Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1932, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1932, Blaðsíða 1
Fjallafururnar við Rauðavatn. Eftir liákon Bjarnason. A sunnudaginn var, fórum við Kinar E. Sæmundsen skógarvörður upj> að Bauðavatni til þess að líta á vöxt þeirra trjáa, sem gróðursett hafa verið í trjáræktarstöðinni þar. Trjáræktin við Rauðavatn hófst rjett eftir síðustu aldamót fyrir at- heina nokkurra áhugasamra manna í Reykjavík. Mynduðu þeir ineð sjer ldutafjelag ,sem nefnt var Skógrækt- arfjelag Reykjavíkur. En umsjón með fyrstu framkva'mdunum lmfði C. E. Elensborg skógfræðingur, sem mun vera mörgum eldri mönnum að góðu kunnur. Hefir hann skrifað ítarlegar skýrslur um starfsemi sína hjer á landi, og á þeim má sjá hvað gert hefir verið Rauðavatnsstöðinni til góða á fyrstu árum hennar. Eftir að Flensborg hætti starfsemi sinni hjer hefir og ýmislegt verið gróðursett þar, er. samkvæmt upplýsingum Einars Sæ- rnundsens, munu síðustu fjallafururn- ar hafa verið gróðursettar í suðvest- urhluta girðingarinnar árið 1910. Auk furunnar var reynt að fá ýmsar aðrar tegundir til að Jirífast þarna, en það liefir algerlega mistekist. Aðal örsökin mun vera sú, að flestallar plönturnar voru af of suðrænum uppruna, til þess að þær gætu náð nokkrum þroska. En birki það og reyniviður, sem gróð- ursett var þar, hafa einnig dáið út að mestu, þótt frekar hefði niátt búast við sæmilegum vexti á þeim en fjalla- Turunni. Ohagstæð náttúruskilvrði jjarna munu mestu hafa valdið um það,-því að jarðvegurinn er mjög leir- ’ or!:.n rg þjettur í sjer, og skjól er iremur litið í stöðinni. Fyrstu 10—20 árin, sem fururnar stóðu þarna, fór þeim einnig mjög íítið fram, og flestir voru orðnir úr- ula vonar um, að nokkurn tíma myndi togna úr þeim. En svo hefir þó rætst úr þeim, að síðustu 8—10 árin ’.afa þær vaxið vel, svo nú virðist, em þær ætli áð ná Turðanlegfiirt þroska. Við Einar mældum ársvöxt síðustu þriggja ára á nokkrum af furunum, em við völdum af handahófi og er hann þessi: Ar Ársvöxtur í centimetrum. 1932 20 23 18 23 21 29 23 20 1931 13 13 9 11 10 6 15 13 1930 10 19 18 15 17 14 17 13 Samtals 43 55 45 49 48 49 55 40 Hæð trjánna frá jörðu í cm. 122 90 90 95 90 75 105 100 Furur þær, sem voru ma'ldar á þennan hátt, voru allar gróðursettar 1910 og eru því ekki nema 22 ára. En ársvöxtur síðustu þriggja áranna er alt að því helmingur af hæð þeirra, svo ekki hefir vöxturinn verið hraður fyrstu árin. Við þetta er þó það að athuga, að lengd stofnanna er heldur neiri en ha'ð þeirra frá jörðu, vegna þess að fururnar eru margstofna og neðsti hluti hvers stofns er jarðlægur. Elstu fururnar þarna í stöðinni eru Iieldur þroskameiri og sta'rri, og við mælingu fundum við ]æs-ar hæðir: Hæð frá jörðu í centimetrum 140 170 174 182. Fiallafuran á heimkynni sín í Alpa- Ijöllunum, og er því vön alt öðru lofts- lagi og öðruvísi jarðveg, en hjer er. Vaxtarlag hennar er þannig, að hún verður aldrei annað en stór runni eða lítið trje, sem venjulegast er marg- stofna. Ress vegna er ]>að ekki neina eðlilegt, að vöxtur hennar sje eins og liann er í Raitðavatnsstöðinni og ann- ars staðar þar sem hún hefir verið gróðursett hjer á landi. Að plönturn- ar hafi staðið í stað, um margra ára skeið, er heldur ekki nema eðlilegt. Slík fyrirbrigði eru algeng í öllum löndum, þar sem fengist er við skóg- rækt. I Danmörku hafa til skams tíma verið grenitrje, sem voru 100 ára að aldri, en aðeins urn 1 meter að hæð. F.inn góðan veðurdag fóru trje þessi þó að vaxa og urðu að sæmilegum skógi á nokkrum árum. í Noregi er oftast gert ráð fyrir því, að erlendar trjáteg- undir, Sem reyndar eru, standi nokk- urnveginn í’ stað fyrstu 5—10 árin eftir að þær eru gróðursettar og líku ináli er að gegna í Svíþjóð. Af hvaða ástæðum trjen standa í stað, vita menn ekki, en sennilegt er, að það sjeu nátt- úruskilyrðin, sem henta þeim ekki. Úr ]>ví að fururnar við Rauðavatn eru farnar að vaxa allsæmilega á síð- ustu árunum, er ástæða til að ætla, að ]>ær muni geta dafnað enn betur er fram líða stundir. Og því er -jálf- sagt. að furur þessar njóti fullrar frið- unar áfram, svo af þeim megi ráða, hvaða framtíð fjallafuran geti átt fvr- ir sjer hjer á landi, þegar hún er gróðursett við frekar ljeleg skilyrði. I>ess vegna ættu bæjarbúar að sjá sóma sinn í því, að ganga vel jim stöðiná, og hætta að rífa |>aðan bestu |- öAu’.nar : •; uíl 'iefir 'tt a!er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.