Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1931, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1931, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 197 40 ára minningar um sjóferðir undir Eyjafjöllum og Vestmannaeyjum. Eftir Svein Jónsson. (Framh.). Fyrsta för xnín til sjóróðra í Vest- mannaeyjum. Jeg var þá 14 ára, og var hvergi ráðinn, en átti að ganga með skip- um eins og það var nefnt; n. f. 1. fara á fætur þegar aðrir sjómenn voru kallaðir, ganga svo fyrir hvern formanninn á eftir öðrum og biðja þá að lofa mjer að róa; þetta gekk morgun eftir morgun, þar til einhver sagði já, stundum sögðu allir nei. TJndirbúningurinn undir ferðina var eins og vanalega. Fyrst á haustin, skorin kind, bíiinn til iir henni smálki og látinn í annan endann á verskrínunni, í hinn end- ann smjör, og svo brædd tólg yfir alt saman, til þess að síður skemd- ist. En það var oft að það dugði ekki; annað livort var smálkinn of saltur eða hálfmyglaður, en alt var það nú samt borðað. Svo þurfti að sauma skinnklæði, einnig þurfti að prjóna sjóvetlinga. Skinn klæðasaumur og sjóvetlingaprjón- ið stóð yfir fram yfir jól; það voru þá stuttir dagar, því Ijós- meti var lítið. Þegar þorri var kominn fór beldur en ekki að vakna^ löngun hjá þeim sem til Eyjanna áttu að fara. Og ]>egar rofaði í vestrinu og sjóinn lægði, komst alt í upp- nám. Og þá var farið að hugsa um að koma þeim skipum, sem til Eyja áttu að fara, fram á fjöru, þangað sem helst var hlið. Það tók heilan dag og meira, því skipin voru annað hvort heima á næstu bæjum eða uppi á grösum; svo þegar búið var að Roma skipunum á staðinn þá var tækifærið stund- um liðið hjá, en þá var líka alt við hendina þegar næsta tækifæri gafst. — 1 þetta sinn voru skipin kcmin á þann besta stað. Svo kom norðanátt og sjór að deyja. í sandinn var ekki farið fyr en bjart var orðið, því sjórinn var ■ófær kvöldið áður. Jeg man ekki vel eftir öllu þann dag ,en það man jeg, að það var beðið lengi í sandinum, því sjórinn var vondur, töluvert brim en þó fanst þeim hann vera lieldur að deyja. Það átti því að reyna að komast á flot meðan lagljóst var, og liafa skipið alveg tómt. Annars mátti liver sá, sem áttil að vera með á skipinu, liafa með sjer skrínu og fatapoka (rúmfatnað og klæðnaði). Nú voru góð ráð dýr. Það var ekki tiltak að komast á flot og hafa alla fata- pokana í skipinu (en það var þó vanalega), Það varð því annað hvort, að setja alla poka og skrín- urnar í vaðdrátt, eða reyna ekki að komast á flot. Það varð ofan á að reyna að komast á flot, og setja alt í vaðdrátt. Þessum vað- dráttum var þannig hagað, að ]>að var hnýtt langt band (kaðall) aft an í skipið og svo, þegar skipið var komið á flot, (komið út á leg- una) og búið var að innbyrða alla mennina, þá fóru þeir sem í landi voru, að binda pokana og skrín- urnar í bandið, með um tveggja metra millibili, svo var farið að draga alt á flot og þeir á skipinu drógu að sjer. Þeir sem voru við þetta í landi urðu að vera al-skinn klæddir eða að minsta kosti í skinnbrók, því a-ð þeir urðu að fylgja þessari lest alveg fram að marbakka, sem kallað var. Þegar alt var komið í lag, sagði formaðurinn að setja nær (vera svo nærri sjónum sem framast mátti) og svo var ávalt gert ef sjór var slæmur, að látinn var blunnur undir frammendann á lijölnum svo skipið rynni fljótar þegar formaður kallaði. Áður en formaðurinn kallar gæt ir iiann að, að livert rúin sje skip- að, einn maður við liverja ár, og ]>að menn, sem vissu vel livað þeir áttu að gera n. f. 1. komast upp í skipið án hjálpar, leggja út ár- ina og róa út, ekkert liandtak mátti mistakast. Svo varð formaður að sjá um að fjórir menn, tveir hvorum meg- in, styddu fra-m í, sem kallað var. Það varð að styðja skipin að framan. Ekki þurftú ]>essir síður en ræðararnir, að vita hvað þeir áttu að gera, annars gat orðið upp- sláttur. Þeir fengu oft. að kenna á því, livað það er, að stunda sjó við sandinn undir Eyjafjöllum. Þeir urðu ávalt að vera vel skinn- klæddir; binda vel sjóhattinn, og draga vel saman skinnstakkinn uin hálsinn, svo sjór kæmist ekki nið- ur með, sömuleiðis um mittið, þar sem skinnbrók og skinnstakkur koma saman. Það var kallað að ldofbinda sig. Fyrst var reirt yfir sig miðjan, og svo var farið með endann gegnum lclofið og upp í bandið hinum megin. Það var hnýtt svona til ]iess að bandið sem um mittið var, gæti ekki farið upp eftir og yrði Jiannig bil á milli brókarinnar og skinnstakksins. Það fór vanalega svo fyrir þess- um frammístyðjendum, að það varð að innbyrða þá, því þeir urðu að st.yðja skipið á meðan þeir botnuðu. Annars hjeldu þeir ávalt í band, vanalega seil, sem bundin var um langbandið. Það, að styðja fram í, var að jeg held versta verkið; ]>eir máttu búast við, að standa þarna máske svo kl.tímum skifti, þegar vont var og oft gekk sjórinn yfir ]>á. Ýting á söndunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.