Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1929, Qupperneq 6
326
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
tSðum og yeðráttu og áhrifum
þessa á líf og liag manna. Á öðr-
um stað er lýst viðburðum, sem
tcngdir eru við ákveðna daga og
kafla ársins, t. d. Þorraþrælsbylur-
inn í Odda. Enn eru lýsingar á
venjum og hátturn í sambandi við
rcerka daga, t. d. jólin, Oig heiti
helstu merkisdaga ársins skýrð og
útlistuð.
ÞeSsu næsj er flokkur, er fjallar
um Þjóðsögnr og æfintýri. I þeim
fiokki eru margar helstu þjóð-
sögur vorar t. d. Bakkabræður,
Hellismenn, Gilitrutt, o. m. fl. og
ýmis merk æfintýri erl., t. d. Hans
og Grjeta, Rauðhetta, Mjallhvít,
Þyrnirósa, Öskubuska; merkustu
ærfintýri H. C. Andersens: Stúlk-
an með eldspýturnar, Hans klaufi,
Nýju fötin keisarans, Eldfærin o.
fl. Þar er kafli úr för Gullivers
til Putalands, Þúsund og einni
nótt og Robinson Crusoe og fjölda
rc.argt annað.
Þá er flokkurinn Gaman og
alvara. í honum er, eins og nafn-
ið bendir til, sitt af hverju, og
þó einkum það, sem e'kki á heirna
í neinum hinna flokkanna. Þar er
gletni og gamansemi, t. d. kaflinn
um Hjálmar tudda, eftir Jón Thor-
oddsen, og alvara og geigur eins
og t. d. kaflinn Myrkfælni úr
sögnnni Sigurður forinaður, eftir
Gest Pálsson. Og svo eru í þessum
flokki öll millistig milli þessara
tveggja andstæðna.
— Er nú alt safnið komið út?
— Nei. Enn éru nokkrar arkir
óprentaðar af þeim, sem upphaf-
lega voru ráðgerðar, og svo er
meiningin, eins og jeg sagði áður,
að auka safnið alveg eftir þörf-
um, og væri mjer kært að fá
tillögur frá kennurum og öðr-
um um efni, er mönnum þykir etm
vanta, og mun þá fljótt verða úr
því bætt.
— Hverjum er Lesarkasafnið
ætlað aðallega?
— Efni lesarkanna er að sjálf-
sögðu mjög misþungt. Þar er efni
við hæfi barna, sem eru að byrja
að lesa, ög efni, sem erindi á til
fullorðinna, og ætti því að eiga
erindi víðar eú í skóla. En eins
og geta má nærri, kemst eigi að
jafnaði fyrir nema lítið af hverju
viðfangsefni fyrir sig, og tiltölu-
lega stuttir kaflar úr heilum bók-
um. Tilgangurinn er líka, eins og
jtg áður sagði, frekar sá, að vekja
löngun og áhuga lesendanna að
kynnast því betur, sem þarna er
drepið á, heldur en hitt, að tæma
viðfangsefnin til hlítar. Þegar les-
arkirnar eru notaðar i skólum. er
það hlutverk kennaranna', að velja
efnið og setja saman bók við hæfi
ncmendanna, þannig að allir ne'm-
endurnir hafi sömu arkir í safni
sínu. /
Þannig sagðist Jóni Ófeigssyni
frá, og þótt ekki sje langt um
liðið, síðan fyrstu arkirnar komu
út, liefir það sýnt sig, að les-
arkirnar eru engu síður notaðar
í heiinahúsum en við kenslu í skól-
um. Menn hafa lært að meta
kosti þess, að geta sjálfir raðað
saman fjölbreyttri og tiltölulega
ódýrri bók, til fróðleiks og skemt-
unar fyrir he'imafólk sitt. Þegar á
f.vrsta ári voru lesarkirnar ekki
aðeins notaðar af börnum og barna
skólum, heldur og lesnar á vök-
unni á sveitabæjum, þar se'in sá
gamii og góði siður er enn við líði.
Bílferð d íslandi.
Englendingur, sem hjer var
í sumar, R. Herring að
nafni, hefir skrifað í enskt
blað grein um bílferð til
Þingvalla, og birtist bje'r
útdrátti'r úr henni.
Jeg hefi aðeins stigið upp í einn
af hinum 300 bílum, senx erxx í
Revkjavík, og þótt jeg hafi í
hyggju að fara til fslands aftur,
þá efast jeg urn að jeg stigi þar
upp í annan bíl. Ekki svo að skilja,
að bíllinn hafi ekki verið þægileg-
xir og að bílstjórinn hafi ekki bæði
verið kurteis og áræðinn, heldur
var vegurinn þannig, að hann
blátt áfram svifti mann þeirri til-
finningu að hafa fasta jörð undir
fótum.
Bíllinn var ámeríkskur og við
ætluðum að fara til Þingvalla. —
Vegur var góður í Reýkjavík og
nágrenni. En svo fór að rigna pg
vegurinn versnaði stöðugt. Hann
var ósljettur, grýttur og holóttur.
Bílstjórinn reyndi að krækja fram
hjá holunxxm, en svo sprakk einn
hjólhringurinn. 1 hálfa klukku-
stund var bílstjórinn að gera við
hann, og kom aftur rennvotur upp
i bílinn. Þetta var miðja vegu
milli Þingvalla og Reykjavíkur.
Eftir ]>etta opnaði hann bílhurðina
eftir alla verstu hnykkina til þess
að aðgæta hvort ekki hefði sprxing-
ið aftur. Einu sinni þe'gar liann
opnaði hurðina, fór annar bíll
framhjá og hann reif hurðina af
bílnum okkar, en það breytti engu
öðru en því, að nú gat bílstjórinn
altaf litið út án þess að þurfa að
opna hurðina. A öðrum stað riðum
við niður mann á bílxinga. Hann
vildi ekki víkja, svo að við ókum
bara á hann — hispxxrslaust, liægt
en ákveðið. En þá höfðum við
setið í bílnum í sex stundir og vor-
um svo aðsettir, að við höfðum
engan óhuga fyrir þessu og urðum
ekki einxi sinni hissa.
Einn glugginn á bílnuin brotn-
aði af hristingnum. Jeg var altaf
með hausinn uppi t bílþakinxi og
var sem jeg kæmi varla við bílinn
annars staðar og einu sinni, er
jeg rak mig hastarlega uppundir,
hljóðaði jeg, en bílstjórinn sagði:
„Þetta fer í vana hjer á lslandi.“
Ekki var betra á heimleiðinni,
því að þá var ekið ofan í móti
og bilstjórinn hraðaði ferðum,,
vegna þess, að hann var orðinn
of seinn. Á einunx stað hljóp fjár-
hundur fyrir bílinn og við ókum
yfir hann. Mjer varð litið aftur
og só að bíllinn hafði farið yfir
hundinn, en liann stökk á fætur
og sá ekki að neitt gengi að hon-
um. Hundurinn var líka íslenskur.
Það borgaði sig að fara þessa
ferð. En mundi nokkur annar
staður eil Þingvöllur hafa getað
bætt manni upp ferðalagið? Jeg
reyndi ekki að rannsaka það, því
að næst þegar jeg fór í ferð, fekk
jeg mjer hest og var ánægður með
hann.