Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1933, Page 3
allar by«ðir landsins. Kostnað
þann, er af starfinu leiðir ætti
Menningarsjóður að bera eftir því
sem fje er fyrir liendi.
Skiftingu landsins í rannsókn-
arlijeruð hefi jeg hugsað mjer þá,
að liver hreppur yrði sjerstakt
hjerað, og með bygðunum fylgdu
fjallgarðar á milli dala, svo langt
sem dalir ná og næstu afrjettar-
lönd. Yrðu mörk á milli rann-
sóknarhjeraða á fjallgörðum þar
sem vötn deila. Með þessu móti
yrðii rannsóknarhjeruðin í bygðum
landsins rúm 200, en gera má ráð
fyrir að þau yrðu eitthvað færri,
því að litlum hreppum má slá
saman í eitt hjerað. Hjeruðin
verða tölumerkt, og tel jeg heppi-
legast að merkja þau í sömu röð
og hreppar eru taldir í Pasteigna-
bókinni nýju, þannig að byrjað
sje austast í Rangárvallasýslu, svo
að Austur-Eyjafjallalireppur verði
nr. 1, og haldið síðan vestur og
norður fyrir land, og endað á
Dyrhólahreppi. Það sem ráðið hef-
ir því, að jeg kýs að hafa hvern
hrepp sem rannsóknarhjerað er. að
til þess að gott yfirlit fáist, er
nauðsynlegt að hjeruðin sjeu
fremur smá. Að vísu verður þá
f'ðara að vinna úr söfnum þeim
er inn koma, en árangurinn er
miklu betri. Eins er líka auðveld-
nra að fá sjálfboðaliða t’l að
skoða lítið hjerað en stórt. En
það sem mestu r.jeði er, að liverj-
nm fulltíða manni eru kunnug
tekmörk hreppsins, er hann býr í,
o<r er það mikill kostur meðan
ekki er hægt að prenta kort með
öllum hjeraðamörkum. Enn hefi
teg eigi til fullnustu hugsað mjer,
hvernig skifta mætti meginhálend5
landsins. en þar mega hieruðin
< <’ra miklu stærri, og verða helst
að takmarkast af ám og vötnum
o<r öðrum náttúrlegum takmörk-
um. Öræfin verða heldur eigi
skoðuð nema með því að gera út
sjerstaka leiðangra jiar til. en
eigi með hjáverkastörfum fórn-
fúsra sjálfboðaliða.
Með greinarkorni þessu beini
jog því þeim tilmælum til allra
beirra manna er náttúrufræði
”nna hjer á landi og einhvem
tíma hafa aflögu, hvort þeir s.iái
s.jer ekki fært að taka til gróður-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
athugunar eitthvert rannsóknar-
hjerað, einn eða fleiri hreppa. Síst
af öllu er til þess ætlast, að skoð-
uijin verði framkvæmd á einu ári,
heldur verði smám saman unnið að
Jiessu. Starf sem þetta heimtar
fórnfýsi þeirra er að því vinna,
því að launa er ekki að vænta
annara en skemtunar af vel unnu
starfi.
Ef einhverjir skyldu vil.ja sinna
þessu nú þegar bið jeg þá að láta
mig vita um það sem fyrst, mun
jeg þái senda þeim nánari fvrir-
mæli um hvernig starfinu skuli
liáttað og svar við fyrirspurnum
liar að lútandi. Eins væri mjer
kært, ef einhverjir sem ættu í fór-
um sínum plöntulista með ná-
’-væmt tilgreindum fundarstöðum
vildu senda þá til yfirlestrar.
Treysti jeg því fastlega, að
TT’lóra eigi svo marga fórnfúsa
unnendur víðs vegar um land, að
takast megi að hefia verk jietta
nú tyeð komanda sumri.
Akureyri á síðasta vetrardag 193d.
Maður: Æ, þú ættir að mta hvað
mjer leiðist það. að þú skulir alt-
af vera að tala um fvrra mann-
inn þinn.
Kona: Þætti þjer betra að jeg
talaði um næsta manninn minn?
179
Fyrir 15 órum,
Kafbátahernaðurinn 1918.
Pyrir 15 árum gaf þýska flota-
málaráðuneytið út eftirfarandi til-
kynningu:
,,Mánuðinn sem leið liafa kaf-
bátar vorir sökt skipum, sem báru
652 þús. smál. Frá stríðsbyrjun
höfum vjer sökt skipum, er báru
17.116.000 smálestir og voru í
þjónustu óvinanna11.
Kafbátahernaðurinn náði ekki
tilgangi sínum, en tjónið, sem
liann olli var stórkostlegt- Pm
lielming af öllum skipastól hafði
orðið að taka til hernaðarjiarfa.
en 17 milj. smál. var þrjðjungur
alheims skipastólsins 1914. Og enda
þótt unnið væri að því af kappi
að smíða ný skip, þá var nú svo
komið að skortur var farinn að
sverfa að Englendingum. Banda-
menn hefði tapað stríðinu ef
Bandaríkin liefði ekki skorist í
leikinn.
Rkarð það, sem varð í skipa-
stólinn á stríðsárunum, er nú
löngu fylt. Nú er skipastóll heims-
ins na<r 40% stærri heldur en
hann var árið 1914.
Rökkurljóð.
(Thor Lange).
Um eyðiströndu gráa mín leið eitt kvöldið lá
og lagarólgan rak þar sína hildi;
og bylgjurnar, sem skullu þar berum sandi á,
þær buldruðu eitthvað, sctn jeg ekki skildi.
Sem óðast dimdi, og eigi sú aftanstund var hlý,
en úrsvöl gola bljes á mínum vegi.
Með silfurpenna máninn sást skrá á reikul ský,
en skriftina hans gat jeg lesið eigi.
Fimm himinstjörnur virtust mjer raðast þannig rótt,
sem rjett þar dragi spurnarmerki höndin.--
„Hvers vegna?“ spurði bylgjan, og varð að froðu skjótt.
•,J,eg veit það ekki“, svaraði henni ströndin.
J. Th. þýddi.