Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1931, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1931, Blaðsíða 6
190 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Einvera Mr. Courtaulds á Grænlandsjökli. Tíðrætt hefir mönmim orðið um hinn unga Englending, Mr. Court- auld, er aleinn í fimm mánuði var uppi á Grænla-ndsjökli. Mun lengi rómuð stiiling hans að geta staðisc þá hugraun, að vera einn og yfir- gefinn allan þenna tíma, og síð- ustu vikurnar innilokaður í hyrgi sínu, og Ijóslaus, svo hann gat þar ekkert aðhafst sjer til af- þreyingar. Upphaflega var það tilætlunin að þeir hefðu tveir vetursetu á jöklinum. En úr því gat ekki orð- ið, og liggja til þess þær ástæður er nú skal greina. í fyrra haust voru tveir Eng- lendingar í jökulbyrginu um tíma. Átti að sækja þá, er kom fram á veturinn. Þeir lögðu sex á jökulinn seint í október, og bjuggust við að kom- ast upp í byrgið til fjelaga sinna eftir þriggja vikna ferð. — En skömmu eftir að þeir lögðu af stað, fengu þeir hríðar og versta veður, er tafði för þeirra, svo þeir náðu ekki upp í byrgið fyrri en eftir 39 daga ferð. Þrír þeirra sem lögðu I ferð þessa, sneru við eftir fyrstu 70 kílómetrana, svo þeir voru aðeins þrír sem fóru alla leið. Er komið var upp í jökulbyrg- ið, var það sýnilegt, að þar var eigi vistaforði fyrir hendi handa tveim mönnum, nema til febrúar- loka. Óvíst var með öllu hvort hægt væri að fara aðra ferð upp á jökul fyrir þann tíma og því ekki nema um tvent að gera fyrir þá, að skilja við jökulbyrgið, og hætta öllum veðurathugunum á jöklinum, ellegar að skilja aðeins emn mann eftir. Þeir Watkins, foringi leiðang- ursins og Courtauld, höfðu hug- leitt það sín á milli áður, að vel gæti farið svo, að eigi tækist að koma nægilegum vistum upp í jök- ulbyrgið handa tveim mönnum, og þá yrði einhver einn þeirra að vera þar yfir háveturinn. Courtauld tók nú þetta að sjer. Og þ. 5. desember lögðu þeir fje- lagar hans af stað til bygða. Byrgið á jöklinum var þannig: Til íveru var topptjald úr tvö- töldum dúk, með 10 feta gólfþver- máli. Upp úr toppnum var málm- pípa til loftrásar. Utan um tjald- ið var snjóhús bygt. Inngangurinn var þannig gerð- ur að grafin voru göng niður úr tjaldinu, er voru 4 metrar á lengd og lágu út í garð, sem hlaðinn var utan um byrgið. Ur aðalgöng- unum voru hliðargöng inn í tvo geymsluklefa, sem grafnir voru niður í fönnina, sinn hvoru megin við göngin. Inni í vamargarðin- um er 'hlaðinn var utan um byrg- ið, var ýms farangur geymdur, en rjett utan við vegginn voru veðurmælingaáhöldin, sem þurfti að aðgæta á 3 klukkustunda fresti. Uti fyrir byrginu var reist fána- stöng. Þar blakti enski fáninn við hún. Framan af kunni Courtauld ein- verunni vel. Hann hafði eitt og annað aú lesa, nægar vistir, og leið yfirleitt sæmilega. Hiti var hæfilegur í byrginu. Veður var gott fyrstu 10 dagana eftir að þeir fjelagar skildu við hann. En að þeim tíma liðnum skullu á iðulausar stórhríðar með mikilli snjókomu. Reyndi Courtauld fyrst í stað að moka snjónum jafnóð- um út úr garðinum, sem hlaðinn var utan um byrgið. En hann varð brátt að gefast upp við það, því hann gat ekki þolað við fyrir kulda, úti við, nema stutta stund í einu. Nú fór að verða erfitt fyrir hann að klóra sig út um göngin sem lágu inn í tjaldið. Og þann 4 janúar lokuðust þau svo, að hann komst ekki um þau lengur. Þá tókst honum að grafa sig upp úr öðru snjóhúsinu, þar sem var forðageymsla hans, og lokaði hann litgönguauganu með hlera. Veðra- hamurinn hjelst allan janúar og langt fram í febrúar. f febrúar voru mest frostin, oft 50° og alt að 64°. Þann 18. mars fyltist snjóhúsió sem hann hafði farið út um, alveg með snjó, og var enginn vegur fyrir hann að komast þá leið. Þá tók hann að grafa sig upp um þakið á hinu snjóhúsinu. Þetta tókst við illan leik. En þann 21. mars var kominn svo mikill snjór ofan á það, að hann komst ekki heldur þá leið út, og var nú að dúsa innibyrgður þar sem hann var kominn. Mest öllum vistaforða sínum hafði hann bjargað úr fönninni og komið inn í tjaldið. En nú tók vistin að verða dap- urleg í tjaldinu, því brátt varð hann ljósmetislaus. — 01íudunkarr sem fluttir höfðu verið þarna upp eftir, höfðu eitthvað beyglast í flutningunum og komið örlítið gat á þá, svo þeir voru tómir er til átti að taka. Varð Courtauld nú að hýrast. þarna vikum saman í mýrkrinu. Sá hann þó aðeins ljós- glætu upp um loftrásina, sem var upp úr tjaldtoppnum. —- Annaré varð hann að þreifa sig áfram í svarta myrkri við matargerð sína og aðrar athafnir, og sá ekki hvað það var sem hann lagði sjer til munns. Altaf hafði hann þó svo mikið eldsneyti, að hann gat brætt snjó til drykkjarvatns, en mat gat hann engan hitað. Meðan hann lá þama innibyrgð- ur þurfti hann tiltölulega litla lífsnæringu. Og svefnsamt varð honum ekki. Gat hann aldrei sofið nema stutta stund í einu. Aldrei greip hann nein örvænt- ing eða hræðsla. Aldrei var hann í vafa um, að hann myndi ekki komast. lífs af. Matarbirgðimar höfðu reynst. honum svo drjúgar að hann þóttist hafa næg- ar vistir fram í júlí mánuð. Ef enginn hefði komið honum til hjálpar, ætlaði hann að leggja af stað til bygða um sólstöðumar. Daglega vann hann eitthvað að því, að grafa sjer göng út úr öðru snjóhúsinu, bæði til þess að fá dálitla hreyfingu, og eins til þess að flýta fyrir sjer, er hann fyrir alvöru færi að vinna að því að brjótast út. En til þess kom ekki, eins og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.