Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1929, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1929, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 379 líkur voru til að nokkurs væri vert. Árið 1698 er bókasafn hans talið til hins merkasta, er Kaupmanna- höfn hafi að bjóða, en að sjálf- sögðu jókst það mikið eftir það. Mjög mikilsvert var fyrir Arna, að árin 1702—12 var hann sjálfur á 4slandi og átti þá hægra um vik en áður að leita uppi það sem þar leyndist ennþá, enda voru völd hans þá þvílík, að mörgum mun hafa verið ant um að láta að vilja lians. Fimtugur að aldri var Árni Magnússon kominn fast að marki sínu. Mestur þorri þeirra íslenskra liandrita og skjala sem hann kærði sig um að eiga og ekki lágu föst í öðrum bókasöfnum, var í höndum hans og fluttur á stað, sem ætla mátti að væri öruggari eti nokkur geymslustaður á íslandi. Því miður varð reyndin önnur. Að kvöldi dags hinn 20. okt. 1728 kom eldur upp í Kaupmannahöfn vestanverðri og varð ekki slöktur. Um nóttina færðist bálið nær og nær þeim slóðum, sem þá geymdu dýrustu eign íslendinga. Árni átti sjer hús í Stóra Kanúkastræti og hafði næg an tima til bjargar að morgni dags hinn 21. okt. En hann hikaði. — Sjálfsagt hefir honum vaxið í aug- um að hætta gersemum sínum út meðal hins trylta múgs, enda von- aði hann í lengstu lög að takast mundi að stöðva bálið. Þegar vo- gesturinn sótti hann heim, var björguninni hvergi nærri lokið, og urðu þeir Árni og hjálparmenn hans að skiljast við hillurnar hálf- tæmdar. „Þar eru ]>ær bækur, sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómadags“, á hann að hafa sagt, þegar hann gekk út i síðasta sinni. Sjónarvottar gera mikið úr þvi, sem glatast hafi hjá Árna við brunann. Það er mikið mein, að ekki var gerð fullkomin skrá yfir safn hans meðan það var heilt, og dru því engin tök á að rannsaka þetta mál til hlítar. En þó að ekki sje til hinar ákjósanlegustu heim- ildir, þá eru samt til ýms gögn, og bendir alt í þá átt, að þó að tjónið hafi verið stórkostlegt og í sumum greinum óbætanlegt, hafi það sem kalla má aðalkjarna §sfnsins, bestu bandrit hinna begtu fornrita, bjargast. Það sem sann- anlega hefir farist er m. a. ýms merkileg drög til rita eftir Árna sjálfan, meiri hluti allra prentaðra bóka lians (þar á meðal síðasta heila eintakið af Breviarium Ilolense úr prentsmiðju Jóns bisk- ups Arasonar) og mikið af hand- í-itum og skjölum, sem lutu að sögu íslands á síðari öldum. Árni tók sjer sjálfur tjónið ákaflega nærri og lifði ekki lengi eftir ]>etta. Á dánardægri gaf Árni Magnús- son Kaupmannahafnarháskóla safn sitt og stofnaði sjóð af eignum sín- um til styrktar einum eða tveimur íslenskum stúdentum. — Fyllri ákvæði um meðferð sjóðsins entist hann ekki til að gera, og liðu 30 ár eftir dauða hans uns úr því var bætt. Sú stofnskrá, sem þá var staðfest af konungi, mælir svo fvrir, að vöxtum sjóðsins skuli varið að nokkru leyti til að stvrkja tvo efnilega stúdenta íslenska, sem aftur eru skyldir til að vinna við samanburð á handritum safnsins, og annað slíkt, að nolckru leyti til að kosta prentun á ritum safnsins. Ekki alllöngu síðar var safnið og sjóðurinn sett undir stjórn sjer- stakra manna („Árnanefnd“) og hefir það haldist síðan. Nefndin er nú skipuð fimm miinnum, og hefir meiri hluti hennar löngum verið úr hóp prófessora háskólans. Styrkþegi hefir síðan um aldamót ekki verið nema einn. Meðal styrk- þega úr Árnasjóði hafa verið ýms- ir hinna fremstu Islendinga, svo sem Eggert Ólafsson, Bjarni Thor- arensen, Jón' Sigurðsson, Guðbrand ur Vigfússon, Steingrimur Thor- steinsson og Benedikt Gröndal. Bókaútgáfa sjóðsins hófst 1773 með Kristni sögu. Þar með var aftur riðið á vaðið eftir langt hlje um prentun íslenskra fornrita í Danmörku, og hefir verið starfað óslitið að því síðan, mestmegnis af islf'mskum mönnum. Það var ekki stjórnin og háskólinn, heldur safn og sjóður Árna Magnússonar. fornritaútgáfur þess sjóðs og ann- ara og loks Bókmentafjelagið, sem gerði Kaupmannahöfn að andleg- um höfuðstað fsléndinga á 18. og 19, öld. Sjóðurinn hefir gefið úl á prent ýms merk rit, svo sem Snorra Eddu í þremur bindum, ls- landslýsing Kálunds, skrár sama inanns yfir handrit Árnasafns, út- gáfur Vilhjálms Finsens á Grá- gásarhandritum, Palamgrafisk atl- as (þrjú bindi, með sýnishornum úr íslenskum, norskum og dönsk- um handritum), dróttkvæðasafn Finns Jónssonar og brjef frá Árna Magnússvni og til hans. Bráðlega badast tvö bindi við, með æfisögu hans ásamt fylgigögnum og safúi rita hans. Árnasafn á að vísu margt af skinnbókum, eti meiri liluti þess éí- þó pappírshandrit frá 17- öld og frá dögum Árna sjálfs. Hann hafði að staðaldri íslenska skrif- ara hjá sjer og var mjög vandfýs- inn að þeir skrifuðu rjett upp það sem þeim var fengið í hendur. — Langmestur hluti safnsins er ís- lensk handrit og skjöl, næst ganga norsk, því næst dönsk, en auk þess eru í því srensk, þýsk, holle'nsk, frönsk og spænsk handrit. Mikið af íslensku handritunum er skemt og óheilt, en Árni hafnaði engu fyrir þá sök. Hann hefir eignast fjölda af einstökum blöðum og sneplum lir ýmsum áttum, og aldrei skilur maður betur en þegar maður hefir einhvern slíkan samtíning i höndum, hvilíkur grúi af skinnbókum hefir farið forgörð- um á íslandi. Prentuð skrá yfir handrit Árna- safns tekur yfir tvö þykk bindi, og má af því ráða, að torvelt muni að gera grein fyrir þeim í örstuttu máli. Þar eru brot handrita, sem ætla má að sje skrifuð, ef ekki um það leyti sem Ari fróði dó, þá að minsta kosti í þann mund sém Þorlákur lielgi söng messu í Skál- holti og Snorri Sturluson Ijek sjer að gullum sínum í Odda. Þár er jarteinabók Þoriáks biskups, óg getur fyrir tímans sakir meir ’én verið að skrifarinn hafi sjálfúr sjeð biskup þvo fætur beininga- manna á stórhátíðum. Þar eru blaðaslitur úr Eglu, flstu menjar sem til eru úr nokkurri fslending'a- sögu. Þar er Staðarhólsbók Grá- gásar, rituð á þeim tíma, þegar hin fornu lög voru numin úr gildi og Járnsíða koiri í staðinn. Þar er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.