Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1929, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1929, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 378 rit Sæmuftdar, Ara, Landn.bók, ís- lendingasögur, konungasögur, forn aldarsögur o. s, frv. En ekki eitt af þessum ritum kefir varðveitst í frunjriti höfundar. Hvert og eitt frumit' frá öllu þessn tímabili er gíátað. Meun skrifuðu sjer bæk- ur,- áttu þær, lásu þær, ljeðu þær og ljetu þær síðan farast, þegar þær tóku að fyrnast og lasna. Þetta mun hafa átt sjer stað alt frá því að bókagerð hófst, Sá andi, sém nú er svo ríkur, að géyma hvað eina,- halda því við og tjasla við það og láta á söfn, var þá ekki tiL Astæðan til þess að 17. aldar menn standa fyrir augum vorum sem % # meiri skemdarseggir en aðrir, mun ekki síst sú, að rifrildunum var safnað til ævarandi geymslu úr höndum þeirra éinna, en af því sem áður spiltist fara eUgar sögur. En eitt kom þó til sögunnar á 17. öld, sem lítið liafði áður kveðið að á Islandi, og olli því að mönn- um varð ósárara en fyrr að sjá á bak skinnbókum sínum. Það var pappírinn, Kringum 1640 íara menn að nota hann undir söguupp- skriftir þær sem þá tóku mjög að fara í vöxt. Vísindamenn nútím- ans þekkja þessi pappírshandrit að litlu góðu, að villum, óná- kvæmni og áfbökunum, og meta þair'eiiiskis nema þeir sje neyddir til. En frá sjónarmiði alls þorra mánna á þeirri öld höfðú þau alla kosti fram yfir skinnbækur. Þau voru ljettari í vöfum og auðveld- ari aflestrar, af því að á þeim var skriftarlag samtímans en ekki gamalt munkaletur. Hjer lagðist því hvorttveggja á eitt: skinnbækur úreltust og eftir- spurn jókst eftir þeim úr öðru landi. Þvi fór sem fór. Þær stofnanir í Kaupmauna- höfn, sem helst e'ignuðust íslensk handrit á 17. öld, voru tvær: há- skólabókasafnið og bókasafn kon- ungs. Háskólabókasafnið ljefc ís- land sjálft afskiftalaust, en mörg handrit þaðan, sem einstakir menn í Danmörku höfðu koinist yfir, lentu eigi að síður að þeim látnum á hillum þess. Þar á meðal var ín’argt ágætt, m. a. Kringla og Jöfraskinna, tvö aðaihandrit Heimskringlu. En 1728 brann há- skólabókasafnið eins og það lagði sig, og fórust öll hin íslensku handrit þess þar í skjótri svipan, að undanteknu einu, sem Árni Magu- ússon hafði að láni. Mörg þeirra höfðu þó verið skrifuð upp áður. Bókasafn konungs var helst eflt af Friðriki þriðja eftir miðja 17. öld, og þegar á fyrstu árum þess var leitað til íslands til að afla handrita þaðan. Enginn maður kemur svo mjög við þá sögu sem Brynjólfur biskup. Hann bar, sem kunnugt er, ægishjálm yfir aðra höfðingja laudsins á sinni öld, og lá ýmislegt laust fyrir honum, sem öðrum hefði ekki tjáð að biðja um. Eugin skip hafa flutt dýrara farm frá íslandi en þau, se'm höfðu inn- þvrðis handritagjafir hans til kon- ungs, Sæmundar Eddu, Flateyjar- . bók, Konungsbók Grágásar, Mork- inskinnu og enn fleiri. Auk þess sem Danir söfnuðu handritum á Islandi á þessum tim- um, höfðu Svíar net sín þar og tókst að ná góðum afla. Fengsæl- asti handritasmali þeirra var Jón Eggertsson. Meðal þeirra bóka seni liann keypti á íslandi fyrir sænskt fje og flutti til Stokkhólms 1683, foru ýmsar gersemar, t. d. Homi- liubókin forna og skinnhandrit að Heiðarviga sögu og fleiri sögum. Þetta stutta yfirlit sýnir, að því fer mjög fjarri, að Árni Magnús- son tæki upp á því fyrstur manna að flytja út ísleusk handrit. Þegar liann kom til sögunnar, var ein- mitt þorri bestu, fallegustu og elstu skinnbókanna kóminn úr landi. Sum voru í bókasöfnum Kaupmannahafnar, sum í Stokk- hólmi, sum í eigu einstakra manna í Kaupmannahöfn og víðar. Marg- ar he'lstu skinnbækur íslenskar, er Árni eignaðist, keypti hann erlend- is. Það sem hann safnaði frá Is- landi var að miklu leyti eftir- hreyta, rifnar bækur, einstök blöð og sneplar, sem hefði átt vísa tor- tímingu fyrii- höndum, ef hann liefði ekki verið. En að vísu fekk liann þó þaðan margt dýrmætt, ekki síst meðal þeirra bóka, sém Jón Vídalín sendi honum úr Skáþ holti. Árni kom til Hafnar tvítugur stúdent 1683 og varð árið eftir hjálparmaður sagufræ&ingsins Th. Bartholins, skrifaði upp fyrir liann, las með honum og þýddi fyrir hann íslensk fornrit. Á þann liátt kyntist liann imgur íslenskum bókmentum betur en nokkur jafn- aldri hans átti kost á. Árni ílend- ist í Daiimörku, en. áfin T702—;J2 var hann á íslandi í erindagerðum stjtórnarinnar. Hann lagði alt í sölurnar fyrir þá ástríðu sína að safna bókum. Meðal annars gekk hann að eiga roskna og geðstirða e'kkju sjer til fjár, og er þeim mun meiri ástæða til að halda að honum hafi verið sá ráðahagur um geð sem nánustu frændur. hans voru kunnir að kvennhollustu. Árni var langmestur bókamaður og safnari, sem nokkurn tíma hefir fæðst á íslandi. Hann keypti fjölda bóka, prentaðra og skrifaðra, og það sem mest var um vert, hann keypti sífelt af viti og þekkingu. Hann var glöggskygnari en flestir ef ekki allir samtímismenn hans á Norðurlöndum á það, hVað var einhvers virði og hvað var ónýtL Hann var seinvirkur og afkasta- lítill við ritstörf, en það sem hann hefir látið eftir sig stendilr enil í betra gildi en flest sem þá var ritað i vísindum. Ef vísindamanni nu á dögum mætti hlotnast að eigá tal við Arngríin lærða eða Brynj- ólf biskup eða Þormóð Torfason, mundi honum oít þykja sjer nóg boðið að hlýða á hjátrú þeirra, fjarstæður og meinlokur. En við Árna Magnússon mundi honum lynda vel. Þar fyndi hann enga hjátrú, engar undirstöðulausar til- gátur, enga tröllatrú á ónýtum heimildum, heldur dómgreind og heilbrigða skynsemi. Hjer er ekki ástæða til að rekja í einstökum atriðum, hvernigÁrna- safn varð til, enda er það e'kki hægt nema að nokkrú leyti. —- Fvrstu handritakaup Árna, sem kunnugt er um, fóru fram þegar liann hafði tvo um tvítugt, og eftir það helt hann stanslaust áfrain til dauðadags. Hvarvetna þar sem íslensk og norsk handrit voru á boðstólum erlendis, keypti hann án þess að horfa í skildinginn, og á fslandi reyndi hann að spyrja uppi alt sem til var og eignast það sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.