Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1932, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1932, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 153 Gorguloff morðingi yfirheyrður. A titilblaði bókarinnar kallar hann sig „fyrsta einræðisherra Rúss- land.s.“ Franska lögreglan hefir m. a. fundið vasabók í vasa Qorguloffs. Á titilblaði hennar stendur: Minn- ingabök dr. Gorguloffs, fascista- foringjans ,sem myrti forseta franska ]ýðveldisins.“ Gorguloff segir, að ástæðan til morðsins sje sú, að Frakkar liafi hjálpað rúss- nesku stjórninni í stað þess að hæla kommúnismann í Rússlandi niður. Þess vegna vildi hann hefna sín á Frökkum. Og hann segist líka liafa vonað, að morðið mundi vekja Frakka til baráttu gegn ráðstjórninni rússnesku. — Enn fremur segist Gorgulloff hafa rænt barni Lindberghs til þess að hefna sín á Bandaríkjamönnum. Hann segist hafa ætlað að myrða bæði Hindenburg, Masaryk og sendiherra Rússa í París. Alt þetta bendir til þess, að morðinginn sje brjálaður. Hinsvegar halda sumir, að brjálsemi lians sje eingöngu upp- gerð. Hann sje í rauninni kom- múnisti og erindreki rússnesku stjórnarinnar. En menn leita árangurslaust að skynsamlegri ástæðu til morðsins. Doumer hafði lítil eða engin áhrif á síjórnmál Frakka. Ráðstjórnin rússneska hikar að vísu ekki við að láta fremja morð, ef hún hefir hag af því. En þetta morð var svo ástæðúlaust og svo heimskulegt, að mörgum þykir ólíklegt, að nokkur erlend stjórn eða stjórn- málaflokkur hafi verið við það riðinn. Flestir álíta því, að þarna sje aðeins um verk brjálaðs mann's að ræða. Morðið hefir því að likindum litlar eða engar afleiðingar, hvað snertir sambúð Frakka við aðrar þjóðir. Og yfirleitt má búast við að morðið mun hafa litlar pó-li- tískar afleiðingar í för með sjer. Það hefir engin álirif haft á frönsku þingkosningarnar. — Þær fóru fram daginn eftir andlát Doumers. Og forsetaskiftin valda vafalaust engum breytingum í frönskum stjórnmálum. Hinn látni forseti var 13. forseti liins 3. franska lýðveldis, kosinn 13. maí í fyrra. Hann var fæddur í Aurillac í Suður-Frakklandi árið 1857. Faðir lians var verkamaður. Doumer var fyrst leturgrafari, en !as í frístundum sínum og tók stúdentspróf. Hann var svo í nokkur ár kennari, seinna blaða- maður, þingmaður og loks ráð- herra, í fyrsta sinn skömmu fyrir aldamótin. TJm aldamótin var liann landstjóri í Indo-Kína og gerði þessa nýlendu að fyrirmyndar- ný- lendu. Við forsetakosninguna árið 1906 bauð hann sig fram á móti Falliéres, en beið ósigur. Eftir heimsófriðinn var hann tvisvar fjármálaráðherra í stjórnum Bri- ands. I stríðinu misti hann 4 af 5 sonum sínum. Doumer var vinstrimaður, en hann var þó í fyrra kosinn ríkis- forseti með atkvæðum hægrimanna pg miðflokkanna. Þeir fylktu sjer um Doumer, til þess að fella Briand. Doumer var hvorki liugsjóna- maður nje atkvæðamikill stjórn- maður. En með frábærum vilja- þrótti, skyldurækni og iðjusemi tókst honum þó að ryðja sjer braut frá hreysinu í Aurillac til forsetabústaðarins í Champs- Elysées. Eftirmaður Doumers var kosinn á sameiginlegum fundi beggja þing deilda í Versailles 10. þ. m. Hlaut forseti öldungadeildar, Lebrun, kosningu með 633 atkv. Allir borgaralegu flokkarnir sameinuð- ust um að kjósa hann. Sosíalistinn Fauré fekk 114 og kommúnistinn Cachin 8 atkv. Hinn nýi forseti er bóndasonur frá Lorraine, fæddur árið 1871. Hann er mikils metinn námaverk- fræðingur. Á árunum fyrir stríðið var hann ráðherra í stjórnum Caiþaux, Poincaré og Doumer- gues. Hann er nú fylgismaður Poincarés. Höfn í maí 1932. P.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.