Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1930, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1930, Blaðsíða 14
308 ',,JV LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Goðagremi Eftir Hermann Heinemann. Sebastian með fiðlu sína. gFTIR langa og örðuga reið náði jeg að lokum hinum afskekktu kaffiekrum, þar sem vinur minn var hæst- ráðandi. Það eru undarleg við- brigði, að setjast í mjúkan hæg- indastól, eftir að hafa setið margar klukkustundir á hörð- um hnakk á höstum hesti, í ateikjandi sólskini. Og sjeT- staklega nýtur maður þess, ef húsráðandi kemur jafnframt með vínablöndu (eocktail) handa manni. „Vitið þjer, hvernig komið er fyrir manninum, sem fylgdi okk ur einu sinni til hinna afskekktu rústa Maya-hallar?“ spurði Don Juan meðan hann blandaði drykkinn. „Eigið þjer við hörpuleikar- ann, sem á heima inni í frum- skóginum, langt frá öllum mannabygðum? iJeg man, að jeg dáðist að hörpunni hans, og hve vel hún var gerð“. „Sami er maðurinn, en hann á nú ekki lengur heima þar“, svaraði Don Juan. Svo bragðaði hann á drykkn- um, en þótti hann ekki nógu sterkur, svo að hann bætti dá- litlu af koníaki út í. Svo settist hann gegnt mjer. „Já, hann heitir Sebastían Rax“, tók hann aftur til máls. „Hann átti heima þarna langt inni í frumskógunum, langt frá cllum mannabygðum, »stundaði þar maísrækt og hafði góðar tekjur af því. Jeg reyndi hvað eftir annað að fá hann til að flytjast þaðan, en það var ekki við það komandi. Faðir hans, sem var frjáls Indíáni, hafði bú- ið á undan honum á þessum frjósama bjetti. — Indíánarnir þar lutu þá engum. Það var ekki fyr en hvíta menningin kom hingað til þess að ryðja akra, og skyldaði þá til að vinna, að þeir fóru að gerast daglaunamenn. — Og þá þótti þeim of langt að ganga hingað, enda er vegurinn erfiður. Þjer munið, hvernig hann var. Við urðum að ganga af hestunum. — Indíánarnir fluttust því all- ir búferlum hingað nema Se- bastían. Einu sinni á hálfum mánuði fór hann þennan veg með nestisbagga sinn á bakinu, og vann hjer í viku. Og þá var kona hans ein eftir með barnið þarna úti í frumskóginum, og hafði aðeins tvo magra hunda sjer til varnar. Sebastían bað jafnan um það að fá ákvæðisvinnu. Hamaðist hann þá, til þess að ljúka viku- verkinu á skemri tíma, svo að hann gæti komist heim til konu og barna áður en vikan væri liðin. Verkstjórinn sagði mjer. að seinast hefði hann hamast eins og vitlaus maður, til þess að komast heim sem allra fyrst. Ástæðan var sú, að þá, fyrir hálfum mánuði, hafði jagúar hremt frá honum fullorðið svín og stokkið með það yfir tveggja metra háa girðingu, sem það var í. Jagúarinn hafði einnig drepið annan hundinn hans. Út af þessum aðförum óargadýrs- ins var hann hræddur um konu sína og barn, sem engri vörn gátu komið fyrir sig. 1 næsta skifti, sem hann kom, var hann varla mönnum sinn- andi. Hann sagði þá frá þvi, að „cambolai" (jagúar) hefði um miðjan dag rænt seinni hundinum rjett við kofavegg- inn. óargadýrið hefði staðið nokkra stund fyrir utan kofa- dymar, og síðan labbað á burtu með hundinn í kjaftinum. Verkstjórinn sagði mjer frá þessu, og ljet jeg þá kalla á Sebastían og skoraði á hnnn • flytja búferlum. Hjer stæði auð ur kofi, sem essreki nokkur hefði búið í, og þann kofa skyldi hann fá. Að vísu gæti hann ekki ræktað eins mikinn maís hjer, eins og heima hjá sjer, en hjer þyrfti hann þó ekki að óttast jagúarinn. Fáum dögum seinna kom hann til mín, og kvaðst hafa tekið ákvörðun um að flytja bú- ferlum, og bað að hann mætti flytja inn í auða kofann eftir hálfan mánuð“. Don Juan stóð á fætur og helti í glös okkar beggja. Svo fór hann að forvitnast um hvort kaffi-þurkunarvjelamar, sem voru í næsta húsi, væri starf-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.