Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1929, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1929, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 381 veTsla, vegna þess að frjettirnar af máli hans höfðu borist þangað. En með hjálp Etienne Skuludis, sem síðar varð forsætisráðherra, tókst honum að halda í sjer lífinu þar. Vopnaverslun. I lok ársius 1877, þegar Zaharof var í þann veginh að snúa bakinu við Aþenu, gerðist atburður sem gerbreytti lífi hans, og gaf hon- um þann sess í veraldarsögunni, sem lengi mun geyma nafn hans með sögu vopnaverslunarinnar fram á vora daga. Sænskur skipstjóri, sem um nokkur ár hafði verið umboðsmað- ur í Grikklandí og Litluasiu fyrir Nordenfelt, hinn sænsk-enska vopnásmið, sótti um lausn frá því embætti, og fyrir áhrif Skuludis var Zaharof valinn. í hans stað. Hann kunni um þetta leyti öll mál á Balkanskága og nokkur mál í Litluasíu, auk þéss sem hann hafði lært nokkuð í Vesturianda- málum meðan hann dvaldi í Eng- iandi. Hafði Zaharof verið rjetti mað- urinn til að fara með þetta umboð. þá voru nú ekki síður hentugir tímar fvrir vopnasala, sem hafði hug á, að afla sjer auðs og gengis Þetta var um það leyti sem stríðið skall á milli Rússa og Tyrkja. Sigrar Rússa höfðu þau áhrif, að flest ríkí á Balkanskaga voru í þann veginn að gera samblástur á móti Tyrkjum. Þegar Plevna gafst upp, urðu jafnve'l Grikkir til að skerast í leikinn, og Zaharof var daglegur gestur í hermála- neytinu í Grikklandi. Á þessari verslun græddi hann svo mikið f je, að hann gat með því lagt horn- steininn að auðæfum sínum, sem nú eru hin mestu, sem safnast hafa í Evrópu. Samsteypan milli vopnasmiðjanna. Á nokkrum árum var Zaharof orðinn aðaleigandi Nordenfelt- verksmiðjanna. Hann hafði rekið þá verslrm svo vel, að þessi vefk- smiðja hafði um skeið alla forystu á markaðinum, og var einkasali til stó.rveldanna. — En nú kom yopnasmiðja á markaðinn, sem virtist ætla að verða skæður keppi- nautur. Það var Hiram S. Maxim, sem hafði fundið upp Maximbyss- urnar, sem seinna urðu heimsfræg- ar. Kepnin var lengi skæð milli þessara vopnasala, og það er sögð skemtileg saga af viðskiftum þeirra. Einu sinni var Maxim að sýna austurrískum herforingjum og Frans Jósep Austurríkis-keis- ara fram á ágæti byssanna. Hafði þá Zaharof valið sjer stað meðal blaðamanna, sem viðstaddir voru. Þegar einn af æðstu her- foringjunum bað Maxim að sýna, hve góð.byssan Væri, lagðist hann á hnje og skaut í hundrað metra færi í spjakl. Skaut hann stafina F J í spjaldið, en það voru upp- hafsstafirnir i nafni Frans Jóseps keisara. Nú spurði einn blaða- mannanna, hvað þessi byssusmiður hjeti. Zaharof svaraði að hann hjeti Nordenfelt, Daginn eftir lof- uðu öll blöðin í Vín ágæti Norden- felt.-rifflanna. Þetta barst Maxim til eyrna, og varð það að nokkru leyti til þess, að Maxim gerði Zaharof það tilboð, að steypa saman verksmiðj- unum. Zaharof átti þá e'inn meiri- ldutann af hlutabrjefum Norden- feltsverksmiðjunnar. 1888 var síð- an samsteypan stofnuð og nefnd „The Maxim Nordenfelt Guns and Amunitions Companv." Ensk v.opnaverslun gengur í samband við Zaharof. Nokkru fyrir aldamót tókst Zaharof að fá enska firmað Vickers Sons & Company til að • ganga í vopnaverslúnarhring sinn. Eftir það er talið, að liann hafi ráðið meir en nokkur annar um utan- ríkispólitík Breta. Voru nú komin í hring hans öll þau fjelög, seTn nokkurts máttu sín í vopnasmíði. Nó var rekstu", verslunarinnar orðinn allur annar. Áður hafði hann einn stjórnað öllu af fjár- málaviti sínu. — Nú hafði hann fremstu menn stjórnmálanna í þjónustu sinni. Þingmenn og ráð- herrar gengu nú erindi hans, og ef þeir gátu ekki leyst þau verk af hendi, sem hann setti þeim, þá gat hann sjeð til þess, að þeir urðu af embættum sínum. Ef stjórnirttar sáu sjer ekki fært að kaupa nóg af vopnum af Zaharof, þá sá hann um, að utanríkispólitíkinni var brevtt, svo að til ófriðar horfði. Nj ósnarstarf semi. Þangað til í stríðsbvrjun hafði Zaharof selt hverjum vopn, sem liafa vildi. En þegar stríðið braust iit, varð firma hans auðvitað að takmarka sölu sína til banda- manna. Enda þótt hringur hans væri ekki einn um vopnasöluna, þá mátti samt, græða laglegan skilding á stríðinu. Auk þessarar verslunar hafði hann á hendi ann- an og þýðingarmeiri starfa, en það voru njósnir og sendiferðir fyrir ensku stjórnina. Eins og vit- anlegt er, átti hann hægra með að fara um löndin í erindum stórveldanna heldur en opinberir erindrekar. Hann hafði sambönd TLÍt um alt, var allsstaðar kunnugur, talaði iill mál og var einn gáfaðast.i njósnari sem sögur fara af. Það kostaði hann of fjár að halda skoðunum sínum að almenningi gegnum blöðin, en það er líka ætl- að, að hann muni hafa átt einna drýgstan þátt i þeirri andúð, sem blöð um allan heim reyndu að. vekja gegn Þjóðverjnm og Miðveldunum. í Aþenu var á styrjaldarárunum öll njósnarstarfsemi ófriðarríkj- anna sáman komin. Þar þektust erindrekar ríkjanna, og verslunin með leyndarmál fór fram næstum opinberlega. Það þurfti því þar ekki annað en að bjóða nógu hátt í frjettirnar til að fá þær keýptar. Zaharof Var líka vanur að bjóða hátt, og eúda þótt þessi starfsemi hans kostaði of fjár, þá græddi hann meir á henni en nokkru öðru fyrirtæki sínu. Það var ekki hægt að bera á móti því, að hann varð banda- mööhum til ómetanlegs gagns með starfi sínu í þágu þeirra, og hann fekk því að verðleikum tvö heið- ursmerki. Annað var stórkross heiðursfjdkingarinnar frönsku, en hitt Bath-orðan, en hehni fylgdi það, að hann öðlaðist titilinn Sir. Hitt ljek auðvitað ekki á tveim tungum, að þánn hafði haft sinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.