Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1930, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1930, Síða 2
386 LESBÓK MORG LTNBLAÐSINS DÝRÐ - FRIÐUR. Jólahugleiðing eftir cand. theol. Sigurjón Guðjónsson. Myrkur hvíldiyfir Betlehems- völlum. Fátækir hirðar vöktu þar yfir hjörðum sínum. Svefn- þungi kyrðarinnar sótti að þeim. •— Alt í einu breyttist myrkrið í kringum þá í birtu. Ljósklædd vera -— vera frá æðra heimi, stóð hjá þeim. Augu þeirra opn- uðust, og þeir sáu dýrð drottins. Umhverfið var fult af dulræn- um verum, og þeir heyrðu radd- ir: Yður er frelsari fæddur. ... Dýrð sje guði. . . . Friður á jörðu. Hirðarnir urðu hræddir. Það verða menn oft, er þeir sjá og heyra eitthvað, sem þeir ekki skilja. En þeir trúðu björtu verunni, sem hafði sagt þeim, að frels- arinn væri fæddur. Þeir höfðu lengi þráð að sjá hann. Og hirð- arnir fóru til Betlehem til þess að sjá frelsarann, sem var ný- fætt barn, og lá í jötu. Þeir krupu við jötuna, lofuðu og veg- sömuðu guð fyrir, að hann hafði opnað þeim, fátækum hjarðmönn unum, himin sinn. Sælir voru hirðarnir; þeir höfðu sjeð dýrð guðs. * Jólin eru komin. Fæðingar- hátíð Jesú Krists er runnin upp. — Frammi fyrir mynd hans mætast yngri og eldri kynslóð- ir í kvöld, bæði þær, sem enn gista jörðina, og hinar, sem gengnar eru inn til annara heima; þær flytja honum þakk- arbænir sínar, og lofa hann fyr- ir hve mikla hluti hann hefir fyrir þær gert. Á þessari stund minnumst við hetjunnar, sem dreifði myrkrinu og leiddi inn ljósið, hetjunnar, sem búin var þeim mætti, sem er öllum æðri — mætti kærleikans, — hetjunn- ar, er sá dýrð guðs hvarvetna í náttúrunni og boðaði hana öðr- um. * Kirkjuklukkurnar hringja inn heilög jól, og kallá til sín yngri og eldri, konur og karla, burt frá önnum og striti hversdags- lífsins inn í friðarheima jóla- næturinnar. Þa8 er eins og heimurinn verði nýr á hverri jðlanótt, eins og hann varpi af sjer álagafjötrum eigingirni og stjettarígs. Engill guðs flytur þá mönn- unum fagnaðarboðskapinn, er hann flutti hirðunum forðum daga austur í Gyðingalandi: 1 dag er yður frelsari fæddur. Dýrð sje guði í upphæðum! Á jólanóttina rætist hinn gamli og nýi draumur mann- kynsins, um frið á jörðu. Mátt- ur jólanæturinnar er mikill. Jafnvel ófriðareldur hildarleiks- ins mikla, er háður var fyrir fá- um árum, slokknaði þá nótt. Það var jólanóttin ein, minning- ir um fæðingu Jesú Krists, sem hafði þau áhrif, Á jólanóttina finnur hugsjón- in um frið á jörð hljómgrunn í sálum mannanna. * Jesús Kristur fæddist fyrir rúmum nítján öldum, í hrörleg- um kofa, austur á Gyðinga- landi, og fátæk móðir vafði litla drenginn sinn reifum. Það var lítil ytri dýrð og viðhöfn við fæðingu hans. En það er eins og dularfullar æðri verur hafi vit- að, yfir hvaða innri dýrð hann bjó, og hafi sjeð fyrir, að þetta litla barn var til þess kjörið, að verða frelsari mannanna. • Jólanóttin er byrjuð. Alstað- ar loga ljós, á himni og jörðu. Frá dýrðarheimi guðs stafar geislum inn í þreyttar og þjáð- ar sálir. Samúðaröldur og hug- hlýir straumar berast frá sál til sálar. Á jólunum gera allir sitt til að vera góðir og eignast örlítið brot af hugarfari Krists — d jólunum vilja allir efla frið á jörðu. Og friðaröldurnar berast manna á milli og sam- eina sundurleita hugi. — Mann- kynið er að bjóða Jesú Krist velkominn, búa sig undir að sjá dýrð Guðs og finna frið hans — búa sig undir gleðileg j61!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.