Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1932, Blaðsíða 2
30á
I- —
stað á undanförnum vorum. Enda liafa
menn enga gleöi af því til lengdar,
ao flytja plöntur þaðan og heim í
garða sína, því að þær hafa allar svo
langar rietur og víðskriðular, að þær
þola ekki flutninginn og deyja innan
skamms. Ennfremur verða menn að
fara þar varlega með eld að sumarlagi,
því að engum trjám er eldhættara 311
harrtrjém. En þess sáust greinileg
mcrki, að eldur hafði komið upp ú
litlu svæði við austurenda girðingar-
innar. Var okkur sag-t- að. börn úr
Baldurshaga hefðu kæft eldinn í tíma,
en að öðrum kosti hefði vel getað farið
svo, að margar af elstu furunum hefðu
Lrunnið upp.
Að endingu vil jeg benda mönnum
þeim, sem fara þarna fram hjá í góðu
veðri, að taka eftir því, hve fallegar
þessar grænu furur eru, þegar þær
ber við haustfölan gróðurinn alt um
kring.
í Lanörjettum.
Daginn fyrir Landrjettir.
Frá því um hádegi höfðu bílar
streymt austur yfir fjall, og för
tiestra var lieitið í rjettirnar. Flestir
'.ildu fara svo tímanlega, að þeir
næði austur áður en dimt yrði.
Við lögðum ekki á stað frá Reykja-
vik fyr en klukkan 6 um kvöldið og
fórum okkur að engu óðslega. Farið
var að dimma þegar við komum að
Olfusárbrú, en þar staðnæmdumst við
til þess að fá okkur mat, því að við
bjuggumst ekki við því að fá mat
uftur fyr en til Reykjavíkur kæmi.
Vel og rausnarlega var framborið,
maturinn var ágætur og gerðum við
honum góð skil. En alt tekur sinn
tíma, líka það að eta, og var nú
komið niðamyrkur er við komumst á
stað aftur. Og svo tafði þáð okkur, að
einn þurfti endilega að koma við á
Evrarbakka, og að við lögðum þá
lykkju á leið okkar. En síðan var
ekið hiklaust austur vfir Þjórsá og
Holtin og stefnt upp á Land. Þar var
ekki margförult, og er hinn lagða veg
þraut, var ekki eftir öðru að fara í
myrkrinu heldur en hjólförum bíla.
Og þau lágu í margar áttir. Þess
vegna viltumst við dálítið, en kom-
umst þó von bráðar á rjetta leið aftur.
Og ekki vissum við fyrri til en að
rið vorum komnir inn í heila boi'g af
LESBÓK MORGUNBLADiirNS
alls konar bílum. Þeir stóðu þar mann-
lausir og ljóslausir hlið við hlið í
þjettum röðurn, og minti þetta á bíla-
torgið hjá Almannagjá á alþingis-
hátíðinni.
Þá var komið fram á nótt.
Við stigum út úr bílnum. En hvar
voru nú rjettirnar?
Orfá skref — og við komum fram
á hæðarbrún, og undir fótum okkar
blöc.tu við uppljómuð tjöld, smá og
stór og var þaðan að heyra glaum og
gleði, hljóðfæraslátt og söng.
Þarna var Rangæingabúð og skamt
frá veitingatjöld. Lengra burtu, bæði
til hægri og vinstri, stóðu undir hlíð-
inni tjaldþorp. Það voru tjöld gangna-
manna. I sumum loguðu ljós er ljóm-
uðu upp tjöldin, svo að þau voru til
að sjá eins og stór ljósker, sem báru
öaufa birtu á næstu tjöld, sem ekkerc
Ijós logaði í. Þar hafa gangnamenn
annað hvort verið gengnir til hvíldar,
eft.ir alt gangnaerfiðið, eða þá að þeir
iiafa ekki getað staðist freistinguna,
þótt þreyttir væri, að taka þátt í
hinu fjöruga lífi í samkomutjöldunum.
Veðrið hafði verið hvast og kalt
um daginn, rakin norðanátt, en nú
var kyrt. Himininn var heiður og
dimmblár og yfir brekkubrúninni
.„skein hinn skarði máni“ yfir tjöldin
og sljetta völluna þar um kring.
