Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1933, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1933, Blaðsíða 7
L32SBÓK MORGUNBLAÐSINS ið á" — ekki Smithsonian Insti- tut, heldur Sonth-Kensington Mus- eum í London. Árið 1927 andaðist eftirmaður Langrleys við Smithsonian Insti- tut. Hinn nýi ritari, er þá tók við, dr. 0. G. Abbot, vildi endilega sættast við Orville Wright. Hann ljet nema hurtu áletrunina á flug- vjel Langleys ogr setja þar aðra áletrun í staðinn ]>ar- sem ekki vorti neinar fullyrðingar. En ekki líkaði Orville ]>etta að lieldur. Hann krafðist þess, að Smithsoni- an Tnstítut víðurkendi það hisp- Urslaust, að þeir Wrightbræður hefði fundið upp og smíðað fyrstu flugvjelina, sem gat borið mann. Nvi hefir þeirn Wright-bræðrum verið reist veglegt minnismerki í Kitty Iíawk. Er það 20 metra hár bautasteinn úr granit. Hjer má enn minnast á einn af frumherjum fluglistarinnar, Þjóð- verjann Otto Lilienthal. H.ann var fæddur 1848. Árið 1807 liafði liann smíðað svifflugu, sem gal borið 40 kíló. Árið 1892 fleygði Lilienl- hal sjer i svifflugu sinni fram af 30 metra háum turni og tókst hon- Um að fljuga 400 metra. Hann fórst af flugslysi 1896, en skömmu áður en liann dó var hann farinn að fást við smíði á flugvjel, sem knúin skyldi áfram af hreyfli. Og á reynslu lians og teikningum bygðu bræðurnir Wright þegar ])eir fóru að fást við srníði sinnar flugvjelar. Búenöatal í Borgarhrepp árið 1874. Borgarhrepps eru búendur, Bjarnar tveir, Stefán, Erlendur, Gnnnar, Guðrún og Helga. Guðmundar átta, Sigurðar sjö, Sæmundur, Kristjáns nöfnin tvö. Berg, Odd, Bergþóru fjelga; Yilhjálmur, Þorkell, Þorvaldur, Þorbjörn, Helgar tveir, Sigríður, Gíslar fimm, Jóhann greinast; Kristófer, Magnús, Þorsteinn þar, þá Pálar tveir og fimm Jónar, Sigmundur, Jónas seinast. (Alls 53 nöfn). Jónas Guðmundsson frá Ölvaldastöðum. 81 „Fiamborgarinn fljúganöi“. Núna um nýárið var setl ný liraðlest á járnbrautina milli Ber- lín og Hamborgar. Er dráttar- vagninn tyniinn áfram af tveimur 12 eylindra Dieselvjelum og hefir hvor þeirra 410 hestöfl. Svipar vagni þesstim mjög til vagnsins, sem Kruckenberg verkfræðingur 1 jet sntiða í fyrra og reyndi þá með góðum árangri. Kalla menn ])essa lest ýmist „Hantborgarann fljúgandi", eða „Brautarzeppelin" vegna þess hvað hún er fljót í ferðum. Skömmtt fyrir jólin var lestin reynd í fyrsta skifti. Fór hún ]>á frá Berlín til Hamborgar (286 km.) á 141 mínútit, eða með 120 km. hraða til jafnaðar á klukku- stund. — Eldri hraðlestir fara ]>essa vegarlengd á 3 klukku- stundum. í reynsluförinni voru ekki aðrir en verkfróðir menn og járnbrautastarfsmenn. Seinna urn daginn fór hraðlestin aftur til Berlínar og ljetu farþegarnir á- gætlega yfir ferðalaginu- Nokkrum dögum seinna fór lestin aðra reynsluför milli borg- anna og var blaðamönnum þá boðið að vera með. Á leiðinni frá Hamborg til Berlín fór flestin stundum með 165 km. hraða á klukkustund og er það heimsmet. Milli borganna fór hún á 132 mín- útum, og hefir meðalhraðinn því verið um 130 km. á klukkustund. I, þessari liraðlest er nóg rúm fyrir 100 farþega, og ank þess i‘i þar sjerstakur veitingaskáli. Er nú í ráði að setja slíkar hrað lestir á allar þær járnbrautir í Þýskalandi, þar sem umferð er mest. En enn sem komið er meg.i þær ekki aka með meiri hraða en 150 km. á klukkustund, vegna ]>ess að annars liafa brautarmerk- in ekki við þeim. Briöge. S: enginn. H: 10,6,5,3. T: 5,4,2. L: 6. 8 S: 10,6. H: 9. U T: 8, 7,6. | L: 10,5. S: D, 7. H: ekkert. T: As, K, O. L: K, 7,3. Hjarta er tromp. A slær út. A og B eiga að fá alla slagina. S: 9. H: ekkert. T: D, 10,9,3, L: Ás, G, 2. Leiðrjetting. í smágrein í sein- ustu Lesbók um olíulindir neðan- sjávar, stóð Baku, en átti að vera Batum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.