Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1931, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1931, Qupperneq 4
404 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Líf5hcFttir öorilla. Em rauðir öorilla-apar til? Eftlr Altilio Gatti, foringja 8. rannsóknarfarar ítala í Miðafríku. / htnum miklu frumskógum Mid-Afriku er sagt að heima eigi sjerstök tegund Gorilla-apa, „hinn rauði Gorilla". — Höf. þessarar greinar er nýlega lagður á stað l leiðangur að leita þeirra. Það er liljóð morgunstund, rjett fyrir sólarupprás. Tröll nokkurt, kafloðið, rýfur vafningsjurta for- hengi skógarins, og teygir upp fer- legan liausinn. Tvö glitrandi augu horfa út í náttmyrkrið. — Svo gengur tröllið liljóðlega út- úr skóginum og fram á sljettuna og horfir til lofts, þar sem aðeins sjer votta fyrir fyrstu dagskímu. Það bíður þarna þögult, en um leið og sjest á fyrstu brún sólar við sjónhring, rekur það upp óg- urlegt nístandi öskur, líkast hræði- legu nevðarópi. Öskrið berst yfir sljettuna og i hinum litlu og óþrifalegu kofum, vakna hinir dvergvöxnu Svert- ingjar (Pygmæamir), níía stírum- ar úr augunum og hvísla hver að öðmm: „N’agi! sá, sem lýkur nótt- unni“. Górilla-apinn! Mambuti-Pygmæarnir, sem búa hjá jaðri Tschibinda-frumskógarins trúa því að Górilla-apinn kalli á sólina og þess vegna rísi hún. — Dvergar þessir eru ákaflega hjá- trúarfuliir og fáfróðir svo að flest- um mundi furða þykja. En þeir þekkja Górilla-apana ágæta vel, og margar sögur þeirra, sem jeg hjelt í fyrstu að væri hjegómi einn, hefi jeg staðreynt að eiga við rök að styðjast. Á seinustu rannsóknarför minni í Miðafríku, dvaldist jeg mánuðum saman í Tschibinda-fmpiskóginum til þess að kynnast lífsháttum Górillanna. Þessi fjallaskógur er suðvestur af Kivvu-vatni. hálfri breiddargráðu sunnan við miðjarð- arlínu. Hjer er svo að segja mið- depill Afríku. Hjeðan er álíka langt austur að Indlandshafi og vestur að Atlantshafi, álíka langt norður til Kairo og suður'til Höfða kaupstaðar. Hingað höfðu engir hvítir menn komið fyr en eftir stríð og enn mega hjeruð þessi kallast órannsökuð að mestu. Dag eftir dag og mánuð eftir mánuð braust jeg í gegnum frum- skógana þarna, undir leiðsögu Kaschula, höfðingja Mambuti- Pygmæa, og flokks af æfðustú veiðimönnum lians. ,Jeg treysti fullkomlega á ratvísi og veiði- hæfileilta Kaschula, enda brást mjer það aldrei. Dögum saman veittum við einni Gorillafjölskyldu eftirför, en urðum að gæta þess vandlega, að hún yrði ekki vör við okkur. Við ætluðum að komast að því hverjir væri lifnaðarhættir þeirra þegar þeir hjeldu að enginn sæi til sín. Með ótrúiegri ratvísi fann Kas- cliula altaf seinasta næturstað þeirra. Náttbólið bv'r karldýrið vanalega til undir hárri eik. Það hreinsar fyrst burtu allan gróður og kjarr, og ber síðan smágreinar, lauf og mosa í rjóðrið og reiðir þar sjer og sínum hæga hvílu. — Síðan býr það til þak og hliðar- tiöld úr fljettijurtum. Kaschuia ljet mig stundum þreifa á því, að bælin voru enn volg, þegar við komum að þeim, og sagði mjer hvar hver einn úr fjölskyldunni hefði legið. En það var svo stæk fýla í þessum bælum, áð jeg gat ekki haldisf þar við. Einhverju sinni gat jeg í næði virt fyrir mier heimilislíf Górill- anna. t rjóðrj hokkuru sat hús- bóndinn undir trje, hallaðist upp að því og háfði fengið sjer mið- degisblund. Hann var ótrúlega lík- ur bústnum og góðlátlegum fjöl- skylduföður. Skamt frá honum var Górilladrengur og rækti sínar dag- Oegu líkamsæfingar, að því er virt- ist. Hann kleif upp í trje nokk- urt, náði í grein og fór þar mörg- um sinnum í gegn um sjálfan sig. Svo rendi hann sjer hægt til jarð- ar aftur. Þessa æfingu endurtók hann livað eftir annað, alvarlegur a svip og vissi aúðsjáanlega hvað hann var að fara. Tvær fullvaxnar Górillaynjur sátu skamt frá og spjölluðu saman í hálfum hljóðum. Jeg var svo langt frá, að jeg heyrði ekki til þeirra, en jeg sá hvernig hinar stóru varir þeirra bærðust, og að umræðuefnið væri ])eim áhugamáll, mátti sjá á því, hvemig þær böðuðu út höndunum, til þess að leggja herslu á orð sín. Ein Górillaynja var nokkuð fi á og safnaði af kappi ætijurtum og át. Hjá henni var Górillakrakki, b'klega ársgamall, að leika sjer og Ijet öllum illum látum. Hann síökk upp á bakið á móður sinni, skreið undir kvið hennar og hrifs- aði hvað eftir annað af lienni æti- jurtirnar, sem hún var að safna saman. Að lokum misti liún þolin- mæðiha og fleygði stráknum svo óþyrmilega frá s.jer, að hann fór fjórar eða fimm veltur, og æpti ámátlega. Öðru sinni sáuiii við stóran Gór- illa standa á hæð nokkurri. Hann gólaði einkennilega, og uni leið barði hann með hnefanum ótt og títt á kinn sjer, svo að gólið sjitn- aði sundur og varð eins og löng ,.tri'la“. Þetta hlýtur að hafa ver- ið ákveðið merki, því að úr öll- um áttuní streymdu þögulir Gór- illaapar þar að, þangað til þeir voru orðnir um tuttugu. Við reyndum að komast nær þeim, og fórum ákaflega varlega. En þá urðu þeir okkar varir og þustu á brott. Þeir vildu augsýnile!ra ekki að nein vitni væri að þessarj ráð- stefnu sinni! f hvert skifti sem Górillaflokks- foringiar höfðn orðið A-arir við okkur, beittu þeir sömu aðferð. Þá var því líkast, sem þeir urniðu, a'taf í sama dfir. Undir eins og konur og krakkar hevrðu það. flýttu þau sjer burtu, en sá gamli stóð nokkura stund og horfði á okkur. Síðan sneri hann við og hjelt í liumátt á eftir hyski sínu, og leit oft um öxl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.