Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1930, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1930, Blaðsíða 8
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smælki. . Það var >einu sinni trnboði, sém hjet Armstrong. Hann kom í lítií þon') og helt þar samkomu. Lækn- irinn í þorpinu var alkunnur trú- .levsingi og hann fór á samkomuna ásamt þremur vinum sínum, til þess' að hrella trúboðann. Fyrst sptirði hann Armstrong: „Er það ekki rjett að þjer prjedikið fyrir sálir mannanna?“ —„Jú“, svaraði hinn. Þá spurði læknirinn: „Hafið þjer nokkru sinni sjeð sál?“ ,Nei!‘ „Hafið þjer þá heyrt sál?“ „Nei!“ „Hafið þjer bragðað sál?“ „Nei!“ „Hafið þjer fundið lykt af sá}?“ „Nei!“. „Hafið þjer fundið til sál- ar?“ „Já, guði sje lof“, svaraði Armstrong. „Gott, lijer eru 4 at- kvæði gegn eiþu um það að engin sál sje til !“ Þá spurði Armstrong læknirinn: „Hafið þjer sjeð sáisauka?11 ,Nei!‘ ,Hafið þjer heyrt sársauka?1 ,Nei!‘ „Hafið þjer bragðað sársauka?“ „Nei!“ „Hafið þjer fundið til sárs- auka?“ ,Já‘. Þá sagði Armstrong: „Það eru þá líka 3 atkvæði gegn einu um það að enginn sársauki er til. Þó trúið þjer því og vitið það að hann er til og eins trúi jeg því og veit það að til er sál!“ | Lögfræðingur: Ef jeg á að taka mál yðár að mjer og reyna að fá yður sýknaðan, þá verðið þjer að gegja mjer alt eins og er. Ákærði: Já, alt skal jeg segja yðúr, nema það hvar jeg faldi stolnu peningana. Aðkomumaður: Hvernig er það með póstsamgöngur hjer í sveit- inm. Bóndi: 'Jæja, það rekur hjer á land flöskupóst einstaka sinnum. — Er bankastjórinn inni ? — Já, en hann sleppur út eftir þrjá mánuði. ’ Rannsóknaleiðangur „DaJia“. Dr. Johs. Schmidt, sem er einn þektasti hafrannsóknari á Norðurlöiidum hefir stjómað miklum rannsóknaleiðangri danska skipsins „Dana“. Hefir hann siglt því kring um hnöttinn og gert rannsóknir í öllum úthöfum. Dr. Schmidt varð fyrir nokkrum árum kunnur fyrir rannsóknir sínar á lifnaðar- háttum álsins. Hefir hann síðan haldið þeim rannsóknum áfram með góðum árangri. Myndin hje'r að ofan sýnir skipið „Dana“, en neðst til vinstri er mynd af dr. Schmidt. Myndin hægra megin er af álsseiði. 1 miðjunni er mynd af djúpsævisfiski, sem Dana veiddi í Suðurhöfum. Hefir hann ekki þekst fyr. Hann er afar einkennilegur á vöxt, en þó einkum fyrir það að upp úr trantinum er geysilangur þráður með Ijósi í endanum. Þegar þau giftu sig Ólafur rík- iserfingi Norðmanna og Mártha, hin sænska prinsessa, gaf sænska blaðið „Yecko-Journalen“ út sjer- stakt blað í tilefni af brúðkaup- inu, og átti alt, seúi inn kom fyrir sölu á því blaði að ganga til góð- gerða og Mártha prinsessu falið að úthluta því. Agóðinn af sölunni varð 25.000 krónur og hefir prins- essan nú útbýtt því fje á þennan hátt: 10 þús. ganga til góðgerða- starfsemi í Svíþjóð, 1000 krónur ganga til fátækþnga í hverri af þessum þrem borgum, Ósló, Björg- vin og Niðarósi, 1000 krónur til fátækra í Finnmörk, 500 kr. til Norges Utdannelsesfond, 500 kr. í húsbyggingarsjóð K. F. U. K. í Ósló. 10 þúsund krónum er varið til a£ stofna sjerstakan sjóð, er ber nafn krónprinsessunnar. í veitingahúsi. Gestur ávarpar þjóninn: Nei, eruð þjer nú orðinn þjónn hjerna, Petersen? Þjónninn: Já, en jeg borða ekki hjer! i* h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.