Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1931, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1931, Blaðsíða 6
230 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Myndastytta af Wilson, forseta Bandaríkjanna, var nýlega afhjúpuð í Póllandi. Er hún reist í þakklætisskyni fyrir það hvern þátt Wilson átti í því að Pólverjar fengu frelsi sitt aftur. Myndin er gerð af Gutzon Borglum myndhöggvara. — Fyrir framan myndina stendur ekkja Wilsons, Moseicki forseti Pólverja og Gutzon Borglum. Þýskt ritsafn: „Deutschland und der Norden“. Frá því hefir verig skýrt í ís- lenskum blöðum, að í júnímánuði 1929 va-r haldið þýskt-norrænt há- skólamót í Kiel og sóttu þangað fulltrúar frá Norðurlandaháskól- unum og frá 22 þýskum háskólum. Þar voru og sendiherrar Norður- landa, þýskir ráðherrar og fjöl- margir stúdentar. Á móti þessu var Ágúst H. Bjarnason prófessor fyr- ir hönd háskóla vors. Nú liefir Schleswig-Holsteinische Univer- sitátsgesellschaft gefið út merki- legt rit.safn um mót þetta, er nefn- ist ,,Deutschland und der Norden“ og er 411 hls. að stærð í stóru broti, prentað á gljápappír með fjölda mynda. I ritsafni þessu eru fyrirlestrar þeir, er fluttir voru á mótinu, ræður og ýmsar ritgerðir um nórræna og þýska menning, um vísindi og listír, íþróttir o. fl. Fimm fyrirlestrar voru fluttir á mótinu. Próf. Ágúst H. Bjarnason flutti þar fyrirlestur, er hann nefnir „Das moderne Island“, ítar- legt erindi um framfarir og menn- ing Islendinga á síðustu áratugum. Kemur hann víða við, skýrir frá framförum í landbúnaði og sjávar- útveg, heilbrigðismálum, fjármál- um, vísindum óg listum og er er- indi hans hið fróðlegasta. Næsti fyrirlestur er um sænskt eðli og sænska list eftir prófessor A. Romdahl í Gautaborg. Bendir hann á það í erindi þessu, að eðli þjóðar skapist ekki eingöngu af kynþáttaruppruna, landslagi og loftslagi, heldur hafi atburðir sög- unnar einnig áhrif á mótun þjóð- arlundarinnar. Sýnir hann fram á, hversu viðskifti Svía við aðrar þjóðir hafi mótað byggingarlist þeirra, einkum kirkjur og hallir. Þriðji fyrirlestur er eftir prófess or A. W. Brögger í Oslo um Ose- bergfundinn svonefnda. Er þar skýrt frá hinum stórmerku forn- leifum er fundust 1903 í bænda- býlinu Oseberg á Vestfold. Fund- ur þessi er nál. 1100 ára gamall og er skip, er notað var sem grafhýsi drotningar einnar. í skipinu eru all'ir þeir hlutir, er fylgja skyldu dretningunni, ílát og ábreiður, rúmstæði, vefstóll, skartgripir, skrautvagn, sleðar, heil naut o. fl. Var öllum þessum hlutum bjargað og loks komið fyrir á Bygdö-safn- inu (1926), er geyma á einnig Gaukstad og Tuneskipin, mjög merka fornleifafundi. En hver var þessi drotning? Að áliti fornfræð- inga Ása, móðir Hálfdánar svarta og amma Haralds hárfagra. Þá skýrir dr. P. Nörlund í Kaup mannahöfn frá „miðaldasögu Grænlands í ljósi fornfræðarann- sókna“. Er þar skýrt frá hinum stórmerka fundi á Herjólfsnesi og Görðum, hinu forna biskupssetri. Hefir Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður skýrt ítarlega frá fundi þessum í Skírni. Loks flutti prófessor E- Setála í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.