Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1930, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1930, Page 6
390 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — Knud, sagði hann, — þú veist, að jeg er engin bleyða. Aldrei var jeg smeykur við ao leggja út í óveður, og aldrei óttaðist jeg hafið. Nú er jeg kominn svo að segja í kör, kemst aldrei lengra en upp á kofaþakið mitt. En þú ferð nú yfir hafið, mikla hafið, þar sem ekkert land sjest, ekki annað en himininn. Þú skalt aldrei ótt ast aflleysi þitt, svo framarlega sem þú aldrei ert huglaus. — Krjúp þú nú á knje, og meðtak blessun gamla mannsins. Og svo las hann „Faðir vor- ið“ hægt og í hálfum hljóðum. Við tókumst í hendur en sögðum hvorugur orð. Eg þurfti nú að fara til alls fólksins, sem var komið saman til að taka á móti okkur. En á leiðinni þang- að, sem fólkið í kátínu hafði hópast saman, var sem jeg heyrði fyrir eyrum mjer klukknakliðinn frá fyrstu jóla- klukkum Kuanja gamla. Og nú hefi jeg reynt að upp- fylla síðustu ósk hans. Hvort hann er á lífi eða liðinn, veit jeg ekki. En það veit jeg, að orð han'i f 1-•i-- ’-íjer. íf^^ORRI manna hlakkar til flHp' j°lanna> en sn tilhlökk- pky* un stafar mestmegnis frá munni og maga og lönguninni að fá ný föt. Mestallur fagnaður jólanna snýst um borðhald og þessháttar góðgerðir. Þannig er þessu varið í sveitunum a. m. k. Vera má, að húslestur sje les- inn um jólin á fáeinum bæjum, og farið er til kirkju, þar sem stutt er tildráttar. En í sveitum er naumast hægt að sækja kirkju í blá-skammdegi, svo mannfá sem heimilin eru og lið- laus í svaðilferðir. Meginþorri manna rennir aug- um í aðrar áttir en þá, sem jóla- stjarnan tindrar í. — Æfintýrið uih vitringana, sem komu úr Austurlöndum, hefir minna að- dráttarafl gagnvart almepningi, en meðaltíðindi um veraldleg efni, sem þjóta í símanum og hvína í útvarpinu. Einn og einn, gamaldags-sjer- vitringur, — eða þá andans- maður, rennir hugskotsauga sínu til barnsins, sem fæddist í jötu í Jórsalalandi fyrir 19 hundruð árum. Þeir, sem þangað hugsa, líta misjöfnum augum á orð og athafnir mannsins, sem varð úr „btusveininum. Sumir gáfumenn halda — t. d. Georg Brandes — að hann hafi aldrei fæðst, öll æfisaga hans sje draumur eða skáldaskrök. Aðrir ætla — jafn- vel prestar — að Jesús Kristur hafi verið jafnaðarmannahani, sem galað hafi á múrum Jór- salaborgar og á sjálfri muster- isburstinni dagana fyrir kross- festinguna. Svo fáránlegir og lágvaxnir miðlungar eru nú hafðir til að bera merki kristin- dóms og kirkju, honum og henni til niðurdreps og fúa, en alþýðu til athlægis og angistar, eftir því sem hver og einn er skapi farinn. Skáld og orðlistarmenn hafa rrargt sagt um lávarðinn mikla, meistarann, manns-soninn, guðs- soninn, lausnarann, lambið —- konunginn Krist. Mörg orð hafa fallið um hann, sem orka tví- mælis og mörg, sem lyfta hug- anum frá láglendi til hæða. — Sumir rithöfundarnir, sem erú vantrúaðir á undrin, sem um hann eru sögð, tala þ ó um hann með aðdáun og gera sitt; til, að hann hilli upp yfir önnur mikilmenni. . Spekingurinn og stórskáldið Stephan G. Stephansson hefir gert kvæði um Krist, sem sting- ur í stúf við alla jólasálma — ljelega og góða. Jeg ætla nú að rifja upp brot úr þessu kvæði og fara um það fáeinum orðum; jeg held, að fáir kunni það. Því er nu þannig háttað, að götu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.