Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1931, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1931, Blaðsíða 6
38 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nú hellum við meira af vatni í fötuna, þangað til dýpið er orðið 6—6 sm., og gefum svo lirfunni tíma til þess að átta sig. Eftir stundarkorn hefir hún aftur teygt úr stýrinu, þannig að hárkransinn er kominn upp á yfirborðið á ný, og svona heldur hún áfram um hríð, þótt við bætum meira í föt- una. En loksins gefst hún þó upp, því það er takmarkað, hve mikið getur tognað úr stýrinu. Fari nú svo, að vatnið hækki svo mikið að lirfan geti ekkert við ráðið, kann hún þó ráð við vandanum. Ilún teygir út úr sjer fingurmynd- aðar totur, eins konar tálkn, á tak- mörkum stýrisins og bolsins. 1 tot- unum er.urmull af örfínum æðum. og síast súrefnið úr vatninu, ef eitthvað er, inn í þær. Þegar lirfan etur, grefur hvin sig í gegnum sorpið á botniniim uns hún finnur einhvérjar hálf- illdnar agnir. Þær ber hún sjer til munns, með öllum þeim óhrein-j , indum, sem við þær hanga, og læt-C j ur svo grön sía. Munnholan er girt mjög fínu neti, sem í verkun sinni minnir mjög á skíði hvalanna. Þeg ar næringin er komin inn í munn- inn, þrengir lirfan munnholuna. með sjerstökum vöðvum, svo vatn- ið síast lit um netið, út í þann hluta munnholunnar, sem er utan við }>að. Þaðan er því spýtt út um munninn, en fæðan verður eftir í netinu, og rennur ]>aðan eftir vjel- indinu niður í magann. I hinum ógeðslegu og hálfeitur- menguðu forarpollum og ræsum, þar sem flestum lífverum er bráð- ur bani vís, lifir randaflugulirfan, hver veit hvað lengi. En loks segir hún skilið við æskustöðvarnar, skríður á land þar sem vott er, og ikl^eðist föstum hjúp, sem mynd ast hefir úr húð lirfunnar. Tvær nýjar öndunarpípur myndast nú á framenda bolsins, en stýrið hverfur næstum alveg. Lirfan hefir nú náð nýju þroskastigi á þróunarbraut iífsins, og fellur nú í nokkurs konar dvala. Útvortis virðist eng- in breyting eiga sjer -stað, en lík- aminn, inni í hjúpnum, tekur stór- feldum stakkaskiftum. — Þetta er púpustigið. — Þegar breytingunni er lokið, brestUr hjúpurinn, og út úr honuro kemur randafluga, Hún fetar í fótspor forfeðra sinna, styrkir líkama sinn við nægtar-,' borð blómanna,-og geldur horfnum kynslóðum skuld sína, með því að stofna nýja kynslóð. Forarpollum og ræsum trúir hún best fyrir af- kvæmi sínu, því þar hafðist hún sjálf við í æsku: Randaflugan er gott dæmi upp á dýr, sem lifir við gerólík kjör á ýmsum stigum lífsins. Lirfan er ú vel fallin til þess að vekja and- stygð og óbeit almennings, því glæsilég og aðlaðandi er hún ekki. En fáar verur eru betur gerðar úr garði til þess að mæta orustu lífs- ins en einmitt hún. Og innri líf- færi hennár eru gerð af svo mik- illi fegurð og yndisleik, að fátítt éi í dýraríkinvl. Reykjavík, 29. janúar 1931. Sigurvcgarinn hjú Marnc. Frá stríðsárunum. Joffre og hershöfðingjárnir Petain, Foeh og Fayolle. — Eftir hina miklu orustu hjá Marne yar Joffre yfirhershöfð- ingi Frakka talinn mesti hersnill- ingur sinnar aldar. En honum fór eins og fleirum, að álit hans og frægð helst ekki til stríðsloka, og hersnild hans varð nokkuð vafa- söm, þegar farið var að kryfja hana til mergjar. Joffre var sonur handiðnamanns og var látinn fara í verkfræðinga- skola 1869. En árið eftir var hann undirforingi í setuliðinu í París, þegar Þjóðverjar sátu um borgina. Tveim árum síðar fór hann í liðs- foringjaskólá. Svo var haiw í her^ [jjónustu í Tonkin, Sudan og Madagasear : nokkur ár, og hækk- aði smám s„man í tigninni, og árið 1910 komst han'n, í liérforíngja ráðið og varð formaðui bess. — Stjórnaði hann hinum miklu hcr- æfingum Frakka, sem beint voru miðaðar við það, að til ófriðar kæmi við Þjóðverja. Þar var eingöngu bygt á því, að sókn yrði 'af Frakka hálfu, enda miðaði Foch alla kenslu á herfor- ingjaskólanum við það. Þess vegna var það 1914, þegar stríðið skall á, að Frakkar gerðu ekki ráð fyrjr sókn a.f T*jóðyeria

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.