Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1930, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1930, Blaðsíða 6
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Eiturbyrlcirar í Ungverjalandi 1 fj’rra koiusit það upp um ýmsar konur í Ungvérjalandi, að þær höfðu bvrlað mönnuni eitur í stórum stíl. Gerðu þær þetta í gróðaskyni. Þeir, sem drepnir voru á þennan hátt, voru einkum menn, sem konurnar vildu losna við, eða þá eldra fólk, sem erfingjum þótti aJtof langlíft. í þorpinu Navgreö hefir hver gröf verið grafin upp og' hafa Jælenar fulljTrt að 40 af mönnum þeim, sem grafnir voru upp, hefði dáið af arsenikeitrun. En sum líkin voru orðin svo gömul og rotin, að ekki var hægt að dæma um da'uðaorsök. Talið er að tala þeirra, sem (Jrepnir hafa verið á eitri, sje miklu hærri en þetta, vegna þess að eiturbyrlararnir hafa rekið-hina ófögru starfsemi sína miklu víðar en í þessu eina þorpi. Alls eru það 34 konur, sem teknar hafa verið fastar fyrir þessi ódáðaverk. Er nú nýlega fallinn dómur í málum fjögurra þeirra. Var ein dæmd til dauða, en hinar í æfilangt fangelsi. Hjer á myndinni sjást þessar fjórar konur í rjettarsalnum. Heita þær (talið frá vinstri) frú Holyba, frú Sebestyen, frú Lipka (hún er dæmd til dauða) og frú Koteles. Mál hinna 30 ákærðu, sem eftir eru, verða tæplega tekm til dóms fyr en einhverntíma í vor, því að fyrst þarf að .yfirheyra 1.40 vitni. uð sem hreinasta goðgá. Þeir, sem dvalið hafa í löndum Múhameðstrú armanna, vita best hve mikil helgi er bundin við föstudaginn, hvíldar daginn. Engum Múhameðstrúar- manni hefir komið til hugar að gera neitt handarvik þann dag. Þó mega leikhús, kvikmyndahús, veit ingahús og matvörubúðir opið vera; Múhameðstrúarmenn hafa sem sje ekki talið föstudaginn að- ein's hvíldardag, heldur einnig þann dag, sem menn eigi að skemta sjer. I Stambul, Angora og ýinsum hinna stærri borga, er föstudagurinn þó farinn að missa ýmislegt af helgi sinni, en i sveit- unum er hann stranglega haldinn helgur. Það er t. d. alsiða hjá bændum að þeir loka sig inni þann dag og setja lilera fyrir alla glugga. — ----- Ýmsir eru hræddir um það að Kemal Pasclia muni reisa sjer hurðarás um öxl með því að ætla að fá þegna sína til þess að skifta um helgidag. Þeir halda því fram, að hanu muni aldrei fá bænílurna til að fallast á þá breytingu og að þeir muni Íireint og beint gera uppreisn. En þeir, sem fylgja Kem al að málum, halda því fast fram, að þessi breyting muni verða þjóð inni til blessunar. Kaupmennirnir í borgunum eru líka brevtingunni fylgjandi. Eins og nú er ástatt verða tyrkneskir kaupmenn og bankar að hafa lokað á föstudög- um, þá dagana, sem oft er mest vcrslun hjá Evrópumönnum. Með þessu móti tapa kaupmelin og bankar heilum degi í viku, því að það bætir ekkert upp þótt þeir hafi opið á sunnudögUm, því að ])á eru allar verslanir Evrópu- manna lokaðar. Yegna þessa og vegna hinna mörgu sjerstöku lielgi daga Ósmanna, tapa kaupmenn og bankar nær þriðjungi ársins. En komist breyting Kemals Pascha á, e'r stórum bætt úr þessu. ------» »4------ f\ga Khan giftir sig, Hinn vellauðugi indverski fursti, Aga Klian, sem á yfir 20 miljónum manna að ráða, og er af þeim tal- inn.hálfguð og. dýrkaður, he'fir að undanförnu dvalið í París og nú fyrir skemstu giftist hann fátækri saumastúlku, sem Josephine Uar- ron heitir. Hjónavígslan fór fram í hinu gamla ráðhúsi Aix-les-Bains, og borgarstjórinn þar, rithöfundur inn Henr,i Clerc, gaf þau saman, ei' á eftir lýstu tveir indverskir æðstuprestar blessun sinni yfir brúðhjónunum. Yið hjónavígsluna voru ekki aðrir en hjónavígslu- vottarnir, systir brúðurinnar og faðir heiinar, sem er dyravörður í veitingahúsi. En úti fyrir ráðhús- inu hafði safnast saman fjöldi fólks, þar á meðal óteljandi blaða menn og myndtökumenn. Ensk blöð höfðu sent þangað sjerstaka frjettaritara í flugvjelum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.