Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1931, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1931, Blaðsíða 2
194 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS en hrífandi". Aðrir gagnrýnendur draga athygli lesenda að innsæi Gunnars í sálarlíf sögupersónanna — sálskygni hans — og djúpum skilningi hans á mannlegu eðli. „Frændur eru frændum verstir" segir hið fornkveðna, en hjer sann ast þa<5 eigi. Orlátasta lofið um Seven Days' Darkness kom fr;i l)r. (), E. Rölvaag, Norðmanni að ætt og uppruna, prófessor í norskri tungu og bókmentum við St. Olaf College í Minnesóta. Haim er mað- ur lærður vel og auk þess kunnur víða um heim fyrir skáldsögur sínar um brautryðjandalíf Norð- manna í Vesturheimi; liafa- þ«Br komið út. á mörgum tungumálrun og hvarvetna hlotið óspart hrós. Þykja oigi aðrir Jiafa ritað af meiri þekkingu, dýpri skilningi eða ríkari samiið um nýbyggja líf í Vesturálfu heldur en Rölvaag, enda er hann gæddur miklum sagnaskáldshæfileikum. l'ar viíí bætist, að maðurinn er langt frá að vera glapmáll flysjungnr. Um- niæli hans iim Sælir eru einfaldir eru því sjerstaklega eftirtektar- verð, en þau eru á þessa leið: „Skáldsaga þessi ætti að hljóta sess meðal sígildra (klassískra) rita heimsins (the world's classics). llún á þar rjettilega heima". Og þessi dómur birtist í ritfregna- hefti ,,New York Tribune" ; er það blað hvort tveggja í senn. víð- lesið og mikils virt. Það er ánægjulegt að sjá ís- lenska rithöfunda fara eldi um ný lönd. Bn hróður hvers íslendings er hróður íslands. Og víst er um það, að skáldsögur Gunnars Gunn- arssonar, sem á ensku hafa verið þýddar, hafa aukið veg þjóðar hans og lands. Augu enskumæl- andi lesenda e.ru farin að opnast fyrir því, að Island eigi nútíðar- bókmentir, sem gaumur sje gef- andi. Margar fyrirspurnir, sem mjer hafa borist á liðnum vetri, eru órækur vottur ]wss, að svo er hjer í Bandaríkjum. En Alþingis- hátíðin hefír einnig átt drjúgan þátt í að vekja þann áhuga. Það eru menn eíns og Gunnar Gunnarsson, sem glæða þá von, að sá dagur sje í nánd, að fsland eignist á ný heimsfrægar bók- mentir Bílaskáli og markaðshöll í Reykjavík. Bílainir. Það má svo heita, að bílarnir hafi komið eins 'og skrugga úr heiðskíru lofti yfir löndin. Aður en tekist haíði að smíða ódýra og hentuga bíla, valt stanslaus straumur af þeim i'it úr verksmiðjunum út um öll lönd, fyllti alla þjóðvegi og tætti þá í sundur, troðfyllti götur borganna, svo öll umferð varð þar erfið og hættuleg, ]>ótt ferðalög og flutn- ingar gengju margfalt hraðar en áðnr. \'ið þetta bættist, aS eiu- hvers staðar ]>urftu þessir fyrir- ferðarmiklu vagnar að standa að deginum og geymast á næturnar, en þeim hafði hvergi verið ætlað- ur staður í skipulagi bæjanna. Þó allir yrðu fegnir að fá bílana, þá lentu menn í margvíslegum vand- ræðum með þ;i, sem vonlegt var. Það hefir víst víðast gengið eins og í Reykjavík, að fyrst hrófuðu menn upp allskonar lítilfjörlegleg- um skútum yfir bílana, ef nokkur blettur var fáanlegum til þess, en bæjastjórnir og bygginganefndir reyndu þó fljótt að koma þessum straum í fastan farveg, og finna ráð til þess að sjá bílunum borgið, án þess að fylla bæinn og luisa- garðaua af ljótum og leiðum skút- V '.'A Best voru ])eir settir, sem bygðu sjer ný hús. Þeir hafa nú víðast tekið ])að ráð, að ætla bílnum her- bergi í sjálfu húsinu eða útbygg- ingu frá því, og þá venjulega við götuna, því sjaldnast er leyft að bjr?gJa bílaskúta í húsagörðunum. Vel voru þeir og settir, sem höfðu svo rúmgóða lóð, að þar væri hent- ugur staður fyrir laglegt bílaskýli. Þessir menn gátu sagt eins og Ameríkumaðurinn: „Jeg á heima þar sem bíltinn minn er". En það voru fæstir svo vel sett- ir. I þjettbygðu . borgarhlutunum voru engir blettir við húsin fyrir bílana, og ekki um það að tala að byggja bílaskúta þar. Var þá ekki um annað a^ð gera en að byggja sjerstök stórhýsi, bílaákála, fyrir fjolda bíla á nokkrum stöðum í bænum. f slíkum skálum gat svo almenningur fengið bíla sína geymda fyrir sanngjarnt verð, ]>vegna og liirta ef þess var óskað, og jafnvel flutta heim til eigaml- ans, ef hann símaði eftir þeim. Að sjálfsögðu var haft eftirlit með bílunum nótt og dag, svo að þeir voru vel geymdir í skálunum. Skálarnir voru oftast marglyftir, og var þá bílunum ekið upp hall- andi veg eða dregnir upp í lyftu. A ]>ennan hátt hafa bæirnir kom ið ])olanlegu lagi á bílageymsluna, og komist hjá því að bílaskútarnir yrðu til stórlýta og vandræða fyr- ir bæinn. í Reykjavík eru nú alls um 1000 bílar, og bílaskútar eins og berja- skyr út um allan bæ, fáeinir á góðum stöðum en flestir illa settir og ættu að hverfa. Þó nú sje verið að byggja allstóran skála til bíla- geymslu og bílaaðgerða suður á Grímsstaðaholti, þá hrekkur hann skamt. Jeg veit ekki til þess, að bærinn hafi látið neitt til sín taka í þessu máli. Og ekkert virðist fj'rir ])ví hugs- að á skipulagsuppdrættinum. Það ]>yrfti að bæta úr þessu. Pisksalan. Það er ætíð mikilsvert heilbrigðis- og menningarmál, að meðferð og sala matvæla sje sem þrifalegust og snotrust. Nú er fisk urinn aðalfæða Reykvíkinga og flestir lifa þéir auk þess beint eða óbeint af fiskiveiðunum. Það mætti því ekki minna vera, en að þeir sýndu þorskinum og ýsunni einhvern sóma, að þeir kæmu sjer t. d. upp vönduðum og rúmgóðum fiskisöluskála, þar sem fisksalar liefðu bækistöðu sína, og þeim. væri gert sem auðveldast að gæta alls ])rifnaðar. 011 meðferð fiskjarins ætti að geta orðið betri með þess- um hætti, kaupendur kæmu inn á þrifalegan stað hversu sem viðraði, og æfi fisksalanna yrði öll Önnur cn hún er nú. Sem stendur er aðalfisksalan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.