Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1930, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1930, Blaðsíða 6
310 LBðBÓK MOROUNBLÁÐSINS í talmynd er nýlega var tekin af índíánalífinu, eins og það var, er Indíánar skiftu höggum við hvíta menn, ljeku meðal annars nbkkrir Indíánar. Sjest hjer mynd af þrem þeirra, er þeir horfa yfir lijeruðin, sem fela í skauti sjer allar endurminningarnar um baráttu forfeðra þeirra og sigra. Spákonan maddama Laila. Einhver frægasta spákona heims ins er Terfren Laila. Hún er ind- versk að ætt og fædd í Singapore. Þegar hún var fjögurra ára gömul fór að bera á yfirnáttúrlegum hæfi leikum hjá henni, og var hún því fengin prestum í hendur, og ólst hún upp hjá þeim, þangað til hún var 9 ára gömul. Síðan hefir hún verið spákona og sjeð marga hluti fyrir. Hún hitti Mussolini fyrir mörgum árum, er hann var á flæk- ingi um álfuna, og þá spáði hún honum því, að hann mundi verða einvaldsherra í ítalíu. Fyrir nokkur um árum spáði hún því fyrir Carol Eúmenaprins, að hann mundi verða konungur í Rúmeníu 1930. Og árið 1928 spáði hún vesturflugi Costes á þessu ári. Fjöldi tignarmanna og stjórn- málamanna trúir á hana, t. d. Bri- and, Masaryk, Mussolini og Carol konungur. Og því var það núna eft ir kosningarnar í Þýskalandi, að eÍTm af helstu stjórn m á 1 a mimnun- um þar fekk hana til þess að koma til Berlin og spá um framtíð Þýska lands. Litlu eftir komu hennar þangað fengu blaðamenn leyfi til þess að tala við hana og gaf hún þeim þá ofurlítinn forsmekk af spádómum sínum. Hún sagði ,að í desember- mánuði mundi upp rísa í Berlin þjóðfrömuður, sem tæki sjer ein- ræðisvald í landinu. Hann mundi koma skipulagi á iðnaðarmálin, svo að næsta vor væri algerlega bætt, úi atvinnuleysinu. Ennfremur sagði hún, að ný bylt ing mundi verða í Rússlandi eftir 15 mánuði. Á eftir myndi verða smábyltingar í Jugoslavíu, Albaníu og Italíu, en byltinguna í ítalíu mundi Mussolini kæfa þegar í byrjun. Hún spáði því einnig, að 1931 mv\ni dr. Eckener fara í langa f'lugferð og uppgötva nýtt land. Max Schmeling muni þrisvar sinn- uin verða heimsmeistari í hnefa- kik og prinsinn af Wales muni gifta sig spanskri aðalsmey á næsta árj, Hvenær koma farfuglarnir? Það er kunnugt að farfuglarnir koma hingað misjafnlega snemma á vorin, af hverju sem það stafar. Þjóðtrúin segir að þeir viti á sig veður, finni það á sjer hvort vel eða illa muni viðra hjer á landi á vorin og komi fyr en ella þegar snemma vorar, en seint þegar vor- harðindi sje. Margt virðist benda á að eitthvað sje hæft í þessu, að fuglarnir viti á sig veður. Er til marks um það, að stundum eru farfuglar hjer allan veturinn t. d. skógarþrestir. Bregst þá ekki að vetur verður mildur. I vetur sem ieið og í fyrravetur höfðu lóur vetursetu hjer á Suðurnesjum, enda var þá framvirslrarandi mild tíð. Mönnum er og enn í fersku vninni hvílík ókyrð og óeðli.greip rjúp- urnar haustið fyrir frostaveturinn mikla — löngu áður en frpstin byrjuðu. Það var eins og þæá hefði engan frið á sjer og þyrptust í tugþúsundatali niður í bygðjr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.