Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1929, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1929, Blaðsíða 7
i.r-L Svcitarsaga. • Prestur nokkur í Noregi, sem nú hefir látið af embætti, var á sínum yngri dögum jafnvígur á sleggju, hamar, hefil, meitil og öxi eins og á pennann. Það var einu sinni, er hann var nýkominn í sókn sína, sem nývígður prestur, að bóndason- ur nokkur, sem heima átti hin- um megin við fjörðinn, kom snemma dags á báti yfir til prestsetursins. Ætlaði hann að biðja nýja prestinn að lýsa með sjer og unnustunni — því að nú ætlaði hann að fara að gifta sig. Sem fyr er sagt var þetta árla morguns og þóttist hann því vita að prestur mundi ekki kom- inn á fætur. En skamt frá prest- setrinu var smiðja og þangað lagði piltur leið sína til þess að tala við smiðinn, á meðan hann biði eftir presti. Þegar hann kom í smiðjuna var þar fyrir hár og þrekinn maður og hamaðist og rak járn, svo að sviti bogaði af honum. Pilturinn settist á kassa og horfði á smiðirin um hríð. — Hvað ertu nú að smíða, karlinn? spurði hann svo. — Það eiga að vera drög und ir nýja sleðann, sem er þarna úti, sagði smiðurinn. Pilturinn gekk þá út, til þess að líta á sleðann. — Hver hefir' nú smíðað þetta? spurði hann svo. — O-o, jeg hefi teglt hann saman, svaraði smiðurinn og rak járnið af alefli, svo að gneistar fuku í allar áttir. — Þetta er ekki svo óhöndug- lega gert, mælti piltur. Held- urðu að þú vildir ekki koma yf- ir fjörðinn til okkar þegar þú hefir lokið vinnu þinni hjerna hjá prestinum? — Vera má það, svaraði hinn. — Þú hefir máske lært trje- smíði uppi í Elverum, als þú ert þessi þjóðhagasmiður? spurði piltur. — Nei, þar hefi jeg ekki ver- ið, en jeg hefi lært þetta í Osló, •svaraði smiður. En hvaðan ber ÍjESBOK MORGUNBLAÐSINS þig að og með hvaða erindum ferðu? — Jeg á heima hjerna vest- an við fjörðinn og ætla að finna prestinn sem snöggvast. En jeg verð nú sjálfsagt að bíða eftir því þangað til nann kemur á fætur. Þeir eru ekki vanir því, slíkir kallar sem hann, að sjá sólina koma upp. —Nei, það er víst hverju orði sannara, mælti smiðurinn. En hjálpaðu mjer nú til þess að setja drögin undir sleðann. Við munum ljúka því fyrir morg- unverðartíma. Pilturinn var fús til þess. Og svo hjálpuðust þ^ir að og unnu saman í mesta bróðerni þangað til kallað var að nú væri morg- unverður fram reiddur. Fóru þeir þá báðir heim að prests- setrinu. Smiðurinn bað pilt að bíða sín um stund úti fyrir að- aldyrunum, meðan hann að- gætti hvort prestur væri kom- inn á fætur. Síðan fór hann inn um bakdyr, og stundu síð- ar kom út stúlka og sagði pilti að nú gæti prestur veitt honum áheyvn. Piltur gekk inn með húfu síii' í hendinni og kenghogirn af kurteisi, því að nú átti hann að fá að tala við prestinn sjálf- an. En þegar hann kom inn í skrifstofu prests, var nær lið- ið yfir hann, því að þar sat þá smiðurinn, hreinn og þveginn og í sparifötum. Piltinum varð auðvitað orðfall fyrst í stað, en prestur fjekk þó að lokum að vita erindi hans, en hafði þá ekki skap í sjer til þess að spyrja, hvort hann ætti að koma vestur yfir fjörðinn og smíða eitthvað fyrir þá þar. Ameríkskur vísindamaður, pró- fessor Cason í New York, hefir komist að þeirri niðurstöðu, að 507 plágur þjái mannkynið. — Meðal annars, sem i upptalningunni er, eru ágengir menn og veggjalús, jazz, óhrein rúm, ölvun, mýs og hár í mat. Fle'st er þar til tínt nema gigt og vont veður. 423 = Rdðning krossgatu í Jóla-Lesbók. Lárjett. 1. Áland. 5. Móri.^6. Tros. 7. Asta. 8. Sjria. 9. Röð. 10. K(á). 13. Ornun. 14. Þar. 18. Sjana. 19. Ári. 20. Aftan. 25. La- la. 26. Elin. 27. Fimt. 28. Kári. 29. Ála. 30. Lá. 31. Sörli. 32. Skák. 33. Ský. 34. Sé(C). 36. Köþi. 37. Kag—. 38. Rá. 40. El. 41. Nes. 42. Gína. 43. Brátt. 44. Okra. 45. Gel. 46. Ýr. 48. Bú. 49. UU. 50. Ilret. 51. Röst. 52. HóU. 53. Yrki. 54. Monta. 56. Úr. *57. Kák. 58. Kula. 59. Laut. 60. Umra. 61. Fúin. 62. Firta. 63. Sný. 66. Fjóla. 67. Hátíð. 68. Rár. Lóðrjett. 1. Amt. 2. Lóra. 3. Áróss. 4. Nístir. 11. Átök. 12. Aðal. 13. Ós. 14. Þrjá. 15. Anar. 16. Runi. 17. Ná. 21. Fleira. 22. Talmi. 23. Álit. 24. Nán. 27. Fála. 28. Kals. 32. Sök. 33. Skrök. 34. Skallar. 35. Reykingar. 39. Kengbogin. 40. Leirker. 41. Snarl. 42. Áta. 47. Kult. 48. Bljet. 49. Urslit. 50. Ilölkn. 51. Ró, ró, 52. Htm. 55. Púkk. 56. Raul. 57. Klaufi. 58. Aumur. 59. Trít. 60. Ana. 63. Sjár. 64. Nóta. 65. Ýlir. 69. Áð. Margar ráðningar bárust blað- inu, en engin rjett. Rdðningar á Verðlaimagátu í Jóla-Lesbók. Gallarnir á myndumuttj eru þessir: 1. mynd. I baksýn er kínverskt hof svo að myndin ætti að vera frá Kína. En Gíraffar em ekki þar, ekki heldur kaktus nje cow- boys. 2. inynd ætti að vera frá ítalíu. Það sýnir skakki tuminn í Písa. En þá er vitlaust að láta krókódíl vera þar og hollenskan bónda að skjóta hann. 3. mvnd sýnir Indíána vera að skjóta kengúru. Þetta getur rkkí átt sjer stað. Indíánar eru að eins til i Ameríku, og kengúrur aðéins til í Ástralíu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.