Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1931, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1931, Blaðsíða 4
196 LESBÖK MORGUNBLAÖSINS hár norðantil, en færi lækkandi að sunnan, og væri að mestu horfinn : horninu, þar sem nú er söluturn- inn, svo græna snðurhallið blasti enn betur við auganu af Stjórnar- ráðstorginu en það gerir nú. Sje rjett á þetta litið, þá er það engum sjerlegum vandkvæðum bundið, að byggja stóreflis bíla- skála og markaðssali á Arnarhóls- túni. Þeir yirðu að mestu neðan- jarðar, og túnið kæmi á sterku r.toyptu þakinu yfir þeim. Jarð- vegurinn gæti verið um % m. á þykt, og hann deyfði alt skrölt og bílabaul í skálunum. Jeg er nú ekki sá listamaður, að jeg geti gert góða mynd af því hversu hóllinn liti út með þessu skipulagi, en til þess að skýra hug- mynd mína, hefi jeg gert flatar- uppdrátt af neðanjarðar bílaskála á norðurtúninu og markað fj-rir svæðinu þar sem markaðssalir kæmu undir suðurhallinu, en al- menningsSalerni við Kalkofnsveg- inn. Þau eru þar hálfu betur sett en rjett fyrir framan glugga stjórnarráðsins. Bílaskálinn tekur yfir alt norð- urtúnið frá Kalkofnsvegi upp að Ingólfsstræti og frá Sölfhólsgötu (sunnan sænska frystihússins) suð ur undir Ingólfsstyttuna. Hann er nálægt 100 m. á hvern kant, og þekur heilan hektar lands. Skipulagið í skálanum getur að sjélfsögðu verið með ýmsu inóti, og ef til vill miklu hentugra en það, sem hjer er sýnt. Meðfram útveggjum skálans hefi jeg sett lokaða bílaklefa, en annars gert ráð fyrir opnum bílastæðum með mjóum götum á milli. Flest bíla- stæðin eru 2,5 m. á breidd og 5 m. á lengd, en milligötur 3 m. Er þetta svipað og gerist erlendis. Með þessum hætti verða: Bílaklefar fyrir 112 bíla Bílastæði fyrir 260 bíla Samtals pláss fyrir 372 bíla Þá er gert ráð fyrir skrifstofum, 4 þvottastæðum, olíusölu og plássi, sem nota mætti fyrir salerni. Um- ferðin um göturnar er öll í eina átt, eins og örvar sýna. A bíla- stæðunum standa bílamir á ská og þurfa aldrei að fara aftur á bak. Það eru satt að segja furðanlega fáir bílar, sem komast fyrir á öllu þessu mikla svæði. Og ]>ó verða þeir í raun og veru nokkru færri, því jeg hefi ekki rnarkað fyrir öllum þeim fjölda af súlum, scm bera loftið eða þakið. Það er bersýnilegt, að þessi 370 bíla- pláss nægja ekki til frambúðar fyrir bæinn. Bótin er sú, að bíla- . skálinn má vera tvílyftur, og fer best með þeim hætti. Fæst þá alls pláss fyrir 700—800 bíla- og það ætti að hrökkva langt. Inn í neðri hæðina kæmu öku- hlið við Kalkofnsveg, en inn í efri liæðina yrði ekið úr Sölfhólsgötu eða Ingólfsstræti. ef hann yrði bygður í fleiri atrenn um. Sem stendur hefir fjöldi vöru- bíla Teitað sjer stæðis og athvarfs ofan við Kalkofnsveginn meðfram Arnai'hólsgirðingunni. Þar stendur lieil röð af þeim á hverjum morgni. Það er eins og bílarnir vilji inn í hólinn! Það yrði of langt mál að rekja hjer allar þær atliugasemdir, sem gera mætti við þessa fyrirætlun. Landið er nú eign landsjóðs, en úr því ]>að er ekki ætlað til bygg- inga mætti ríkinu standa á sama, þó það væri notað á þann hátt sem hjer er sagt, svo framarlega sem jafnstórt grasi gróið tún helst eft- ir sem áður handa börnum og al- nienningi. í Edinborg eru stórar neðanjarðar söluhallir og prýði- legur blómagarður á ])akinu. Nú er aðgætandi, að klöpp er að mestu undir hólnum, og hana þyrfti að sprengja- burtu. Jeg geri ekki mikið úr þeim kostnaði. Bær- inn notar árlega öll ósköp ai' grjóti tbæði í götur, höfnina og til annara þarfa. Honuni væri ódýr- ara að taka það í Arnarhóli, held- iii en að sækja það langar leiðir upp í Öskjuhlíð og sprengja það þar úr klöppunum. Sumir kunna að óttast raka í neðanjarðarskála, en hann væri vágestur fyrir bílana. Með vand- aðri loftveitu og dálítilli npphitun ætti engin hætta a<5 vera á þessu, síst á efri hæðinni. Þá er eldhættan. Margt mætti gera til þess að draga úr henni, en jeg hefi aldrei sjeð ]>ess getið, að eldsvoði hafi orðið í stóru bíla- skálunum erlendis og er ])að lík- lega góðu eftirliti að þakka. Að lokum er jarðskjálftahættan. Skálinn yrði að sjálfsögðu bygður úr járnbentri steypu og slík híis standa flestum betur. Það gæti og komið til tals, að skifta skálanum sundur að einhverju leyti, ekki síst I suðurliallinu neðanverðu hefi jeg gert ráð fyrir stórum markaíSs- skála neðanjarðar. Jeg hefi hugs- að mjer hann einlyftan, og kart- öflukjallara undir nokkrum hluta luins. Svæðið er allstórt, um 55X^0 m., svo ]>að ætti að nægja til allra þarfa. Jeg hefi ekki sjeð ástæðu til þess að gera neina áætlun um, hversu þessi geimur yrði notaður eða hólfaður sundur. Kostnaðinn og afkomuna við bílaskálann höfum við Guðm. Þor- láksson húsameistari, athugað laus lega. Telst okkur svo til, ef vel er lagt í, að pláss fyrir hvern bíl í skálanum myndi kosta um 700 kr., en að ársleigan myndi verða um 20 kr. á mánuði. Er þá fljótreiknað, að í höndum duglegra einstaklinga yrði skálinn stórgróðafyrirtæki, þó hitt gæti vel verið að bærinn tap- aði á honiim. Jeg hefi enga áætl- un gert unl markaðsskálann, en sennilega myndi hann einnig borg i sig vel, ef vel væri haldið á. G. H. ^¦easa'—¦'¦ - finUon Qpt nion, — Æ, lögregluþjónn, það er inn- brots])jófur hjá okkur og konan mín hefir náð í hann. Viljið þjer ekki koma og reyna að bjarga honum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.