Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1929, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1929, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 341 Saga loftfaranna. „R 101“ dregið út úr skýli sínu til þess að í'ara fyrsta reynsluflug. kosningafyrirkbmulagi, þannig, að sem rjettlátast hlutfall fáist milli fulltrúa borga og sveita. Þá vill hann og gera dómstólana óháða pólitík og koma á nýjum prent- frelsislögum. — Ennfremur ætlar hann að reyna að reisa við land- búnað og iðnað, sem hvort tveggja er í mestu afturför. Nú er eftir að vita hvort Scho- ber tekst að koma þessum umbót- um á. Þær eru að mestu hinar sömu og heimavarnarmenn hafa farið fram á. Það er alt undir jafnaðarmönnum komið, því að þeir eru næst.sterkasti flokkur- inn í þinginu. Ef þeir neita að styðja stjórnina í .þessu, á hún ekki annað úrræði en að leysa upp þingið og láta fram fara nýjar kosningar. Heimavarnamenn hjeldu marga fundi um daginn, og fóru þeir friðsamlega fram. Var á öllum fundunum ákveðið að styðja hina »ýju stjórn. Þessir Ameríkumenn! Sagan er ótrúleg, en hún stend- ur í amerísku blaði. í einni borg í Bandaríkjunum eru öll húsin á hjólum. Fyrir skömmu bar það til, að maður vaknaði um nótt við það, að inn- brotsþjófar voru komnir inn í húsið. Hann gerði sjer lítið fyrir, laumaðist út og ók hiisinu beint til lögreglustöðvarinnar og þá hirti lögreglan þjófana. — Það er margt skrítið í Ameríku! „Sonny Boy“ er dáinn. Nýlega kom sú fregn frá Holly- wood, að yngsti kvikmyndaleikari heimsins Davely Lee', sje látinn eftir fárra daga legu. Davey ljek aðeins í einni kvikmynd, talmynd- inni Sonny Boy og eftír það var hann aldrei kallaður annað en Sonny Boy, og hann varð þegar uppáhald allra kvikmyndagesta. --■■■■ >* Hþað hafa Þjóðverjar smíðað mörg Zeppelin loftför? Það er nógu gaman að athuga það. „Zeppelin greifi“ hefir merkið „DLZ 127“. Það þýðir sama sem að hann sje hið 127. i röðinni. En hvar eru þá öll hin? Fyrst í stað urðu loftförin fyrir sífeldum óhöppum. „LZ 1“ fórst í Norðursjó. „LZ 2“ skemdist svo við lendingu í Allgau, að menn gáfust upp við að reyna að gera við það. Fjórða loftfarið flaug yfir hálft Þýskaland í ágústmán- uði 1908. Það hafði flogið 600 km. og ekkert hafði orðið að, ekki einu sinni þar sem það hafði orðið að leita nauðlendingar (það var í Echterdingen). Að kvöldi hins 5. ágúst ætlaði Zeppelin gieifi að halda fluginu áfram. Margar þús- undir manna böfiðu safnaat saraan til þess að horfa á það. En í sama bili kom hvirfilbylur, sem rykti loftfarinu upp og skelti því svo til jarðar aftur. Við það varð sprenging í einum hreyflinum og loftfarið brann til kaldra kola.. Daginn eftir voru hafin þjóð- arsamskot, svo að Zeppelin greifi gæti látið smíða nýtt loftfar. Árið 1910 fórst loftfarið „LZ 6“ og tveimur árum seinna brann loftfarið „Schwaben“ hjá Diissel- dorf. En þrátt fyrir þcssi óhöpp tapaði hvorki þýska þjóðin nje Zeppelin greifi trúnni á framtíð loftfaranna. Þetta var líka því að þakka, að tvö loftför „Hansa“ og „Victoria Louise“ höfðu reynst vel. Svo komið stríðið og þá var svo sem auðvitað að loftförin og upp- götvun Zoppelins vææi tokin í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.