Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1933, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1933, Blaðsíða 2
186 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frá viðskiftaráðstefnunni { London. Mac Donald forsætisráðherra Breta, flytur frumræðu sína. stór augu, þegar frændþjóðin hin- um mefjin Atlantsliafs hótar ?en<í- islækkun. Hvernifr eru horfurnar þeg-ar viðskiftaráðstefnan byrjar? Lítum fyrst á Þýskaland. Stjórnarbylting þjóðsósíalista hefir komið í fram- lcvæmd aldagömlum draumi þjóð- arinnar um sameinað þýskt ríki. Sennilega er ríkjaskifting Þýska- lands úti fyrir fult og alt. Er hjer um að ræða merkan atburð í s<»g- unni. Stefnuskrá Hitlers var óljós, er bann greip stjórnartaumana. En ef ákveðinni stefnu var til að dreifa, þá var hún sú, að mynda ríkisheild af smáborgurum og bændum. Tilhneigingin til þess að framleiða. alt til eigin þarfa hefir áukist í landinu, og minna skej'tt um útflutninginn. Tðnaður- inn hrörnar. En með innflutnings- hiimlum liefir landbúnaðarfram- leiðslan verið aukin. Iðnvörufram- lciðslan 1932, var 60,2% á móti iðnframleiðslunni 1928. — En sje framleiðsla landafurða 1924 sett í 86, er hún árið 1928 102 og 1932, er hún 107. Tnnilokunar- stefnan gerir þjóðina ófærari til að greiða skuldir sínar til út- landa. Af ásettu ráði, er gjald- þrotið undirbúið. En þegar hinum erlendu skuld- um er afljett og innanlandsnotkun- in vex við það, að verk eru unnin fyrir fje, sem átti að fara upp í skuldir, þá er opin leið fyrir nýja fjármálastefnu. Síefnuskrá Mussolini var ekki fullgerð er hann tók við völdun- um. Hann talaði sem innilokunar- maður. En hann er nú framsýnn stuðningsmaður aiþjóðasamstarfs, og andvígur innilokunarstefnu þjóðrembingsmanna. Þjóðverjar hafa margþættara atvinnulíf en Italir, og þurfa því enn þá meira á utanríkisviðskift- um að halda. Því er þess að vænta, að þeir hverfi frá hafta- stefnu sinni, þó tími sje ekki kom- inn til þess fyrir þá enn. Nú er keppikefli þeirra að losna við skuldirnar. Dr. Schacht kemur til London og gerir grein fyrir skuldamálinu. Hann segir að Þjóð- verjar geti ekki borgað, nema í'ýmt verði til fyrir útflutningi þeirra. En þareð fyrirsjáanlegt er, að tollmúrarnir verða ekki rifnir niður á nokkrum vikum, segir dr. Schacht, þá er alveg ómögulegt fvrir Þjóðverja að standa í skilum. Afstaða Bandaríkjamanna er á huldu. Roosevelt forseti hefir horf- ið frá því að fá umboð frá þinginu til þess að gera verslunarsamn- inga, einnig ttm tollalækkanir. — Hann óttaðist, að í umræðum ])ingsins myndi sú skoðun þing- manna koma í ljós, að þeir vildu hækka tollana. En ])á hefði af- staða Bandaríkjanna á viðskifta- ráðstefnunni orðið liálf kyndug. Nokkur ljettir hefir gengislækk- unarstefnan verið Bandaríkja- mönnum. Þeir vilja dollarlækkun. — Er ekki að efa, að dollarinn verður verðfestur með lægra gengi en gullgengi. Baráttan verður um það, hvert hlutfall dollars og ster- Imgspundsins á að vera. Bandaríkjamenn heimta liælck- un á heildsöluverði. Bretar einnig. Hvorugir segja neitt ákveðið um ]>að, livernig sú hækkun á að fást. Chamberlain fjármálaráðh. Breta, hefir minst á, að ráðstafanir við- víkjandi peningunum sjálfum verði ófullnægjandi. Það sem dug- ar sje, að framleiðendur komi sjer raman um að minka framleiðsluna. En Bandaríkjamenn virðast frek- ar hallast að þeirri skoðun, að auka kaupmátt fólks, með því að hrinda af stað miklum opinberum framkvæmdum. Þá eru Frakkar. Þeir leggja aðaláhersluna á að verðfesta gjaldeyririnn. Gengis- lækkun vilja þeir ekki, en helst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.