Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1931, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1931, Blaðsíða 5
LESBÓK MOROrUNBLAÐSINS 189 og jeg datt á hnakkann. Það blæddi mikið, jeg varð svo reiður við svellið að jeg tók stein og henti á ]>að. En þegar lieim kom til möinmu þá var hún grátandi, og var það af því að pabbi var á sjóuum og bjóst hún við að liann þvrfti að leggja frá til Vestmanna eyja. Svo fórum við að sjá skipin wetja upp segl og sigla til Eyjanna. Við-sáum eitt skipið róa, og hjeld- um það vera Ólaf í Berjanesi. Hann var oft vanur að skilja segl- in eftir í landi. Faðir minn rjeri hjá honum. Svo datt myrkrið á og ekkert sást. Jeg man að móðir okk ar bað guð mikið um, að allir kæmust af, og við börniu vorum Hijög dauf. Jeg er alveg viss nm, þó jeg muni það ekki nú, að þegar móðir okkar ljet okkur lesa bæn- imar okkar, þá liefir hún látið okkur biðja guð um að pabbi kæmi heirn aftur lifandi og þeir allir. — Hræddur er jeg um að mamma hafi lítið sofið þá um nótt- ina. Þó var veðrið heldur gott, en t&lsverður kuldi, og allir bjuggust við að skipin hefðu komist slysa- laust til Eyjanna. Jeg gleymi aldrei morgninum eftir, því kl. 10—11 kom pabbi heim. Það er sem jeg sjái hann og þá aðra sem reru með Olafi í Berjanesi koma austan mýrina. Ólafur hafði n. f. 1. aldrei lagt frá, lieldur beðið og legið úti og með birtu róið austur undir Minni borg og lent ]iar þegar dagljóst var. Þetta segllausa skip, sem við sá- um róa til Eyja, var því ekki Olaf ur í Berjanesi heldur Árni á Böltk íraum. Allir komust hinir klaklaust til Eyja og heim aftur, ekki man jeg hvort þeír komu strax eða urðu veðurteptir í Vestmannaeyjum, vegna brims við Sandinn; það sást á smá drang fyrir vestan Eyjarnar hi-ort lendandi var við Sandinn eða ekki; drangurinn var kallað- ur „Nafar“. Fvrsti róður allra, (sem oftast voru unglingar) var kallaður Maríuróður; hann var kallaður ■svo af því, að fyrsti fiskurinn sem drengur dró, var kallaður Maríu- fiskur. Að líkindum hefir þessi hugsun falist bak við þetta : María mey gefur fiskinn og sá sem dró Jiann gaf hann þurfandi og góðri konu. Mikil gleði var gjöf þessi fyrir konuna, það var þó minst fiskur- inn, sem vanalega var ]>orskur eða ýsa, heldur það, að hún skyldi verða fyrir valinu, og mikið hafa þær beðið gnð að launa- gjöfina. Ekkert man jeg eftir mínum Maríuróðri eða Maríufiski, en ]>etta hefir samt átt sjer stað, því nokkuð ma-rga fiska dró jeg, og einliver þeirra var fyrstur. Mikil vonbrigði hefði ]>að verið, liefði einhver dregið ufsa-, keilu, steinbít eða háf, því að ekki mátti það eiga sjer stað, að gefa annan fisk en ]iann fyrsta. sem dreginn var, og var hann vanalega bundinn við langbandið meðan á róðrinum stóð. Það var að jeg held ófrávíkjan- leg regla. að fenningarárið fengu drengir að fai'a í kaupstað og sjálf sagt hefir komið fyrir að stúlkur færu ]iað líka. Langoftast var far- iö til Vestmannaeyja. Jeg man eft- ii að jeg fór þa-ngað, annars man jeg lítið eftir ]>eirri ferð. Jeg hefi farið með um 3—t pund af ull (hagalagðar), ]>að hefir hlaupið um 2 lcr. Ekki man jeg hvað jeg keypti fyrir ]>að. Jeg man eftir Miðbúðinni sem nefnd var í Vest- mannaeyjum. Mjer ]>ótti hún þá mjög falleg. Einnig man jeg eftir grjótgörðnnum utan um kálgarð- ana, og að þeir voru þaktir fugla- ruðum og liákarlslengjum og margt. af Jiessu, ef ekki alt, var maðkað. Ekki var iirgrannt um að það kæmi fvrir að menn sæist- undir görðunum vera að gæða sjer á há- karli og brennivíni, sem talið var herramanns matur. Verst var með ólukku maðkinn; hann flæktist stundum upp í karlana og hafði hann það stundum til (að sagt var) að skríða út aftur. Jeg st*l ]>etta ekki dýrara en jeg keypti. Eins og áður er sagt. er leiðin milli Austurfjallanna og Eyja 5—6 sjómílur. Það gat ]>ví auðveldlega skeð, að þó sjór væri dauður þegar farið var af stnð frá Vestmauna- eyjum. að eftir 6 klst. róður hefði brimað og kannske svo að ólend andi væri, og í þetta sinn, ]>egar upp að Sandi ltom þótti ekki lend- andi. Jeg var með Olafi í Berja- nesi. Það vorn þrjú önnnr skip á ferðinni, Árni á Bökkunum, Jóuas í Drangshlíð og Þórður á Raufar- felli. Ilann lenti nokkru utar og fjekk mjög slæma lendingu, . og það að alt. gekk slysalaust var sagt að þakka mönnunum sem fóru upp með böndin, koliuband og hnútu- band. Voru það Einar í Varnia- hlíð og Halldór Jón á Raufarfelli. Við lágum fyrir utan, Árni á Bökkunum kom til okkar og talaði við Ólaf um hvort honum sýndist ekki ráð að fara þangað sem Þórð- ur lenti, þar átti að vera gott hlið. Ólafur kvaðst liggja kyr þangað til að fjelli að, „og svo lendi jeg hjer“, og það varð, og alt fór vel. Ólafur var talinn mesti snillingur við brimsjó. Hinir tveir, Árni og Jóna-s. lentu líka á sama laginu. Árni slapi> vel, en Jónas varð heldur seinn og fjekk dálitla kæfu sem kallað var. Á vetrarvertíðinni hjeldu sumir úti skipum sinum heima við Sand- inn, en aðrir hjeldu þeim úti í Vest mannaeyjum, og svo voru nokkrir sem rjeru á Vestmannaeyjaskip- um. Það var vanalegast að þeir fengju sjer sjerstakt skip, að fara á til Eyjanna, Ijetu það bíða í Eyjum, fóru svo upp á því í ver- tíðarlokin og hjeldu því iiti vor- vertíðina við Sandinn, og það var greiðslan á skipsláninu. að jeg held. Framh. Ritstjóri: Hvað fenguð þjer svo upp úr ráðherranum? Blaðamaður: Ekkert. Ritst jóri: Skrifið þjer svona einn dálk um ]>að í blaðið á morgun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.