Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1932, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1932, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 295 Hin nýja skáldsaga Halldórs K. Laxness. 170 stórar fallbyssur, 380 minni faW- byssur, 384.310 hermenn, 750 stórar vjelbyssur, 1870 ljettar vjelbyssur og 140 landdreka. Frakkar með 360 hernaðarflugvjel- ar, 250 stórar fallbyssur, 230 minni fallbyssur, 691.220 hermenn, 2580 siórar vjelbyssur, 3180 Ijettar vjel- bvssur og 410 landdreka. ’ Sje nú tekið annað daemi um mann- fjölda í her þjóðanna, þá er það þannig: Þjóðverjar 100,000, en gegn þeim eru að austan: Pólverjar með 3.700.000, Tjekkar með 1.300.000 og að baki þeim Rússar með 7.500.000, að vestan og sunnan: Itailir með 4.500.000, Frakkar með 4.250.000, Belgar með rúma miljón og að baki þessara Englendingar með 2.500.000. Allar þessar tölur eru miðaðar við herafla á ófriðartímum. Maxim G-orki hinn heimsfrægi rússneski rithöfundur álti að taka þátt í afvopnunarráð- stefnunni, en veiktist alvarlega á leið- inni. — — Þegar rignir fer jeg altaf inn í búð og kaupi mjer regnhlíf. — Þú hlýtur þá að eiga margar regnhlífar. — Nei, daginn eftir hefi jeg skifti á henni og einhverju sem jeg get haft gagn af. Eftir Kristján Albertson. Halldór Kiljan Laxness: Þú vín- viður hreini. Reykjavík 1931. — Halldór Kiljan Laxness: Fuglinn í fjörunni. Reykjavík 1932. I. Einn rosalegan haustdag koma tvær manneskjur í land í litlu sjávarplássi, fátæk umkomulaus stúlka, Sigurlína Jónsdóttir, með óskilgetið telpubarn í eftirdragi, Sölku Völku. Þær eru ,í leið suður, en móðirin svo veik og peningalaus að hún kemst ekki lengra. Þær fá inni í einni þurrabúðinni, hjá gömlu fólki, og það fer svo að þær setjast þar að fyrir fult og alt. Líf þeirra er rakið, það verður gangur sögunnar, sá straumur, sem jilássið speglast í, sumar og vetur, Óseyri við Axlarf jörð, lágkúrulegt þorp við úfinn fjörð milli hárra^ fjalla. Við kynnumst fjölda af baslandi fátæk- lingum, sem eiga alt sitt undir tveim voldugum öflum: fiskinum í sjónmn og Bogesen kaupmanni, sem á allan fisk, sem á land keniur, og „heldur lífinu í“ hverjum einstökum í pláss- iru með flóknu og vísdómsfullu reikn- ingshaldi. En í síðari hluta sögunn- ar kemur nýr sterkur aðili til skjal- anna, nefnilega fólkið sjálft, verka- Ivðshreyfing, kaupfjelagsskapur, Bogc- sen hröklast burtu og nýir menn taka að fjefletta almennig með umboð frá fólkinu sjálfu. En einhvers staðar langt úti í framtíðinni hvllir undir nýtt skipulag og hetri æfi fyrir aiþýðuna á Óseyri við Axlarfjrð. f þessari sögu hefir Laxness, fyrst- ur íslenskra skálda, skapað stóra, mannmarga, áhrifasterka og óvenju- lifandi mynd af kjörum og menningu, lífi og líðan fátæklinganna í íslensku sjávarplássi. Það er ógemingur að gera í stuttu máli frekari grein fyrir gangi þessarar löngu, viðburðaríku sögu nje Iýsa sem vert væri öllum þeim öflum og andstæðum í náttúr- unni og mannlífinu sem hjer eigast við. En á tvær höfuðpersónurnar verður að minnast, því að þær mann- lvsingar eru hið fegursta og dýpsta Halldór K. Laxness. í verkinu, og það sem öllu fremur gtfur því skáldlegt gildi. II. Sigurlína í Mararbúð er stór og holdugur kvenmaður, með breykst blóð og hreint hjarta, einföld, viljalítil, og eilíflega umkomulaus meðal mann- anna. Hún er fædd til að vera trygg og undirgefin, dæmd til að hrekjast l’rá manni til manns, fátæk og smáð, ala biirn sín í Iausaleik og eiga ekk- crt athvarf nema í trúnni á frefsara sinn. Hún er ein af þeim manneskj- um sem talað er um í orðum fjall- ræðunnar: „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu guð sjá.“ Hún getur ekki sjálfri sjer um kent þó að Steinþór Steinsson, skáldið og bullan, baldinn, ástríðu- fullur karlmaður „fæli frá henni all- ar kristilegar hugsanir og hreki frá henni sjálfan varðengil ggiðs, svo að hún getur ekki einu sinni komist í það rjetta samband við Jesú, hennar frelsara, síðan hann kom“. Því hún hefir ekki „skapað heiminn", eins og hún svarar telpunni sinni, sem börnin kalla „melludóttir" á eftir, og þess vegna fyrirlítur móður sína. „(ruð ræður yfir mínu lífi og mínn hjarta", segir móðir hennar. „Hann hefir skapað mig með kvenmannsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.