Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1932, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1932, Blaðsíða 1
Magnús Ásgeirsson. I. Vort vmga ríkisforlag, sem hlotið hefir nafnið Bókadeild menningar- sjóðs, hefir gefið út tvö söfn þýð- inga úr erlendum málum, sem fag- urlega sýna hvers menning vor og tunga mega af því vænta ef því verður giftusamlega stjórnað. Hið fyrra er annað bindi at’ ljóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirs- sonar, hins unga snillings, sem ekki verður framar í þessum efnum til annara jafnað en þeirra liöfuð- skálda, er af mestri og fyrirmann- legastri orðsnild hafa þýtt, á tunuu vora erlend ljóð. Hann er nú þeg- ar í fremstu röð þeirra skálda, er neytt hafa yfirburðaljóðgáfu til þess að auðga bókmentir vorar að þýðingum erlendra úrvalskvæða. en um brigðlausa vandvirkni verð- ur honum vart til annara jafn- að en Einars Benediktssonar og Rigurðar Sigurðssonar (sem því miður hefir þýtt of fátt. en alt með ágætum). Bók M. Á. hefir því oi-ðið eitt liið fegursta kvæða.safn sem til rr Þyðingar á íslensku Eftir Kriötján F1 Ibertson. á íslensku, þar er livert kvæði gott, sum stórfögur, og livergi þýðingarblær á einni línu. Hvort sem háttur er kátur, ljettur, laus- beislaður eða meitlaður og strang- ui, livort slegið er á þýða strengi í mjúkum hendingum, rík og dul tilfinning byrgð í orðfáum línum eða spakri hugsun þjappað í kjarn- yrði, hvergi bregst honum brag- list nje orðfæri, auðugt og linit- miðað. Hvort sem hann þýðir græskulaust gaman eða napurt liáð, djarforða lýsing úr dag'egu lífi eða rómantíska siigu frá horfnum tímum, lyriska aðdáun, ró eða þrá eða kvöl hjartans, blossa geðsins eða djúpa íhygli, alt er jafnlifandi, hvar vetna nær hann tón og blæ og skapi hinna fjarskyldustu anda, hvergi bregst þessúm fjölkunnuga manni smekkur, vald nje gáfa. •Teg tel hann hiklaust meðal þeirra yngri skálda sem mestu hafa afrekað og fegurstar vonir vek.ja. Nýsloppinn úr skóla gaf hann út iítið Ijóðasafn (,,Síð- kvöld“,’ 1023), sem hvorki var mjög þroskað nje m.jög sjálfstætt, en þó víða nýr lireimnr í stefjum Guðmnndur Finnbogason. Iians, hugsanir, sem báru vott um s.ierkennilegt tilfinningalíf og skáldlega lund. Síðan hefir hann numið í skóla erlendra snillinga, og J>roskað braggáfu sína á því að þýða verk þeirra. T’ess verður beð- ið með óþreyju að hann aftur gef'i úf safn af frumsömdum kvæðum. II. Síðan ljóðlist vor hófst til vegs að nýju ineð Jónasi Hallgrímssyni, hefir aldrei alment verið eins vel ort á fslandi og síðustu áratugi. Framför í smekk og braglist er auðsæ, jafnvel andlausustu hag- vrðingar láta nú ekki frá sjer fara viðlíka hnoð og leirburð og víða má finna í bókum hinna eldri þ.jóðskálda. Blöð vor og tímarit eru full af ljóðum, sljettrímuðum. lýtalausum, — og efnislausum. Sum ir þessara hagyrðinga yrkja svo vel, að manni finst synd að þeim skuli ekkert detta í hug, — nema gamlar hugmvndir. Sumir þeirra eru jafn- vel svo nærri því að vera skáld, *ð maður g*?ti b/”'st við góðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.