Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1930, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1930, Blaðsíða 1
39. tölublað. Sunnudaginn 5. október 1930. V. árgangur. Hámarksflug. Flogið í ue5tur, og lent 200 mílum austar en lagt uar á stað. Eftir major R. UJ. Schroeöer. Vísindamenn hafa fyrir löngu veitt því athygli, að hátt uppi er loftstraumur, sterkur loftstraumur, frá vestri til austurs, sem orsakast af snúningshraða jarðarinnar. Telur veðurfræðingurinn McAdie, pró- fessor við Harward háskólann í Bandaríkjunum, að þessi loftstraumur nái frá 13.000 feta hæð upp í 50 þús. feta hæð. Þar fyrir ofan kemur öfugur loft- straumur og enn hærra kemur þriðji loftstraumur- inn frá vestri til austurs. Reynsla R. W. Schroeders majors í háflugi, sýnir, hve sterkur er vestan-loft- straumurinn neðri. Það eru aðeins fáir menn, sem þola það, að fara hátt í loft upp. Þegar komið er í 10.000—15.000 feta liæð, stendur venjulega blóð- buna bæði úr nösum og eyrum á mönúum. Jeg hafði þó nokkrum ’sinnum komist í 12Q00 feta hæð, án þess að kenna mjer neins meins. Hafði það orðið hlutskifti mitt, sem flugmanns í he'rnum, að reyna allar vjelsterkustu flugvjelarnar og fara á þeim ,„upp í mæni“ —, en svo er það nefnt, þegar farið er á flugvjelum eins hátt og þær kornast. Á þessum ferðum var jeg oft súrefnislaus, og jeg tók eftir því að jeg fór, smám saman að venjast við þunna loftið. En þegar hærra kom, varð jeg syfjaður, fann til þreytu og hungurs, og þótt mjer fyndist jeg stýra alveg rjett, þá sýndist mjer jörðin vera til hliðar við mig, í stað þess að vera beint niður undan mjer. Jeg tók því það ráð, í hvert skifti, sem jörðin fór að láta svona vitleysislega, að anda að mjer súrefni og þá náði jeg mjer undir eins og jörðin rjetti sig. Hinn 18. september 1918 fór jeg í háflug og stefndi til vesturs. Fór jeg í gegnum ský í 8000 feta, 12000 feta og 16000 feta hæð. í 20000 feta hæð fór að koma hjela á gler- augun mín, og gekk mjer því mjög ilia að lesa á mælingaáhöldin. — Frostið var þarna 18 gráður. Þegar jeg kom í 25000 feta hæð, tpk jeg eftir því að sólin var að sortna, og .jeg heyrði varla neitt í hreyflin- um. Auk þess fann jeg sárt til hungurs. Jeg hugsaði með mjer, að það mundi vera áliðið dags og farið að dimma. En vegna þess að flugvjelin hækkaði sig alt af hugs- aði jeg með mjer, að það væri best að lialda áfram dálítið lengur, því að jeg mundi brátt komast „upp í mæni“. Þá ætlaði jeg að snúa und- ir eins til jarðar aftur. Jeg var f ekkert hræddur við lendinguna, því að jeg hafði oft lent í myrkri. Jeg liugsaði með mjer, að nú nuuidi kominn tími til þess fyrir mig að anda að mjer súrefni, og jeg gerði það. Þá var jeg í rúm- lega 25 þús. feta hæð og frostið var 25 stig. Um leið og jeg andaði að mjer súrefninu, varð sólin alt í einu björt aftur, og hávaðinn í hreyfl- inum varð svo mikill, að jeg helt, að eitthvað væri að honum. Jeg fann ekki lengur til hungurs, og alt um kring mig var skínandi fagur dagur. Mjer lá við að syngja af einskærum fögnuði. Það var dýrleg sjón að horfa á heiðbláan liimininn og skýin, sem voru mörg þúsund fetum undir mjer. Samt sem áður var hjelan á gleraugun- um mjer til mikils baga. Jeg tók af mjer annan vetlinginn og þýddi hjeluna af gleraugunum með lóf- anum. Þetta varð jeg að gera hvað eftir annað, svo að jeg gæti lesið á mælingaáhöldin. Þegar jeg var kominn í 27 þús. feta hæð, varð jeg að taka gleraugun af mjer. Var mig þá farið að kala á hend- inni og leið illa i henni. Kuldinn var svo bitur, að augun fyltust tárum og jeg varð að hjúfra mig sem best niður í vjelina til þess að leita skjóls. Þannig helt je^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.