Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1933, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1933, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 101 Kjördæmamálið í Bretlandi, Síðan kjördæmamálið kom lijer á dagskrá meðal þjóðarinnar, hef- ir það oft og einatt komið fyrir, að menn hafa vitnað til kjör- dæmaskipunarinnar í Englandi. Er því ekki úr vegi að minnast á kosningalög þau, sem þar voru samþykt fyrir rúmum hundrað árum, eða 7. júní 1832 og aðdrag- anda þeirra. Það er vissulega eng- in ný bóla, að vilja stæla Eng- lendinga. Þegar flest öll ríkin á megin- landi Norðurálfunnar lágu í sár- um eftir Napóleonsstyrjöldina, var mænt á England sem fyrirheitna landið frelsis og mannrjettinda, en rjett á litið var alt valið í höndum konungsins og stóreigna- mannanna- Efri málstofuna skipuðu aðal- mennirnir (lávarðarnir) og rjett- lir þeirra til þingsetu gekk að erfðum, en konungur nefndi til nýja þingmenn (lávarða) í mál- stofuna ef honum þóknaðist eða ráðuneyti hans þótti þörf á. Að vísu var í orði kveðnu farið eftir þingræðisreglum þannig, að ráðuneytið skvldi skipað sam- kvæmt vilja' meiri hlutans í Neðri málstofu, en sannleikurinn var sá, að um og eftir 1800 var öllu þessu „snúið öfugt þó“, því konungur- inn og ráðuneytið rjeðu þvi raun- verulega hverjir skipuðu meiri hlutann, einnig í Neðri málstofu. Árið 1814 sátu 658 þingmenn í Neðri málstofunni. Yoru 467 kosn- ir í bæjum (boroughs) 186 í fylkj- um (eounties) og háskólarnir kusu fimm. Á löndin skiftast þingmenn þess- ir þannig niður. að 513 voru kosn- iv í Englandi, 100 í írlandi og 45 i Skotlandi. Mai'gir þessara „bæja“, sem kosningarjetturinn var tengdur við, voru ekki bæir eða kaupstað- ir í venjulegri merkingu, heldur aðeins bæiarnefnur ef svo má að orði komast, aðeins fáein hús eða fáeinar lóðir, sem höfðu þau for- rjettindi, og flestar þessar fast- eignir voru í liöndum stóreigna- mannanna og nefndust ýmist „nomination boroughs“ eða „rott- en boroughs“. Til dæmis hjet eitt kjördæmis „Old Sarum“, en það var engi stórt eða mörk, skift í sjö reiti og fyrir hvern reit var kosinn einn þingmaður og sá sem „kjördæmið" átti, rjeði kosningu þessara þingmanna og fór kosn- inga-athöfnin frani í tjaldi á mörk- inni. Eitt kjördæmið hjet ,,Denwish“, það var löngu sokkið í sjó, þegar hjer er komið sögunni, en kjör- dæmaskipuninni mátti ekki raska, og kosningaathöfnin fór í þessu kjördæmi fram »þannig, að kjör- stjórinn setti kjörþingið í bát sem róið var fram á kjördæmið. í fylkjunum var kosningarjett- urinn jafnari, og þurfti til þess að öðlast kosningarjett, að eiga land sem gæfi í ársarð kr. 40.0(1 (Shillings). — Verksmiðjubæirnir stóru svo sem Mancbester og Birm ingham voru ekki sjerstök kjör- dæmi en taldir hver með sínu fylki. í Rkotlandi var kosninga- rjetturinn miklum mun takmark- aðri en í Englandi. Til dæmis voru í kjördæminu „Bute“ um 14000 íbúar, en aðeins um 20 kjósendur, og sagt er þar frá einu kjörþingi, þar sem aðeins mætti einn kjós- andi. Setti bann kjörþingið sam- kvæmt öllum gefnum fyrirmælum, eerði fyrirspurn um framkomnar tillögur, svaraði fyrirspurnum með því að stinga upp á sjálfum síer sem þingmannsefni, kaus "íálfan sig, lýsti sig rjett kjiirinn bingmann fyrir fylkið og sleit svo kiörþinginu. Um 1830 var tala kjósenda í Englandi ca. 250.000 i fylkjunum og ca. 190.000 í bæjunum. Aðeins 1/32 hluti íbúa landsins hafði kosningarjett. Ekki sýnist kosn- ingafyrirkomulag það, sem hjer er lýst, hafa verið svo sanngjarnt, í’ð það gæti haft marga meðmæl- endu)' eða verjendur, en svo var 'iú samt. Stærsti stjórnmálaflokk- ur Englendinga á þeim tímum, ,,Toryar“, vildi hvorki láta rýmka kosningarjettinn nje breyta kjör- dæmaskipuninni. Á móti þeim risu ,,Wiggarnir“, sem var annar stærsti stjórnmálaflokkurinn og vóru þá aðeins þessir tveir flokkar uppi í Englandi og hjelst þannig flokkaskiftingin þar í landi, að stjórnmálaflokkarnir voru að eins tveir uns jafnaðarmannaflokknum óx fylgi. Árið 1830 var barátta hafin til þess, að rýmka kosningarjettinn til Neðri málstofunnar og fá hann í hendur hinum borgaralegu flokk um eða miðstjettarmönnum. Jiilí- byltingin á Frakklandi gaf l>ess- um frjálslyndu kröfum byr undi'- báða vængi og Wiggar unnu glæsilegan kosningasigur nefnt ár. Stóðu nú hinar hörðustu deilur um kosningalögin í nærfelt tvö ár milli Efri málstofunnar, sem í engu vildi slaka til og Neðri málstofunnar, sem með miklum )neiri hluta bafði samþykt frum- varp til frjálslegri kosningalaga. Lauk þessa)’i sennu svo. en hún var einhver hin snarpasta sem nokkru sinni befir háð verið milli deilda enska Pa)-lamentsins, að konungur neyddist til þess, að veita Neðri málstofunni lið og voru kosninga- lögin samþykt 7. júní 1832. Fögnuðurinn bjá þjóðinni yfir staðfestingu kosningalaganna var óvenju mikill. hátíðahöld fóru fram viða, kirkjuklukkum var bringt og jafnvel í barnaskól- unum ljetu börnin í ljós fögnuð vfir þessum úrslitum. Samkva'mt hinum nýju lögum varð breytingin á kjördæmaskipuninni sú, að um- boð 111 þingmanna fyrir 56 lóðir , eða smáþorp, þar sem íbúar voru innan við 2000 manns, voru af þeim tekin, 30 bæir með íbúatöl- una 2—4000 manns voru sviftir fulltrúum sínum, tvö sæti náðust með því, að stevpa saman nokk- urum smábæjum í kjördæmi og þessum 143 þingsætum, sem þannig losnuðu, var úthlutað 65 til 43 stórbæja, 65 til fylkja, 8 til Skot- lands og til írlands 5. Tala kjós- enda jókst í sjálfu Englandi í fylkjunum úr 250.000 í 370.000 í bæjunum úr 190.000 í 290.000. Um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.