Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1933, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1933, Blaðsíða 2
74 lesbók morgunblaðsíns aði vegna þrotlausra úrfella. Sum- ir náðu þó töðum sínum í þurkin- um, sem, kom um höfuðdag, en sums staðar t. d. í Dalasýsfu og á öllum útkjálkum nyrðra náðist ekki baggi í hús fyr en í septem berlok, og var þá heyið orðið svo hrakið, að það mátti ónýtt kall- ast. í Rangárvallasýslu Lágu hey liti fram í októberlok. Sumir drifu hey sín saman blaut; soðnuðu þau niður af hita. og brunnu víða. Hey- fengur varð um Norður og Yest- urland V\—V2 af heyskap í meðal- ári að vöxtunum, en að gæðum margfalt minni. Aður en ísinn kom höfðu skip komið með matvæli til Akureyrar og Blönduóss, en síðan komst ekkert skip að Norðurlandi fyr en í ágústlok. Menn höfðu orðið að gefa skepnum kornmat um vorið meðan til entist, en alt sumarið voru verslanir matvælalausar. Og þegar skipin komust að lokum í höfn var matvara í sumum þeirra orðin svo skemd af sjóvolkinu að það varð að fleygja henni. Yegna harðindanna um vorið fell kvikfje unnvörpum og allskonar faraldur var þá í búpeningi. Lömh in hrundu niður á sauðburðinum og var víða svo, að ekki var hægt að hafa ær í kvíum og óvíða nema helming á móts við það, sem var Úrið áður, og þaðan af minna. Kýr yoru víða skornar af heyjum til þess að reyna að flevta sauðfjenu fram á fóðri þeirra, en' fjenaður- inn dó samt þegar hey og korn- mat þraut og fjöldi bænda, eink- um vestra og eystra, stóð uppi skepnulaus, með allþunga byrði verslunarskulda 4 bakinu og hafði ekkert fyrir sig og sína að leggja. Flosnuðu þái margir upp og fjölg- aði vergangsmönnum mjög. í Ár- nessýslu varð ekki mikill horfell- ir, en svo sem til að jafna það fórust 1300 sauðir, sem Hreppa- menn rá'ku á afrjett í góðviðrinu fyrir páskana. Þá fórst og margt fje í áhlaupinu eftir páskana í Rangárvallasýslu og Skaftafells- sýslu, svo að menn, sem höfðu átt 2—300 fjár, áttu ekki eftir nema PO—60 skjátur. Til dæmis um þenna mikla felli er sagt, að í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu liafi verið skornar 24 kýr af heyjum, en sjálfdautt varð : 4600 ær, rúmlega 2200 geldar ær og sauðir, 3500 gemlingar, rúmlega 6000 unglömb, um 400 hestar og 400 tryppi. í Dalasýslu fellu 12 kýr, 154 liross, 3000 ær, um 1000 roskins geldfjár, 2700 gemlingar og um 6400 unglömb. í Snæfells- nes- og Hnappadalssýslu fellu 66 kýr, 30 ltvígur, 214 liross, 130 tryppi, 4500 ær, 550 sauðir, 4000 gemfingar og 4000 unglömb. I Kjósarsýslu fell um 1500 fjár, 1000 unglömb og 110 hross. Alls er talið að á öllu landinu hafi drepist 65.000 unglömb þá um vorið. Bæði vegna þessa mikla fellis og eins vegna hins, að menn urðu að lóga meira fje um haustið en góðu hófi gegndi vegna heybrests og verslunarskulda, fækkaði búpen- ingi mjög þetta ár, eins og sjá má á iandshagskýrslum. Framtalið var 1881 —- 1883 Nautpeningur 20923 — 17.120 Sauðfje 524.516 — 337.420 Hross 38.627 — 30.695 Á þessu tímabili hefir því naut- peningi fækkað um 3.803, sauð- fje um 187.096 og hestum um 1 932. Vorið 1882 var þjargarleysi svo mikið, að víða sá á fólki. En ofan á þetta bættust margir kvillar og farsóttir, en skæðastir urðu þó mislingarnir. Þeir bárust hingað til Reykjavíkur frá Kaupmanna- höfn með póstskipinu 2. maí. Var reynt að hefta útbreiðslu þeirra, en tókst ekki, og innan lítils tíma lagðist fólk í hrönnum. Er talið að um 1100 manns hafi legið í þeim samtímis hjer ,í Reykjavík, eða þriðji hver maður. Varð veik- in mannskæð og dóu hjer úr hennii 100—120 manns á skömmum tíma, og gekk þá ekki á öðru en stöðug- im líkhringingum dag eftir dag um langan tíma. Svo barst veikin um landið og varð víða mann- skæð, en lyf voru engin til í Norð- urlandi vegna þess að hafísinn liafði tept allar samgöngur. Varð veikin aðallega skæð á börnum og þunguðum konum. Eftir mislinga- sóttina varð ærið kvillasamt af ýmsum sjiikdómum, sem af henni leiddi, og drógu þeir suma til dauða. Þess má geta, að þenna vetur voru hvalrekar miklir, og var það hið eina happ, sem hafísinn færði. Þá rak rúmlega 40 stórhveli á Vatnsnesi. Komu 32 á land einnar jarðar, Ánastaða, en 5 á land Balkastaða. lrarð þetta happ allri Húnavatnssýslu og nærsýslum að miklu gagni, enda var þar handagangur í öskjunni á hvalfjörunni. — Fjóra hvali rak í Eyjafirði, 5 í Fljótum, einn á Oddsstöðum á Sljettu, tveir náð- ust úr ísnum í Lóni, var annar þrítugixr en hin sextugur milli skurða. Hval rak í Leirunni, ann- an í Grindavík og hvalkálf í Hornaf jarðarósi. Það varð og Norðlendingum til happs um haustið, að Slimon kaup maður í Leith sendi hingað Cog- hill erindreka sinn til fjárkaupa. Varð hann mörgum sönn bjarg- vættur, því að annars hefði menn ekki haft hálft verð upp úr fje sínu, með því að skera það niður heima eða láta það í misjafnar verslanir. Á svæðinu frá Þingeyj- arsýslu og vestur í Stykkishólm kejrpti Coghill rúmlega 22.000 fjár á fæti og nær 1500 hross og borg- aði að mestu út í peningum. Gaf hann að jafnaði 16.50 kr. fyrir kindina en 50 kr. fyrir hross, og nam upphæðin fyrir þetta um V2 miljón króna. Frh. Skrautvagn Karls 10. í þorpinu Huamantla í ríkinu Tlaxcala í Mexiko fanst nýlega gamall skrautvagn, með skjaldar- merki Frakkakonunga. Þektist það, að þetta hafði verið lystivagn Karls 10. Spanskur jarl keypti vagninn að konungi liðnum, og um nokkur |ár var hann lystivagn landstjóranna í Mexiko, en hvern ig hann hefir orðið innlyksa í þessu þorpi vita menn ekki. Vagn- inn er enn svo lítt skemdur, að bestum var beitt fjuir hann og honum ekið til Mexikoborgar, en það er 100 km. leið. Nú er hann kominn á þjóðminjasafnið þar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.