleiri flokk-
um, eftir því, sem honum líkar
be'st.