Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1931, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1931, Side 8
240 LESBÖK MORGTTNBLAÐSINS Bernhard Shaw, sliáldið, átti 75 ára afmæli liinn 26. júlí. fundist rúnasteinn í Tumbokirkju skamt frá Eskilstuna og hefir ver- ið máiað með cinnober-rauðum lit í rúnastafina og útílúrið, og heldur liturinn sjer enn. Er fundur þessi því hinn merkilegasti. í Tumbo-kirkju voru tveir gaml- ir rúnasteinar og mynduðu þeir þrep upp í sakristíuna. Lagergren, presturinn í þessari sókn, tók sig nýlega fram um það að bjarga þessum steinum frá eyðileggingu af sliti, en þegar farið var að rífa upp gólfið í kringum þá, rákust menn á tvo aðra rúnasteina, annan úr heiðinni tíð, en hinn frá fyrstu dögum kristninnar. Á þann stein er klappaður kross og rúnaleturs- lina myndar umgjörð um hana, en seinasta orðið er þó klappað innan við umgerðina, milli hennar og neðri hluta krossins. Steinn þessi hafði verið nota-ður sem homsteinn í kirkju þarna, fyrir mörgum öld- um og kalkið, sem grunnsteinarnir voru límdir saman með, hefir varn- að því að loftið eyðdegði málning- una. Áletrunin á steininum er einnig merkileg. Hún er á þessa leið: AITSTIN. REISTI. STIN. AT. ÞORSTIN. PAÞUR STN. GITÞ. II.TALBT. ANT. ÞÓRSTTN. (Þ. e. Eysteinn reisti stein að Þorstein föður sinn. Gruð hjálpi önd Þorsteins). Smælki. Móðir (með fyrsta barn sitt): Það segja allir að hún sje lík mjer. Vinkona: Vertu ekki að setja það fyrir þig — hún breytist þeg- ar hún stækkar. Leikhúsgestur: Það sjást engin leikendanöfn í þessari leikskrá. — Nei, því miður, herra minn. Við urðum að taka þau út til þess að koma inn seinustu auglýsing- unum. Giáðug kýr. Það kemur oft fyrir að í kýr- vömb finst sitt af hverju, því að kýr liafa það til að gleypa alls konar ómeltanlegt rusl. En þó mun skara fram úr kýr, sem ný- lega var slátrað í Stavanger. Þnð sá ekkert á henni og kjötið af henni var fyrsta flokks. En þegar farið var að hreinsa vömbina, komu úr henni 128 mismunandi hlutir. Þar á meðal voru 29 stein- ar, brQt úr leirkrukku, 6 bein, 12 smápeningar (tveir fimmeyringar, tveir tvíeýringar og átta einseyr- iiigar), 28 naglar og naglabrot, 7 skrúfur, 2 rær, 5 látúnshnappar, brotinn dyralykill, lykill að síld- ardós, 2 grammófónnálar, 7 krók- ar, 1 dyraspjald, lok af tannkvoðu- hylki og margt annað smávegis. Bóndi: Jæja, nú skal jeg kenna yður að mjólka kú. Borgari: Má jeg ekki heldur byrja á kálfi? — Það var ekki fyr en eftir tólf ár að jeg uppgötvaði það að jeg er ekki skáld. — Og þá hættuð þjer að yrkja? — Nei, því að þá var jeg orðinn frægur. Mamma: Hannngjan góða, þú hefir þó ekki 'gleypt alla títu- prjónana, Jói? — Nei, mamma, litla systir fjekk helminginn. Amma: Þegar jeg var ung stúlka, þá sagði jeg aldrei svona ljótt; mjer datt það_ ekki einu sinni í hug. — Nei, og þess vegna hefirðu ekki sagt það! Kennari: llvaða flokki tilheyr- ir kýrin 1 Pjesi: Jórturdýraflokki. Kennari: En tígrisdýrið? Pjesi: Rándýraflokki. Kennari: Og flugan? Pjesi: Skorkvikindaflokki. Kennari: En síldin? Pjesi hikandi: Hún — tilheyrir kartöflilm.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.