I Rangæingabúð var stiginn dans
alla liðlanga nóttina. Þar var þó svo
þröngt inni, að menn gátu sig varla
hreyft. Þar var ein iðandi kös um alt
tjaldið. Hvaða dans var stiginn? Það
veit jeg ekki og það vita líklega ekki
einu sinni þeir, sem dönsuðu. En
fólkið skemti sjer. Hvað það' gat skemt
sjer vel! Og þegar því þótti svækjan
inni vera um of, týndist það út úr
tjaldinu, tvent og tvent, hann með
liöndina um mitti hennar og hún með
handlegginn um háls hans, brosandi,
hvíslandi:
„Spinn þú, ástin mín ein,
lífs míns örlagagulk ‘.
I veitingatjöldunum var líka mann-
þröng mikil. Þar var sungið og spjall-
að. Sumir voru dálítið við skál.
„Það er hart ef maður hefir ekki
„landa“ hjer á Landinu! Viltu
smakka, lagsmaður? Nei, ekki hjer
inni, komdu út fyrir“.
Hve margir voru með „landann' ‘
veit jeg ekki, nje heldur hitt hvort
hann var seldur þar. En margii' munu
hafa kynst við hann, fóru þó vel með
það, og engar róstur varð maður var
við nje drykkjulæti. Tveir lögreglu-
þjónar úr Reykjavík voru þarna í ein-
kennisbúningum. Þeim virtist alveg of-
aukið. Ef þeir hefði verið klæddir eins
og hver annar, hefði þeir getað bland-
að sjer í hópinn og tekið þátt í
skemtun fólksins, en það var eins og
þögul andúð mengaði loftið hvar sem
þeir fóru. Ekki vegna mannanna
sjálfra, heldur vegna einkennisbún-
inganna.
Aldraður maður sagði við mig:
— Það er hrein og bein forsmán
að sá siður skuli upp tekinn, að senda
iiigreglu frá Reykjavík til höfuðs
mönnum í rjettunum. Það er til þcss
að drepa niður hinn þjóðlega blæ, sem
var á rjettalífinu áður. Þar gerðu
karlarnir upp reikninga sína. Alt, sem
þeir höfðu safnað í sarpinn af fjand-
skap út at' beit, uppáslægjum, hesta-
stuldi, að sigað hafði verið á skepnur
þeirra, og út af óteljandi mörgu öðru,
braust þá út. Fyrst voru það skamm-
ir, svo gjarna barsmíðar og áflog. En
það efidaði með því að þeir sátu sáttir
saman á einhverri þúfu, drukku vinar-
skál af sömu brennivínsflöskunni, kyst
ust og föðmuðust, klökkir af gæðum
og gleði út af því að þessu var nú
Jokið og þeir voru sáttir við alt og alla
— - að gremjan og f jandskapurinn hafði
íengið framrás og þorrið gjörsamlega.
Og aldrei hefi jeg hevrt þess getið að
nein málaferli hafi risið út af því,
sem gerðist í rjettunum, og hefi jeg
þó spurt marga gamla sýslumenn um
það. Hvers vegna mega menn nú ekki
lengur jafna sakir sínar á þennen ein-
falda hátt? Eru stefnufarir og mála-
ferli máske betri ? En það er óhjá-
kvæmileg afleiðing þess, að einkennis-
búin lögregla úr fjarlægu hjeraði er
nú farin að sletta sjer fram í þjóð-
lífið í sveitunum".
Það líður að morgni. Með fyrstu
dagskímu fara gangnamenn á fætur
til þess að sækja fjársafnið og reka
það inn í rjettirnar. Og þá sjest, að
flestir þeirra, sem voru á staðnum um
nóttina, höfðu ekki komið til þess að
afnið og sundurdráttinn í rjettun-
um. Svefnþrungið fólk byrjaði að
staulast upp brekkuna, upp á brúnina,
þar sem bílafjöldinn beið. Og bílarnir
fóru að tínast á stað-----—
Á.