Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1933, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1933, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18:] þessa f'östu og í guðs nafni lýk jeg henni. Trú mín hefir ekki bifast og jeg lofa Guð. Jeg gleymi ekki læknunum og vinum mínum; öll vinátta þeirra er liluti af guðs miskunn; jeg liefi engu að launa nema þakklæti, en guð mun launa þeim ríkulega. Síðan tók frú Gandlii glas með sítrónusafa og bar það gætilega að vörum hans. Drykkinn hafði stjettleysingi blandað og því hefði enginn Hindúi fengist til þess að snerta glasið. liænur grafa app gimstcina. í Colombía voru stærstu sjnar- agdnámur heimsins. Þær voru skamt frá þorpinu Muzo í hjerað- inu Boyacá, sem er norður af höfuðborginni Bogota. Þegar hinir fyrstu Evrópumenn komu þangað, og mynduðu ný- lenduna Nýju-Granada, Ijetu hinir innfæddu þá ekkert vita um námu þessa. \'ar það ekki fyr en 1767 að Spánverjar gátu þefað hana uppi. Og þá streymdi fólk ])angað hóp- um saman, svo að á skömmum tíma voru ibúarnir í Muzo orðnir 30 þiisundir. Þessir námamenn hirtu ekki nema stærstu smaragdana því að l)á voru engin áhöld til þess að skera og fægja litla steina. Því, sem skarst utan af stóru steinun- um var ílevgt og eins öllum litlum steinum. Náman tæmdist og fólkið hvarf, en veður og vindur hafa jafnað alt svæðið. Fyrir skömmu vildi ]>að til af tilviljun að rannsakaður var sarp- ur úr hænu, skamt frá Muzo og kom þá í Ijós að hann var fullur af smáum smarögdum. Og þá komust menn að því, að þegar hænsin voru að krafsa þar, fundu þau ]>essa smásteina, sem fleygt hafði verið fyrir óralöngu — og gleyptu þá- - Nú eru fundin upp fullkomin áhöld til þess að skera og fægja litla gimsteina, og var þvi hjer um fjársjóð að ræða. En þar sem stjórnin* í Colombía á öll námu- rjettindi ]>ar í landi. lagði lnin löghald á iill liæns þar á stóru svæði. Eigendurnir eiga að vísu hænsin eftir sem áður og mega eta kjötið af þeim, en innvolsið er eign stjórnarinnar. Hver maður sem vill slátra hænsum verður að fara með þau lifandi til yfirvald- anna og í viðurvist ])eÍ!-ra má hann fyrst snúa þau úr hálsliðunum. Svo kryfja yfirvöldin hænsin og lúrða jnnvolsið — því að ])að er eign stjórnarinnar! Sterkur lögregluvörður er liald- inn um hænsin á ])essu svæði, og þess er vandlega gætt, að enginn smygli þeim burtu. Ferðamenn, stm þangað ætla, verða að fá sjer- stakt stjórnarleyfi til ])ess að fara þangað og eftirlitsmenn eru með þeim nótt og dag. Konum er stranglega bannað að koma þangað, því að það er þjóð- trú þar, að grænu steinarnir sökkvi í jörð undir eins og kona kemur nálægt ])eim. Aparnir d Gíbraltar. Þegar Englendingar lögðu Gi- braltar undir sig 1704 var þar fult af öpum. Þjóðtrúin sagði að þeir væri þangað komnir frá Af- ríku, hefði farið eftir neðanjarðar- göngum, sent menn trúa enn að sje undir sundið. ITm þetta leyti kom upp sú þjóðtrú að yfirráðum Breta á Gi- braltar mundi lokið þegar ajmrnir væri aldauða. Opunum liefii- fækkað ört ár frá ári og fyrir fáum árum voru þar ekki eflir nema nokkrar gamlar apynjur. Yfirforinginn á Gibraltar fór })á að hugsa um spádóminn og leist ekki á blikuna. Hann tók þá það til bragðs að láta sækja ung- an karlapa til Marokko. En ap- ynjurnar urðu svo reiðar þegar hann kom, að þær drápu hann. Aftur var sent til Marokko og nú voru sótt þangað tvenn aj)a- hjón. Árið eftir eignuðust þau bæði afkvæmi, og þar með var málinu borgið, og setuliðið í Gi- fcraltar helt fagnaðarveislu. Nú eru 10 apar á Gibraltar. Þeir eru skráðir á herlista setu- Knefaleikarinn Max Baer, sem ný- lega vann sigur á Max Schmeling og hlaut l>ar ineð heimsmeistara- nafnbót í hnefaleik. Bear er frá Kaliforníu. Derby-veðreiðarnar nafntoguðustu veðreiðar í heimi, fóru nýlega fram. — Þar sigraði hestur, sem heitir ,,Hyperion“ og er eign Derby lávai’ðar. ll.jer á myndinni sjest hesturinn og knap- inn, Tommy Weston. liðsins. og i fjárhagsáætlun vígis- ins er þeim ætluð sjerstök upp- hæð. Sjerstakur liðsforingi hefir |iað starf að gæta þeirra. Hann heitir D. A. Smith og er kapteinn, en hinn opinberi titill hans er „Officer in Charge of Aj)es“. Þrátt fyrir það þótt aparnir geri tals- vert tjón er það harðlega bannað að gera nokkuð á liluta þeirra, og liggur við þung refsing ef út af er brugðið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.